Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Page 30
Vikublað 10.–12. desember 201330 Sport Eftirsóttir stórlaxar n Félagaskiptaglugginn er ótútreiknanlegur n Tíu leikmenn sem gætu skipt um lið í janúar Sergio Agüero Aldur: 25 ára Þjóð: Argentína Orðaður við: Real Madrid, Barcelona n Þessi knái framherji hefur skorað 12 mörk í 14 deildarleikjum á tímabilinu og 18 mörk í öllum keppnum. Aðeins Luis Suárez hefur skorað meira í deildinni. Agüero er algjör lyk- ilmaður í liði City og það yrði mikil blóðtaka fyrir liðið ef hann færi frá félaginu í janúar. Manchester Evening News hefur sagt að áhugi sé fyrir því að leikmaðurinn fari til Spánar í skiptum fyrir Isco. Þá hefur Sky Sports orðað leikmanninn við Barcelona. Agüero virðist þó sjálfur vilja vera áfram hjá City. Edinson Cavani Aldur: 26 ára Þjóð: Úrúgvæ Orðaður við: Arsenal, Barcelona, Real Madrid n Cavani hefur verið mjög góður á tímabil- inu og skorað 10 mörk í 14 leikjum fyrir stjörnum prýtt lið Paris Saint-Germain, þar sem hann leikur ásamt Zlatan Ibrahimovic. Express gerir því skóna að Arsenal ætli sér að berjast við Spánarrisana tvo um þjónustu leikmannsins. Cavani ku vera óá- nægður með að vera númer tvö í goggunar- röðinni, á eftir Zlatan. Það er ljóst að Cavani er eftirsóttur leikmaður en það sem gæti ráðið úrslitum, kjósi hann að færa sig um set, er sú upphæð sem félögin eru tilbúin að borga honum í laun. Radamel Falcao Aldur: 27 ára Þjóð: Kolumbía Orðaður við: Real Madrid, Manchester United, Chelsea n Falcao hefur aðeins leikið í búningi Monaco í nokkra mánuði. Þegar hafa komist á kreik sögusagnir um að hann vilji komast annað. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu hefur verið í hálfu starfi við að vísa á bug orðrómi um að hann sé á förum. Mirror hefur leitt að því líkur að leikmaðurinn kunni að vera á leið til Stamford Bridge að láni í janúar – áður en samið verði við hann í sumar. Þá hefur Daily Mail greint frá því að Manchester United og Real Madrid renni hýru auga til leikmannsins. Félagaskipti hans í janúar kæmu á óvart. Marco Reus Aldur: 24 ára Þjóð: Þýskaland Orðaður við: Manchester United n Dortmund greindi frá því nýlega að Reus væri eini byrjunarliðsmaðurinn sem væri með samningsákvæði um að ef annað félag bjóði tiltekna upphæð í leikmann- inn, megi hann fara. Verðið er þó um 30 milljónir punda, að sögn. Miðjumaðurinn er þess vegna sagður á óskalista nokkurra af stærstu liðunum í Evrópu. Reus hefur skorað 11 mörk og lagt upp 10 í öllum keppnum í vetur. Times bendlar hann við Manchester United í skiptum fyrir Shinji Kagawa. United vantar skapandi miðjumann. Reus gæti verið tilvalinn í þá stöðu. Ramires Aldur: 26 ára Þjóð: Brasilía Orðaður við: Barcelona n ESPN greinir frá því að Barcelona renni hýru auga til Brasilíu- mannsins auk þess sem Express hefur sagt að Real Madrid hafi sýnt áhuga. Ramires er einn fárra fastamanna í liði Chelsea og það kæmi þess vegna mjög á óvart ef hann færði sig um set. Ef til vill vill Real Madrid sýna José Mourinho mátt sinn með því að vængstýfa lið hans. Brotthvarf Ramires myndi skilja eftir stórt skarð á miðjunni hjá Chelsea. Ramires hefur sjálfur dregið úr sögusögnum þess efnis að hann sé á förum frá London. Diego Forlán Aldur: 34 ára Þjóð: Úrúgvæ Orðaður við: West Ham n Þessi magnaði framherji sem í dag spilar með Internacional í Brasilíu hefur verið orðaður við West Ham að undanförnu. Breska blaðið Mirror greindi frá þessu á dögunum. West Ham þarf sárlega á reynslu- miklum framherja að halda og gæti Forlán eflaust reynst liðinu frábærlega. Þó að farið sé að síga á seinni hlutann á ferli Forláns hefur hann skorað 16 mörk í 21 leik með Internacional á þessu ári. Sem kunnugt er lék Forlán um tíma með Manchester United þar sem hann átti erfitt uppdráttar. Mario Balotelli Aldur: 23 ára Þjóð: Ítalía Orðaður við: Chelsea n Það kemur kannski örlítið á óvart að Balotelli sé orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina. Balotelli yfirgaf Manchester City í janúar í fyrra og gekk í raðir Milan. Óhætt er að segja að vera hans í Englandi hafi ekki verið neinn dans á rósum en þó stóð hann sig ágætlega á köflum. Daily Mail greindi frá því á dögunum að Balotelli gæti yfirgefið Milan-liðið og var Chelsea nefnt sem mögulegur áfangastað- ur. Chelsea þarf á alvöru framherja að halda enda hafa þeir Fernando Torres, Samuel Eto'o og Demba Ba ekki beint verið í fluggír að undanförnu. Alexandre Pato Aldur: 24 ára Þjóð: Brasilía Orðaður við: Arsenal og Tottenham n Arsenal þarf á framherja að halda enda er Olivier Giroud sá eini hjá félaginu í hæsta gæðaflokki. Pato sló í gegn sem ungur strákur hjá Milan en hann fór til Brasilíu í janúar síðastliðnum eftir nokkur mögur ár, meðal annars vegna meiðsla. Daily Star greindi frá því á dögunum að nokkur félög hafi áhuga á Pato, þar á meðal Tottenham sem bar víurnar í hann í sumar. Pato hefur skorað 17 mörk í 56 leikjum fyrir Corinthians á þessu ári og miðað við gengi hans undan- farin ár gæti ákveðin áhætta verið fólgin í því að kaupa leikmanninn. Luis Suárez Aldur: 26 Þjóð: Úrúgvæ Orðaður við: Real Madrid n Suárez hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og líklega aðeins Real Madrid sem hefur efni á að kaupa hann. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær stórt tilboð berst í Suárez. Afar ólíklegt þykir að Liverpool vilji selja þennan ómótstæðilega leikmann þar sem liðið er í harðri baráttu um Meistara- deildarsæti. En ótrúlegri hlutir hafa gerst og forráðamenn Real Madrid virðast alltaf fá það sem þeir vilja. Kaupin á Cristiano Ronaldo og Gareth Bale sýna það og sanna. Hvort af mögulegu tilboði verður í janúar skal þó ósagt látið. Robert Lewandowski Aldur: 25 Þjóð: Pólland Orðaður við: Chelsea og FC Bayern n Pólverjinn hefur verið ómetanlegur fyrir Borussia Dortmund undanfarin misseri en samningur hans rennur út næsta sumar. Sjálfur hefur Lewandowski gefið til kynna að hann muni yfirgefa Dortmund og því þarf félagið að selja hann strax í janúar ef það ætlar sér að fá eitthvað fyrir hann. Forráða- menn Chelsea eru sagðir fylgjast með gangi mála með það fyrir augum að fá hann strax í janúar en auk þess hefur FC Bayern áhuga á þessum magnaða leikmanni sem hefur skorað 15 mörk í 22 leikjum á tímabilinu. baldur@dv.is / einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.