Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Síða 23
Vikublað 10.–12. desember 2013 Umræða Stjórnmál 23
Er þetta heimsmet?
Skuldaaðgerðir stjórnvalda bornar saman við aðgerðir vinstristjórnarinnar
S
kuldaniðurfellingar ríkis-
stjórnarinnar sem kynnt-
ar voru 30. nóvember áttu,
samkvæmt forsætisráð-
herra, að vera stærstu að-
gerðir í þágu skuldsettra heimila í
sögunni. Er það svo? Svarið er ekki
jafn einfalt og margir hefðu haldið
því fyrst þarf að svara annarri:
Hvað er skuldaniðurfelling?
Sérfræðinganefndin sem Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra skipaði til að finna
leiðir til að fella niður skuldir fór
yfir þetta og skilgreindi fyrri að-
gerðir stjórnvalda til að koma til
móts við skuldara. Það er greiðslu-
jöfnun einstaklinga hjá Íbúða-
lánasjóði, greiðslufrestanir, sértæk
skuldaaðlögun, 110% leiðin og sér-
stök vaxtaniðurgreiðsla. Þessar að-
gerðir koma til frádráttar boðuðum
aðgerðum ríkisstjórnarinnar frá
því fyrir mánaðamót.
Samtals skiluðu þessar aðgerðir
sér í 115.574 milljóna, eða tæplega
116 milljarða króna niður færslu
eða niðurgreiðslu á skuldum
einstaklinga. Ef almennar vaxta-
bætur eru fráskildar, þar sem þær
munu áfram greiðast til skuldara,
nemur heildarupphæð aðgerða
vinstristjórnarinnar 106.381 millj-
ónum, eða rúmlega 106 milljörð-
um, króna.
Aðgerðirnar sem boðaðar hafa
verið á næstu fjórum árum fela
hins vegar í sér allt að 80 milljarða
króna niðurfærslu á skuldum
einstaklinga. Til viðbótar því ætlar
ríkið að gefa þeim sem skulda í
fasteign og þeim sem eru á leigu-
markaði skattafslátt ef þeir nota
séreignarlífeyrissparnaðinn sinn í
að greiða niður skuldir eða greiða
inn á sérstakan fasteignasparnað-
arreikning. Skattafslátturinn á
samtals að nema 40 milljörðum
króna.
Fyrir liggur að ekki nema hluti
þessara 40 milljarða mun skila
sér til skuldara en um 30 þúsund
heimili á leigumarkaði geta nýtt
sér þessa leið líka. Ómögulegt er
að segja til um hlutfallslega skipt-
ingu á milli leigjenda og skuldara
vegna þessarar aðgerðar. Þá eru
líka vísbendingar um, þó það
liggi ekki nógu skýrt fyrir, að þeir
sem halda áfram að greiða inn á
séreignasjóði sína njóti sömu af-
slátta. Ef þessir þrír hópar skipta
skattafslættinum á milli sín í hlut-
falli við stærð þýðir það að skuldar-
arnir fá 23 milljarða í sinn hlut. Það
færir heildaraðgerðir stjórnvalda
í þágu skuldaranna upp í 102.950
milljónir, eða 103 milljarða.
Ef beinar aðgerðir til skulda-
niðurfellingar eru því skoðaðar
sést að boðaðir 80 milljarðar sem
ríkisstjórnin nú ætlar að setja í
skuldir einstaklinga með fasteigna-
lán kemst hvergi nærri þeim 106
milljörðum sem fyrri ríkisstjórn
veitti í sama verkefni. n
adalsteinn@dv.is
Sandkorn
Sáu brúnina
Stjórnarmeirihlutinn hefur
ákveðið að gefa aftur í á
Landspítalanum eftir að hafa
boðað heldur dapurleg fjárútlát
til spítalans í
fjárlagafrum-
varpi 2014.
Önnur um-
ræða fjárlaga-
frumvarpsins
tafðist vegna
ákvörðunar-
innar en ljóst
er að fleiri
breytingar verða gerðar á frum-
varpinu áður en það kemur til
endanlegrar afgreiðslu. Til að
mynda þarf að bæta verulega í
bankaskattinn sem kynntur var
þegar frumvarpið kom fram.
Viðbrögð meirihlutans á þingi
við hörðum viðbrögðum al-
mennings vegna fyrirhugaðra
fjárútláta til Landspítalans sýna
að stjórnin er farin að sjá brún-
ina sem hún má ekki ganga fram
af í niðurskurðarhugmyndum
sínum.
Aðstoðarmaðurinn
þagnaði
Loforð Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar forsætisráðherra um
að fella niður hundruð milljóna
af verðtryggðum fasteingaskuld-
um heimil-
anna vefst
fyrir sumum.
Í aðdraganda
kosning-
anna talaði
hann fyrst
um 240 millj-
arða niður-
fellingar og
síðan 300 milljarða niðurfell-
ingar. Raunin er 80 milljarðar í
niðurfellingar og svo 40 millj-
arðar í skattaafslátt á næstu ára-
tugum; samtals 120 milljarðar.
Þetta benti bloggarinn Viktor Orri
Valgarðsson á í færslu á DV.is og
var aðstoðarmaður Sigmundar,
Jóhannes Þór Skúlason, ekki lengi
að svara og sagði Sigmund aldrei
hafa lofað 300 milljónum. Eftir
að annar sendi honum upptöku
af viðtali við Sigmund á RÚV þar
sem 300 milljarðarnir voru til
umræðu hefur hann hins vegar
ekki svarað.
Jólatréð komið
Þingmenn fagna eins og aðrir
jólunum. Vinnustaðurinn er
skreyttur jólaskrauti og er meira
að segja búið
að planta
stærðarinn-
ar jólatré inni
í þinghúsinu.
Þetta vekur að
vonum gleði
þingmanna
sem takast á
við ýmis erf-
ið verkefni um þessar mundir
eins og niðurskurð. Þó verður að
teljast líklegt að formaður fjár-
laganefndar, Vigdís Hauksdóttir,
sé sérstaklega ánægð með að
vera komin aftur í nánd við gróð-
ur á vinnustað sínum en hún
vann sem blómaskreytir áður en
hún söðlaði um, fór í lögfræði og
komst á þing. „Jólatréð komið í
Kringluna,“ segir hún brosandi
á Facebook-síðu sinni og birtir
mynd af trénu.
110% leið
46.000
Sértæk skuldaaðlögun 7.313
Greiðslujöfnun hjá ÍLS 7.633
Greiðslufrestanir
33.139
Sérstök vaxtaniðurgreiðsla
12.296
Beinar niðurfærslur
næstu fjögur árin
80.000
Samtals án vaxtabóta
107.941
TöLur Í miLLJónum krónA. HeimiLD SkýrSLA SérfræðinGA-
HópS um HöfuðSTóLSLækkun HúSnæðiSLánA
Skuldavandinn ekki leystur
A
ðgerðir ríkisstjórnarinnar
í þágu þeirra sem skulda
verðtryggð fasteignalán er
ekki til þess fallin að bæta
stöðu þeirra sem ekki geta staðið
undir skuldum. Allar fyrri aðgerð-
ir stjórnvalda dragast frá þessari
nýju aðgerð sem á að vera almenn.
Þetta þýðir í stuttu máli að þeir sem
þurftu á aðstoð að halda á síðustu
fjórum árum og eru enn í vanda
verða ekki mikið betur settir eftir
boðaðar aðgerðir.
Helst geta þeir nýtt séreignarlíf-
eyrisgreiðslur sínar til lækkun-
ar á skuldunum, en þótt hámark
greiðslunnar sé notað, samtals 1,5
milljónir á þremur árum, lækkar
greiðslubyrðin ekki um nema
nokkur þúsund krónur á mánuði.
Vandinn er því enn til staðar;
ýmist greiðsluvandinn eða skulda-
vandinn.
Eftir stendur að þau heimili sem
glíma við of háar skuldir fá líklega
ekki frekari aðstoð frá ríkinu til að
takast á við þær. Embætti umboðs-
manns skuldara hefur verið gert að
draga saman seglin. Flest úrræði
sem lagt var upp með á síðasta kjör-
tímabili eru ýmist runnin út eða
búið að nýta.
Fyrir kosningar voru þó báðir
flokkar sammála um að setja lykla-
lög sem fela í sér að skuldari getur
skilað fasteign sinni til kröfuhafa án
þess að ganga burt frá þeim gjörn-
ingi með skuldahala vegna sömu
eignar. Ekkert var hins vegar minnst
á lyklalög í stjórnarsáttmálanum.
Aðalsteinn kjartansson
adalsteinn@dv.is
Könnun
kæmi til greina hjá þér að kjósa
framsóknarflokkinn ef þing-
kosningar færu fram núna?
Já 23,8%
nei
75,4%
óákveðin(n)
0,8%
601 ATkVæði