Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Síða 22
Vikublað 10.–12. desember 201322 Umræða Frjálshyggjutilraunin heldur áfram Umsjón: Henry Þór Baldursson Frjáls verslun? F relsishetja Íslendinga, Jón Sigurðsson, hélt því ítrekað fram um miðja nítjándu öldina að frjáls verslun væri ein af undirstöðum gróandi þjóðlífs á Íslandi. Á þeim tíma sem Jón forseti setti fram þessar skoð- anir sínar var Ísland í heljargreipum danskra kaupmanna sem í skjóli ein- okunar gátu sett upp það verð fyrir varning sinn sem þeim best líkaði. Á Íslandi nútímans er frjáls versl- un í orði kveðnu. Það eina sem er þó fyllilega frjálst er álagning kaup- manna. Verslun á Íslandi er enn, líkt og um miðja nítjándu öld, í viðjum fákeppni. Eini munurinn er sá að nú eru kaupmennirnir íslenskir en ekki danskir sem forðum. Sumir þeirra njóta liðsinnis lífeyrissjóða landsins sem eru þar með í þeirri furðulegu stöðu að þurfa að krefjast hámarks- arðsemi fjárfestinga sinna í versl- unum sem alþýða manna, skjól- stæðingar lífeyrissjóðanna, er háð því að versla við. Nú nýlega berast fréttir af því að selja eigi aðra stærstu verslunarkeðju landsins á sviði nauðsynjavöru og margt bendir til að með þeirri sölu muni samþjöppun eignarhalds í greininni aukast enn. Brýnt er að nú þegar fari fram upplýst umræða um raunverulega stöðu verslunar á Íslandi og einkum þó um verðmyndun sem nú er flest- um algjörlega lokuð bók. Það er sjálf- sögð krafa að verðmyndun sé gerð opinber þegar fullkomið frjálsræði er um álagningu. Þegar hátt vöru- verð á Íslandi ber á góma eru svör kaupmanna upp á síðkastið eink- um þau að vörugjöld sem stjórn- völd leggja á ýmsar vörutegundir hækki hér vöruverð ásamt því að með því að innflutningur landbún- aðarafurða sé ekki frjáls séu höfuð- ástæður fyrir háu vöruverði. Því hafa kaupmenn beint því til stjórnvalda að nauðsyn beri til að leiðrétta vöru- gjöldin og stuðla að óheftum inn- flutningi landbúnaðarafurða. Það verður að segja að sporin hræða í þessu efni. Þannig hefur lækk- un vörugjalda áður t.a.m. á fersku grænmeti ekki skilað sér að fullu til neytenda. Einnig hefur vöruverð í verslunum hér á landi tilhneigingu til að lifa eigin lífi óháð ytri skilyrð- um eins og sést best á því að engin fylgni er milli stöðu krónunnar og verði á innfluttum vörum. Ítrekað hefur komið fyrir að verð innfluttra vara hækkar meðan gengi krónunn- ar styrkist. Engar viðhlítandi skýr- ingar er að fá af hálfu kaupmanna á þessu. Að þessu leyti hafa kaup- menn brugðist því trausti sem frjáls álagning felur í sér. Uppgjöf kaupmanna Ákall kaupmanna til stjórnvalda um lækkun vörugjalda og óheftan inn- flutning landbúnaðarvara felur í sér algera uppgjöf þeirra vegna rekstr- ar verslana þeirra. Með þessu ákalli lýsa kaupmenn því yfir að þeir séu ekki færir um að grípa til ráðstafana í rekstri sem orðið gætu til lækkun- ar vöruverðs. Þannig treysta kaup- menn sér ekki til að draga úr óhóf- legum afgreiðslutíma sem eykur kostnað umtalsvert. Ekki treysta kaupmenn sér heldur til þess að draga saman í húsnæði en á Íslandi eru fleiri fermetrar lagðir undir verslun en í flestum öðrum löndum eins og fram kom nýlega í skýrslu McKinsey-fyrirtækisins. Þar kemur einnig fram að verslun á Íslandi sé verulega ofmönnuð. Breytt samkeppnislöggjöf Brýnt virðist að hefja nú þegar gaumgæfilega athugun á vöru- dreifingu og verðmyndun á Íslandi. Þar er m.a. hægt að byggja á nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem þó hefur ekki verið fylgt eftir, því miður. Athugun á vörudreifingu og verðmyndun er forsenda nauðsyn- legra breytinga á samkeppnislög- gjöfinni sem leitt getur til raun- verulegrar samkeppni á markaði og verðlækkunar nauðsynjavöru í þágu almennings. Nú er brýnna en oft áður að tryggja stöðugt verðlag í kjölfar væntanlegrar niðurfærslu skulda heimilanna í landinu sem má ekki undir nokkrum kringum- stæðum líða fyrir hækkun verðs á nauðsynjavöru. n „Verslun á Íslandi er enn, líkt og um miðja nítjándu öld, í viðj- um fákeppni. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari S varthöfði skilur vel þá sem þola ekki femínista. Femínistar skilja ekki rök og tala líkt og óðir séu út frá tilfinningum. Þetta hefur Svarthöfði séð í gegnum rauða reiðina – sem oftast er smurð vandlegum skammti af hneykslan og sárindum – þegar hann les vefmiðlana. Ólíkt femínistum þá sér Svarthöfði heiminn í röklegu ljósi. Einn femínisti gerðist svo djarfur í síð- ustu viku að fullyrða að helmingur mannkyns – karlmenn – væru möguleg ógn við hana í skemmt- analíf- inu, enda kveðst hún ekki vita hver sé nauðgari og hver ekki. Svarthöfði var bálreiður þegar hann las þetta enda fáránlegt að kalla hann nauðgara svona skorinort. „Þarna sér maður heimsmynd allra femínista, engin rök, bara allir nauðgarar. Fuss,“ hreytti Svarthöfði út úr sér yfir lúinni fartölvunni. Femínistum tekst nefni- lega að gera allt um þá sjálfa, móðgast við hvert einasta litla smáatriði í annars „fáguðum“ rökfærslum og láta síðan sína persónulegu móðgun vera mið- punkt umræðunnar. Þetta tókst einum höfundi að sanna með glæsibrag í pistli sem fjallaði um það hvernig ofangreindur femínistapistill væri mesta móðgun í garð karlmanna á gjörvöllum veraldarvefnum. Já, Svarthöfði átti líka erfitt með að sjá skýrt af reiði blandinni móðgun. Hvernig dirfist þessi femínistalufsa að spyrða Svarthöfða við nauðgara með því að segja að hún geti ekki mögulega vitað hvort hann hafi annarlegar nauðgarakenndir? Það versta við femínistana er samt ekki rökleysan. Svarthöfði veit nú þegar fyrirfram að femínistar hneigjast til rök- leysu. Nei, það versta er hversu dónalegir femínistarnir eru, líkt og fyrrgreindur pistill sýndi. Af hverju geta þær ekki verið kurteisari? Og kannski aðeins hógværari? Og já, aðeins undir- gefnari; allavega ekki svona góð- ar með sig. Það myndi falla bet- ur að geði Svarthöfða. Þá fyrst mun Svarthöfði kannski vilja gefa þessu „feðraveldi“ gaum. Svarthöfði Helvítis femínistar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.