Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Side 21
Umræða 21Vikublað 10.–12. desember 2013
Smáborgararlegt og
hámark lágkúrunnar
Ég er með Asperger Leiðist þér í sendiráðinu
Julian?
Linda Pétursdóttir um ævisögu Hemma Gunn. – Facebook Susan Boyle. – The Guardian Birgitta Jónsdóttir. – Facebook
Þ
egar lífeyrissjóðirnir voru
stofnaðir, var gert ráð fyrir
því, að þeir yrðu viðbót við
almannatryggingar. Laun
þegar samþykktu að greiða
ákveðið hlutfall launa sinna í líf
eyrissjóð gegn ákveðnu mótfram
lagi atvinnurekenda. Síðan áttu
launþegar að fá lífeyrinn úr líf
eyrissjóðnum greiddan að fullu,
þegar þeir færu á eftirlaun. Þá áttu
þeir að fá greiddan þennan við
bótarlífeyri ásamt lífeyri almanna
trygginga. Gerist þetta ekki svona?
Nei, ekki aldeilis. Launþegi, sem
hefur 70 þús. kr. á mánuði í lífeyri
úr lífeyrissjóði, fær engan lífeyri úr
almannatryggingum. Ríkisvaldið
dregur af þessum eftirlaunamanni
nákvæmlega jafnháa upphæð hjá
Tryggingastofnun ríkisins eins og
nemur lífeyri hans frá lífeyrissjóði.
Launþeginn, sem samviskusam
lega hefur greitt í lífeyrissjóð alla
sína starfsævi, fær því ekkert hærri
lífeyri alls frá almannatryggingum
og lífeyrissjóði en sá, sem aldrei
hefur greitt eina krónu í lífeyrissjóð.
Það er líkast því sem lífeyrir þessa
manns í lífeyrissjóðnum hafi verið
gerður upptækur! Menn spyrja: Er
þetta löglegt. Er þetta ekki eigna
upptaka? Ég hallast að því, að svo
sé.
Lífeyrissjóðakerfið gæti
sprungið!
Það verður að stöðva þessa „eigna
upptöku“ þegar í stað. Ríkisvaldið
verður strax að stöðva það, að
Tryggingastofnun ríkisins geti skert
lífeyri þeirra eldri borgara, sem fá
lífeyri úr lífeyrissjóði. Gerist það
ekki, verður uppreisn gegn lífeyris
sjóðakerfinu. Það er svo mikil óá
nægja í dag með þessar skerðingar,
að það er rétt með naumind
um að launþegar fáist til þess að
greiða iðgjöldin í lífeyrissjóðina.
Launþegum finnst eins og það sé
verið að blekkja þá, það sé verið
að plata þá. Inn í þessa óánægju
blandast óánægjan með stjórnar
fyrirkomulag lífeyrissjóðanna.
Sjóðfélagarnir sjálfir kjósa ekki
stjórnarmenn lífeyrissjóða beinni
kosningu heldur eru það ASÍ og SA,
sem kjósa stjórnarmenn lífeyris
sjóðanna. Þessu verður að breyta.
Sjóðfélagar eiga sjálfir að kjósa
stjórnarmennina, alla eða flesta.
Ég er ekki viss um, að forusta að
ila vinnumarkaðarins geri sér ljóst
hve mikil óánægja er í dag með líf
eyrissjóðakerfið. Mitt mat er það,
að ef ekki verður strax brugðist við
og skerðingar tryggingabóta vegna
greiðslna úr lífeyrissjóði stöðvað
ar, geti lífeyrissjóðakerfið hæglega
sprungið.
Kjaranefnd Félags eldri borgara
í Reykjavík ályktaði um mál þetta.
Þar sagði svo:
Jafnframt fer kjaranefndin fram
á það, að ríkisstjórnin stöðvi þegar
í stað skerðingu lífeyris aldraðra
frá almannatryggingum vegna
greiðslna úr lífeyrissjóði. Þessi
skerðing er svo mikil í dag, að hún
eyðir með öllu ávinningi margra
ellilífeyrisþega af því að hafa greitt
í lífeyrissjóð. Í þessu sambandi vís
ar kjaranefndin í ályktun aðalfund
ar FEB í Reykjavík á þessu ári um
þetta efni.
Það er einnig krafa eldri borgara,
að hætt verði að skerða lífeyri aldr
aðra frá almannatryggingum vegna
atvinnutekna. Landsfundur LEB á
þessu ári ályktaði, að atvinnutekjur
67 ára og eldri ættu ekki að skerða
lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofn
un. Það á ekki að refsa eldri borgur
um fyrir að vinna.
Loforðin við lífeyrisþega
verði efnd
Í aðdraganda þingkosninganna sl.
vor gáfu núverandi stjórnarflokkar
öldruðum og öryrkjum mjög ákveðin
kosningaloforð. Stærsta kosninga
loforðið var, að kjaragliðnunin, sem
varð sl. 4 ár, skyldi leiðrétt strax. Með
kjaragliðnun er átt við það, að kaup
láglaunafólks hækkar mun meira en
lífeyrir aldraðra og öryrkja. Lögum
samkvæmt á lífeyrir að hækka í sam
ræmi við hækkun lægstu launa og í
samræmi við hækkun neysluverðs.
En skorið var á þessi tengsl í krepp
unni og lífeyrir aldraðra og öryrkja
frystur. Til þess að leiðrétta þessa
kjaragliðnun þarf að hækka lífeyrinn
um 20% strax. Framsóknarflokkurinn
og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu fyrir
kosningar að framkvæma þessa leið
réttingu. Það var ekki aðeins, að fram
bjóðendur flokkanna gæfu þessi lof
orð heldur var það einnig samþykkt á
flokksþingum beggja flokkanna fyrir
kosningar, að umrædd kjaragliðnun
yrði leiðrétt strax, kæmust þessi flokk
ar til valda. Nú er komið að skulda
dögum. Aldraðir og öryrkjar geta ekki
beðið. Þeir krefjast þess, að staðið
verði við þessi loforð strax. n
Eignaupptaka lífeyris verði stöðvuð strax
Björgvin Guðmundsson
form. kjaranefndar Félags eldri borgara
Aðsent
„Aldraðir
og öryrkjar
geta ekki beðið
„Í nóvember
2008, í hruninu
missti ég
vinnuna, og hef ekki fengið
vinnu síðan, ég er einn
af um 10.000 sem missa
vinnuna þá, og það hefur
ekkert verið gert í að skapa
hér störf sem töpuðust
í hruninu. Í dag er ég að
mæta stælum, ef ég sæki
um vinnu, ég er einnig að
mæta stælum ef ég óska
eftir hjálp við að fá vinnu.
Það greinilega á ekkert
að viðurkenna hvernig
ástandið er og hvernig
komið er fyrir fólki vegna
hrunsins.“
„Fötlun merkir
einhvers konar
skortur á áður
skilgreindri getu. Má þá ekki
segja að þegar stórt skarð
var höggvið í ruv að um
vissa fötlun sé að ræða?
Mér finnst það rökrétt, án
þess að fötlun sé hvorki
jákvætt eða neikvætt,
þá lýsir það getu eða
getuleysi.“
„Úff hvað þetta
er sorglegt, ég
vona að þær
komist heim.“
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
23
11
10
Gunnar S. Gylfason um
Guðna Má Henningsson sem
var sagt upp störfum hjá RÚV.
Guðni lýsti því í viðtalinu að það hefði
verið mjög erfitt að missa vinnuna.
Þetta sagði Sigurbjörg Krist-
mundsdóttir í athugasemd
við frétt þar sem greint var
frá óánægju Freyju Haraldsdóttur með
notkun á hugtakinu fötlun. Tildrögin
voru þau að Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti, sagði að Ríkisútvarpið
„hefði fatlast“ svolítið.
Guðlaug Gestsdóttir um dóm
sem tvær íslenskar stúlkur
hlutu í Tékklandi fyrir fíkni-
efnasmygl. Í helgarblaði DV var viðtal
við Gunnhildi Svövu Guðmundsdóttur
sem var dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi.
1 Handtekinn fyrir líkamsárás og brot á barni Klifurgarpurinn Aron Ralston
missti stjórn á skapi sínu um helgina.
2 Minningarnar sækja á fórnarlambið Ákærðu í Stokkseyrarmálinu var gert að
yfirgefa dómsal á meðan fórnarlamb vitnaði.
3 Krefst endurgreiðslu á milljóna-gjöf félags sem var tæmt IceCapital
var eignamikið félag fyrir hrun en er nær
eignalaust í dag.
4 „Lögreglan var að þvinga mig“ Hinrik Geir Gíslason neitar að hafa sagt að Stefán
Logi og Stefán Blackburn hafi haft sig mest í
frammi í Stokkseyrarmálinu.
5 Símaþjófur gengur laus í Reykjanesbæ „Það fór einhver í
veskið mitt og stal öllu,“ segir Jóhanna Ósk
Þorsteinsdóttir.
6 Drengur varð fyrir strætó Slysið varð við gatnamót Skaftahlíðar og Miklubrautar á
mánudagsmorgun.
Mest lesið á DV.is
Myndin Hryssingslegt Það var heldur kuldalegt um að litast í Laugardalslauginni á mánudag. Sumir fengu sér sundsprett á meðan aðrir höfðu það náðugt í heita pottinum.
Mynd SiGtryGGur Ari