Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Side 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 10.–12. desember 2013 SpilltuStu ríki heimS S ómalía, Norður-Kórea, Afganistan, Súdan, Suður- Súdan og Líbía eru spillt- ustu ríki heims. Þetta er niðurstaða Transparency International, stofnunar sem í tuttugu ár hefur safnað saman upplýsingum um og unnið gegn spillingu í stjórnmálum og við- skiptum. Stofnunin hefur lagt sérstaka áherslu á að uppræta mútur og mútuþægni sem og aðr- ar tegundir spillingar. Löndin sem skrapa botninn á listanum, sem í heildina telur 175 þjóðir, eiga það öll sameiginlegt að glíma við erfið leika af ýmsum toga, svo sem fátækt eða stjórnleysi eins og raunin er í Sómalíu. Meirihluti ríkja heims glímir við spillingu í ríkisstofnunum ef marka má niðurstöður Transparency International. Tveir þriðju hlutar þeirra þjóða sem skoðaðar voru fengu minna en 50 stig í úttektinni. 0 þýðir að innviðir ríkis, svo sem ríkisstofnanir, séu mjög spilltir en 100 þýðir að svo gott sem engin spilling fyrirfinnist. Danmörk og Nýja-Sjáland fengu hæstu einkunnina, eða 91 stig af 100 mögulegum. DV skoðar hér spilltustu ríki heims og leggur mat á hvað það er sem gerir þau spilltari en önnur ríki. n n Ný skýrsla frá Transparency International n Sómalía, Norður-Kórea og Afganistan skrapa botninn n Ekkert Evrópuríki á listanum Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is Tsjad Stig: 19 Íbúafjöldi: 12,5 milljónir Lífslíkur: 51 ár Þjóðarleiðtogi: Idriss Déby n Olíuríkið Tsjad er á meðal spilltustu landa heims – eins og reyndin er oft þegar olía leikur lykilhlutverk í efna- hagnum. Sagt er að sífellt fleiri lands- menn geri sér nú grein fyrir því að spillingin standi efnahagslegum framförum fyrir dyrum. Þeirri blekkingu er þó haldið að fólki að olíuauðurinn muni hjálpa þeim fátæk- ustu að brjótast til betra lífs. Það er ósatt því ríkisstjórnin hirðir allan aurinn. Haítí Stig: 19 Íbúafjöldi: 10,2 milljónir Lífslíkur: 63 ár Þjóðhöfðingi: Michel Martelly n Haítí er spilltasta landið í gjörvallri Am- eríku. Spilling er rótgróin í þessu fátæka landi, sem hefur mörg undanfarin ár komið afar illa út úr helstu alþjóðlegum mæli- kvörðum. Árið 2006 naut landið þess vafasama heiðurs að teljast spilltasta ríkis heims. Í landinu ríkir stjórnleysi eftir nýlega uppreisn landsmanna gegn forsetanum. Náttúruhamfarir hafa farið illa með landið og íbúa þess en skemmst er að minnast þess að 300 þúsund manns slösuðust í risajarðskjálfta sem varð í janúar 2010. Íslendingar voru fyrstir til hjálpar. 16 Miðbaugs-Gínea Stig: 19 Íbúafjöldi: 736 þúsund Lífslíkur: 54 ára Þjóðhöfðingi: Teodoro Obiang Nguema Mbasogo n Smáríkið hefur lengi verið talið á meðal þeirra spilltustu í heimi. Forsetinn Obiang, sem hefur stýrt landinu frá árinu 1979, hefur orð á sér fyrir að vera einhver harðsvíraðasti þjóðhöfðinginn í Afríku. Hann hefur til dæmis haldið því leyndu fyrir þjóð sinni hvað hún fær miklar greiðslur fyrir gríðarstórar olíulindir sínar. Það veit enginn nema hann og hans nánustu. Óháðir aðilar hafa upplýst að fjölskylda forsetans hafi þegið miklar fjárhæðir frá bandarískum olíufélögum. Mannréttindi í landinu eru fótum troðin og fátækt íbúanna mikil. Færri en fleiri hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. 12–15 Minnst spilling Sæti Þjóð Stig 1.–2. Danmörk 91 1.–2. Nýja Sjáland 91 3.–4. Finnland 89 3.–4. Svíþjóð 89 5.–6. Noregur 86 5.–6. Singapúr 86 7. Sviss 85 8. Holland 83 9.–10. Ástralía 81 9.–10. Kanada 81 11. Lúxemborg 80 12.–13. Þýskaland 78 12.–13. Ísland 78 14. Bretland 76 15.–17. Barbados 75 15.–17. Belgía 75 15.–17. Hong Kong 75 18. Japan 74 19.–20. Bandaríkin 73 19.–20. Úrúgvæ 73 Önnur spillt lönd Sæti Þjóð Stig 160.–161. Erítrea 20 160.–161. Kambódía 20 157.–159. Simbabve 21 157.–159. Mjanmar 21 157.–159. Búrúndí 21 154.–156. Tadsjikistan 22 154.–156. Kongó 22 154.–156. Lýðveldið Kongó 22 153. Angóla 23 150.–152. Paragvæ 24 150.–152. Kirgisistan 24 150.–152. Gínea 24 143.–149. Úkraína 25 143.–149. Papúa-N. Gínea 25 143.–149. Nígería 25 143.–149. Íran 25 143.–149. M.-Afríkulýðveldið 25 143.–149. Kamerún 25 139.–142. Úganda 26 139.-142. Laos 26 139.–142. Kasakstan 26 139.–142. Hondúras 26 Sýrland Stig: 17 stig Íbúafjöldi: 22,4 milljónir Lífslíkur: 75 ár Þjóðhöfðingi: Bashar al-Assad n Ástandið í Sýrlandi hefur varla farið fram hjá nokkrum manni sem fylgst hefur með fréttum undanfarin misseri. Upplausn hefur ríkt í landinu frá því í apríl 2011, þegar tiltölulega friðsöm mótmæli í anda arabíska vorsins breyttust í mótmæli gegn einræðisstjórn landsins. Öryggis- sveitir ríkisstjórnarinnar brugðust við af fullri hörku og tóku aðgerðasinna af lífi í stórum stíl. Allar götur síðan hefur ríkt borgarastyrjöld í landinu, sem er illa leikið eftir átökin. Helstu bandamenn Sýrlendinga eru Rússar. Líbía Stig: 15 Íbúafjöldi: 5,7 milljónir Lífslíkur: 65 ár Þjóðarleiðtogi: Ali Zeidan n Eins og flestum er kunnugt hefur hálfgerð skálmöld ríkt í Líbíu á undan- förnum árum sem náði hámarki þegar Muammar Gaddafi var veginn árið 2011. Spilling ríkti í Líbíu á valdatíma Gaddafis og ástandið hefur lítið batnað þótt hann sé farinn frá völdum. Mútugreiðslur eru útbreitt vandamál í Líbíu og virðast, þrátt fyrir allt, oft leysa vandamál frekar en að skapa þau. Venesúela Stig: 20 Íbúafjöldi: 30 milljónir Lífslíkur: 75 ár Þjóðarleiðtogi: Nicolas Maduro n Venesúela er á meðal spilltustu ríkja heims, rétt eins og sumar nágranna- þjóðirnar. Frá því olíuvinnsla hófst í landinu snemma á tuttugustu öldinni hefur stjórnarfar í landinu versnað til muna og aukið á spillingu. Herforinginn Chavez stýrði landinu frá árinu 1999 allt til dauðadags þann 5. mars síðastliðinn og við tók Nicolas Maduro. Á valdatíma sínum tókst Chavez ekki að uppræta spillingu, eins og hann lofaði þegar hann tók við en tíminn einn mun leiða í ljós hvort Maduro takist það. Spilling er landlæg í Rómönsku- Ameríku en þykir þó sýnu verst í Venesúela, sem iðulega er líkt við Afríkuríki. Gínea- Bissá Stig: 19 Íbúafjöldi: 1,6 milljónir Lífslíkur: 50 ár Þjóðarleiðtogi: Manuel Serifo Nhamadjo n Gínea- Bissá er lítið land á vestur- strönd Afríku þar sem töluvert ójafnvægi hefur ríkt undanfarin ár. Valdarán var framið í landinu í fyrra og þá er landið miðstöð fíkniefnasmygls. Hátt settir aðilar eru sagðir taka við mútum fyrir þögn sína og halda hlífiskildi yfir eiturlyfjasmyglurum. Ríkið hlaut sjálfstæði árið 1974 og hefur ójafnvægi í stjórnkerfinu skapað ófá vandamál fyrir íbúa; gagnsæi er lítið sem ekkert og glíma íbúar við mikið óöryggi sem ekki sér fyrir endann á. 12–15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.