Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 25
Vikublað 10.–12. desember 2013 Neytendur 25
Hagkaup - Heilsuver
Frjarðarkaup - Heimkaup
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Aldrei aftur kyn-
þokkafull nærföt
n Jólakaupæði víti til varnaðar n Aðventan hefur slæm áhrif á dómgreindina
Ú
tgjöld í desember hafa til-
hneigingu til að verða alltaf
meiri en gert er ráð fyrir.
Einhverra hluta vegna virð-
ist fólk spóla sig upp í neysl-
unni og það er alveg sama hversu
fögur fyrirheitin voru í upphafi að-
ventu, alltaf bætast fleiri bráð-
nauðsynlegir hlutir á innkaupa-
listann þótt stundum virðist erfitt
að skilja hversu nauðsynlegir þeir
voru þegar aðventubrjálæðið bráir
af fólki. DV heyrði í nokkrum sem
höfðu reynslu af því að fara fram úr
sér í innkaupum á aðventunni. n
Óttar M. Norðfjörð
Ljót jakkaföt„Ég keypti einu sinni jólajakkaföt á
um 20 þúsund krónur sem verða að
teljast ágætis kaup. Ég
held hins vegar að ég
hafi bara notað þau
einu sinni því eftir
að ég keypti þau
fattaði ég að mér
fannst þau eiginlega
frekar ljót.“
Sigríður Guðmarsdóttir
Gaf jólagjafirnar
til Eþíópíu„Einu sinni tilkynnti ég stórfjölskyldu
minni að ég hefði gefið andvirði allra
jólagjafa þeirra í söfnun Hjálparstarfs kirkj-
unnar fyrir hungraða í
Eþíópíu. Þetta var
þegar lagið Hjálp-
um þeim kom út
jólin 1985. Það
var ekki fyrr en
mörgum árum
seinna sem ég
uppgötvaði að
kannski hefði verið
ólíkt siðlegra að biðja
þau að sleppa því að gefa mér jólagjafir en
að gefa þeirra jólagjafir í söfnunina. Fín leið
til að losna við jólastressið og fá mjög fínar
jólagjafir líka.“
Lára Ómarsdóttir
Aldrei aftur
nærklæði„Ég á í rauninni
mjög erfitt með
að finna einhverja góða
sögu því ég er frekar
skynsöm í fjármálum. En
ég man reyndar eftir einu
og maðurinn minn líka því það var
gjöfin til hans. Þá lét ég plata mig til að kaupa
ofboðslega kynþokkafull nærklæði, ég veit
eiginlega ekki hvað á að kalla þetta annað,
þetta er svona samfella fyrir karlmenn. Hún
er alveg flott en maður þarf helst að vera eins
og David Beckham til að geta verið í þessu og
hann hefur aldrei farið í þetta. Svo var hún of
lítil líka. Þetta var keypt í einhverri svona fínni
herrafataverslun og kostaði alveg sæmilega
upphæð. Ég á þetta ennþá til en ég mun aldrei
aftur gefa honum nærklæði í jólagjöf.“
Bjarni Fritzson
Læstir spilarar„Ég lét kaupa fyrir mig glæsilega
ferðadvdspilara í Bandaríkjunum fyrir
strákana mína sem átti
að vera mjög auðvelt
að aflæsa. Þeir eru
enn uppi í hillu hér
nokkrum árum
síðar, harðlæstir
og spila enga
DVD-diska sem er til
hérlendis.
Seinna lét ég kaupa
fartölvu úti í Bandaríkjunum sem ég gaf
konunni minni í jólagjöf. Vildi ekki betur til
en svo að þegar frúin ætlaði að kveikja á
henni þá gerðist ekki neitt. Við fórum við
með hana í viðgerð þar sem kom í ljós að
hún var gölluð og í raun ónýt. Trygginga-
vesenið sem kom í framhaldinu var frekar
langdregið og leiðinlegt eins og trygginga-
vesenum er einum lagið.
Ég veit að margir hafa gert góð kaup í
Bandaríkjunum en ég lét þessi tvö tilvik
duga og mun aldrei fara í svona ævintýra
jólakaup aftur.“
Edda Björgvinsdóttir
Gerði upp eldhús„Við höfðum keypt gamalt hús á Óðins-
götunni og vorum að gera það upp
um haustið og rétt fyrir jólin var ákveðið að
ráðast í eldhúsið með
hroðalegum af-
leiðingum. Smið-
irnir hrökkluðust
úr rétt rúmlega
sex á aðfanga-
dagskvöld og þá
átti eftir að þrífa
allt. Svo reyndist
nýi ofninn bilaður svo
jólasteikinni var troðið hrárri á pönnu, þið
getið ímyndað ykkur hamborgarhrygg í
tætlum á teflonpönnu. Við foreldrarnir
höfðum falið allar klukkur og tekið símann
úr sambandi svo um klukkan tvö um nóttina
voru börnin að taka upp jólagjafirnar. Sem
sagt: aldrei gera upp eldhús rétt fyrir jól!“
Mynd Sigtryggur Ari
Leikið á jólaköttinn
n nóg að fá nærbuxur n Skoðaðu fataskápinn áður en þú verslar
Þeir fara í jólaköttinn sem ekki fá nýja flík fyrir jólin en sokkar eða nærbuxur eru nóg til þess að sleppa undan
jólakettinum. Það er algjör óþarfi að kaupa
nýjan alklæðnað fyrir jólin, og sérstaklega
blóðugt að eyða stórfé í nýja flík sem er
bara búið að nota einu sinni þegar hún
lækkar um helming í verði á janúarútsölum.
Hér eru nokkur ráð til að spara sér innkaup
á jólafatnaði.
1 Byrjaðu á að taka til í fataskápn-um. Þar er örugglega fullt af flíkum
sem ekki passa, eru löngu dottnar úr tísku
eða virkuðu aldrei til að byrja með. Settu
þau í sér poka og farðu með þau beint í
söfnunargáma Rauða krossins. Dýrari flíkur
er hægt að selja á Facebook eða Barna-
landi.
2 Mátaðu það sem þú hefur ekki notað lengi og sjáðu hvort þar leynist
nokkuð jólafötin í ár.
3 Áður en þú ferð í gáminn með pokann er ráð að athuga hvort vinir
séu tilbúnir að gera það sama og halda
fataskiptapartí eða markað þar sem eini
aðgangseyririnn er notuð föt.
4 Kauptu fylgihluti. Þó rándýr hönnunarkjóll í hlébarðamynstri sé
líklegur til að slá í gegn í jóla- og áramóta-
boðunum getur fallegur kjóll úr skápnum
gert nákvæmlega það sama með fallegum
nýjum fylgihlut með sama mynstri, eða til
dæmis hlébarðasokkabuxum. Einfaldur
kjóll úr fataskápnum verður eins og nýr með
ævintýralegri hálsfesti. Karlar geta keypt
nýja skyrtu eða fallega peysu eða hálstau
og notað eldri spariföt áfram.
5 Ekki kaupa það sem þig langar í heldur það sem þig vantar. Þá
er líklegt að þú lendir ekki aftur í sömu
vandræðum.
6 Ef þig bráðnauðsynlega vantar nýja flík, leitaðu þá á útsöluslánni.
Flest notum við falleg föt í nokkur ár svo
enginn þarf að vera feiminn við nokkra
mánuði á útsöluslánni.
7 Leitaðu á nokkrum stöðum, út-söluslá í einni verslun getur verið mun
dýrari en glænýjar vörur í annarri.
Bragðgóð
og ódýr súpa
Ég borða yfirleitt ekki núðlur, mér
finnast þær ekki neitt sérstaklega
góðar en taílenska núðlusúpan frá
Noodle Station er undantekning
frá þeirri reglu og er oftar á kvöld-
matarborðinu hjá mér en ég kæri
mig um að viðurkenna.
Það er ekki mikið lagt upp úr
innréttingum á staðnum en há
borð og stólar eru til staðar fyrir
þá sem vilja borða þar. Mér finnst
handskrifuð merking í glugganum
skemmtileg en gufan innandyra,
sem gerir það m.a. að verkum að
dyrnar eru alltaf í hálfa gátt, gerir
það þó að verkum að ég tek matinn
yfirleitt með mér – og sú staðreynd
að ég bý á næsta horni.
Matseðillinn er mjög stuttur,
það er boðið upp á núðlusúpu
með kjúklingi, núðlusúpu með
nautakjöti eða núðlusúpu með
grænmeti. Grænmetissúpan kostar
820 krónur en hinar 1.190 krónur.
Ég pantaði súpu með nauta-
kjöti. Eftir að búið er að panta og
greiða taka starfsmennirnir til við
að útbúa súpuna úr stórum pott-
um, taka núðlur úr einum, kjöt úr
öðrum, soð úr þriðja og svo bauna-
spírur og lauk að auki. Þá er súpan
krydduð og bragðbætt með steikt-
um hvítlauk, ediki, sykri fyrir þá
sem það vilja, chili og sósu sem
gæti verið sojasósa, úr stórri flösku
yfir allt saman. Starfsmenn spyrja
hvort súpan eigi að vera sterk og
ég svaraði venju samkvæmt: „bara
meðal.“ Út á starfsfólkið er ekkert
hægt að setja.
Súpan reyndist einstaklega
bragðgóð, mér finnst einmitt
mátulegt magn af núðlum í súp-
unni og gleðilegt hversu mikið
er af kjöti. Kjötið var hins vegar
frekar seigt og olli nokkrum von-
brigðum því kjúklingabitarnir eru
bæði mjúkir og bragðgóðir. Von-
andi var þetta einsdæmi en varð
þó til þess að ég á eftir að hugsa
mig um tvisvar áður en ég vík út af
kjúklingareglunni aftur.
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is
Matur
Noodle Station
Klapparstíg 21a í Reykjavík og
Bæjarhrauni 4 í Hafnarfirði„Sem sagt:
aldrei gera upp
eldhús rétt fyrir jól!“