Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Side 11
Vikublað 10.–12. desember 2013 Fréttir 11 Auðmenn Kópavogs 1 25 7 10 1 Sigurður Sigurgeirsson 50 ára Eignir: 3,2 milljarðar kr. n Ríkasti Kópavogsbúinn er verktakinn Sigurður Sigurgeirsson. Sigurður átti verktakafyrirtækið JB Byggingarfélag sem hann seldi um sumarið 2007 á 3,5 milljarða. Sigurður hafði byggt fyrirtækið upp á um 20 ára tímabili og hann var einn stærsti verktakinn í uppbyggingu Kópavogs. 3 Ingi Guðjónsson 54 ára Eignir: 1,4 milljarðar kr. n Lyfjafræðingur og einn af stofnend- um lyfjaversl- unarkeðjunnar Lyfju árið 1996. Hann hefur reglulega verið með þeim efstu á lista yfir hæstu skattgreiður landsins. Ingi gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá Lyfju allt til ársins 2006 þegar hann lét af störfum, tíu árum eftir stofnun fyrirtækisins. Hann hefur einnig hagnast á fjárfestingum. Í fyrra seldi félag í eigu Inga húsnæðið sem heilsugæslan í Álfheimum er í. Hagnaður af þeirri sölu hljóp á tugum milljóna. 7 Friðrik Guðmundsson 59 ára Eignir: 740 milljónir kr. n Friðrik Guðmunds- son er fyrrverandi útgerðarmaður frá Þorlákshöfn og var skattkóngur á Suðurlandi árið 2008. Hann býr ásamt eiginkonu sinni, Gitte Jakobsen, í Fagraþingi. „Lykillinn að að minni velgengni var salan á fyrirtækinu Hafnarnesi. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi breytt miklu í mínu lífi eða mér sjálfum,“ sagði Friðrik í samtali við DV. 4 Vilborg Björk Hjaltested 51 árs Eignir: 1,3 milljarðar kr. n Vilborg Björk er systir Þorsteins Hjaltested og rekja má auðæfi hennar til Vatnsenda, þar sem bróðir hennar býr. Vilborg er lífeinda- fræðingur með sýkla- og veirufræði sem sem sérgrein en hún útskrifaðist frá Tækniskóla Íslands árið 1986. Hún starfar sem heilsumarkþjálfi. 2 Þorsteinn Hjaltested 53 ára Eignir: 2,7 milljarðar kr. n Árið 2011 var Þorsteinn skattkóngur Íslands, en hann býr að Vatns- enda sem miklar deilur hafa staðið um. Hæstiréttur staðfesti í vor þann dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur að jörðin tilheyrði dánarbúi Sigurðar Kristjáns Hjaltested en ekki Þorsteini, sem hafði erft jörðina eftir föður sinni Magnús. Þorsteinn er þó enn þinglýstur eigandi hennar og það var staðfest í Hæstarétti nýverið. 5 Kristrún Ólöf Jónsdóttir 70 ára Eignir: 1 milljarður kr. n Móðir Vilborgar og Þorsteins Hjaltested og ekkja Magnúsar Hjaltested óðalsbónda. Kristrún Ólöf er skráð fyrir einbýlishúsi á Vatns- enda, sem metið er á 60 milljónir. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.