Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 32
Vikublað 10.–12. desember 201332 Menning
Huggulegur
jóla-Bubbi
É
g vissi ekki við hverju ætti að
búast þegar ég fékk nýja jóla-
plötu Bubba Morthens, Æsku
minnar jól, í hendurnar. Plat-
an saman stendur af tíu
frumsömdum lögum auk þess sem
Bubbi spreytir sig á Hátíð í bæ. Plat-
an kom mér skemmtilega á óvart
þó hún sé kannski jafn klofin og
upplifun mín af henni.
Það er ekki auðvelt verkefni að
frumsemja jólalög og leggja inn í
sömu gömlu klisjuhringekju jóla-
laga sem rúlla sinn stutta hring fyrir
hver jól. Það má eiginlega segja að
Bubbi hafi farið ákveðinn milliveg.
Samið jólaplötu sem maður upplif-
ir kannski ekki sem jólaplötu nema
sá gállinn sé á manni. Það er eilítið
skrýtið að dæma jólaplötu og vita
samt ekki hvar maður á að stað-
setja hana.
Mér finnst Bubba takast best
upp í rólegu og eilítið hátíðlegri
lögum plötunnar. Í þeim snart
hann einhvern tilfinningastreng
hjá meyrum hlustanda. Ég fékk
t.a.m. gæsahúð þegar ég heyrði
Gleðileg jól í fyrsta skipti. Í félagi
við lögin Ljós og fagur og Logn og
kyrrð eru það lögin sem standa upp
úr fyrir mér. Hlý og falleg lög.
Við fyrsta rennsli veitir maður
því strax athygli hversu mikill
bræðingur áhrifa úr öllum áttum
er í gangi á plötunni. Það er engin
ein lína sem lögð er í gegnum hana
en þessi fjölbreytileiki þarf ekki að
vera af hinu slæma, þó Bubbi rokki
úr hugljúfum kassagítar og strengj-
um yfir í uppsveiflu stórhljóm-
sveitarfílings milli laga.
Lögin Snjór og Gjöfin í ár
(Pakkakvíði), fanga ágætlega ein-
hverja fyrirjólastemmingu. Lög
sem gætu hljómað í bakgrunninum
meðan keyrt er út jólakortum á að-
fangadagsmorgun eða meðan
lokahönd er lögð á gjafakaup þann
23. desember. Lagið Gleym mér
ei er þjóðlegt og grípandi þó ekk-
ert sérstaklega jólalegt sem slíkt og
gæti búið á hefðbundinni Bubba-
plötu.
Ég minnist þín er óður Bubba
til móður sinnar sálugrar. Textinn
er tregafullur, einlægur og falleg
minning þó manni finnist hann
kannski ekki endilega passa við áð-
urnefnda uppsveiflu í laginu sjálfu.
Allur hljóðfæraleikur er vand-
aður eins og við má búast en sér-
staklega ber að hrósa hversu vel út-
færðir strengirnir eru á plötunni.
Hvorki yfirdrifnir né tilgerðarlegir
og líkt og kórútsetningarnar gefa
þeir hátíðlegan blæ þar sem við á.
Þó það sé kannski aukaatriði þá
verð ég nefna hversu billegt um-
slag plötunnar er. Falleg forsíðu-
mynd, líklega af Bubba sjálfum í
æsku, líður fyrir metnaðarlaust
umbrot og frágang á kreppulegu
umslaginu. Þá sakna ég þess að fá
ekki einu sinni textabækling. Og
ef ég hefði átt að ráðleggja Bubba
þá hefðu minnst tvö lög mátt
missa sín á plötunni. Jóla, jóla-
sveinn og Grýla er hætt að borða
börn. Tökulagið Hátíð í bæ finnst
mér ekki ganga upp og þá er ein-
hver endurvinnslubragur á laginu
Jólarósin þó það sé annars fallegur
óður til Aþenu, dóttur Bubba.
Mín upplifun var sú að ef ég
handlék jólalegt umslagið meðan
ég hlustaði var ég meðvitaður um
að ég væri að hlusta á jólaplötu.
Þegar ég sat í strætó, starði út um
gluggann og hlustaði leið hún
áfram í bakgrunninum án þess að
ég færi í einhverjar sérstakar há-
tíðarstellingar. Það er svolítið háð
þínum eigin aðstæðum og stemm-
ingu hversu mikinn jólafíling þú
upplifir á Æsku minnar jól. Hún er
klofin.
Heilt yfir finnst mér Bubba þó
takast ágætlega upp á plötunni,
það eru enn smá töfrar eftir í kallin-
um þó platan verði seint talin ein af
hans bestu. Hún skilar því sem hún
á að gera. Þetta eru jólalög Bubba,
samin af honum og það ber að taka
þeim samanburðarlaust sem slík-
um. Það er kannski enginn slagari
þarna sem mun toppa vinsælda-
lista en þessi plata má alveg eiga
stað í jólaplötusafni landsmanna
þó ég setji spurningarmerki við
endingartíma hennar. Fyrir þessi
jól er hún hugguleg og á stundum
hrífandi. n
Jólaplata sem er jólaleg eftir atvikum
Æsku minnar jól
Höfundur: Bubbi Morthens
Útgefandi: Sena
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Tónlist
Þægileg plata Bubba
tekst best upp í rólegu
lögunum á jólaplötunni
Æsku minnar jól.
Mynd eyÞór árnaSon Maður, land og skepnur
n Ljósmyndabókin Fjallaland eftir Ragnar Axelsson gefur einstaka sýn á göngur og fjárleitir
R
agnar Axelsson ljósmyndari
hefur löngu komið sér fyrir
inni í sjálfsmynd þjóðarinnar.
Hann hefur um langt árabil
verið sá ljósmyndari sem hef-
ur túlkað íslenska náttúru og baráttu
manna og kvenna við hana með hvað
skýrustum hætti í fréttaljósmyndum
Morgunblaðsins.
Ragnar hefur nú sent frá sér ljós-
myndabókina Fjallaland. Bókin er
afrakstur fjölda ferða í fjárleitir inn á
Landmannaafrétt á meira en 25 ára
tímabili. Ragnar er oftast í slagtogi
með Þórði Guðnasyni frá Þverlæk og
fjallar bókin öðrum þræði um hann.
Bókin er 184 blaðsíður. Crymogea
gefur út.
ólík viðfangsefni
Fjallaland á margt skylt með hinni
mögnuðu bók Veiðimenn norðursins,
sem kom út árið 2010, jafnvel þótt við-
fangsefnið sé harla ólíkt. Skyldleikinn
liggur í nálgun ljósmyndarans, þraut-
seigjunni sem felst í því að koma aft-
ur og aftur að sama viðfangsefninu, ár
eftir ár, að því er virðist með hógvær-
um væntingum. Ragnar hefur í það
minnsta ekki farið sér geyst í að gefa
út bækur.
Hann lýsti því reyndar sjálfur í
viðtali við DV í janúar 2011, hvernig
hann fór aftur og aftur til Grænlands,
aðeins til að svala metnaði sínum við
það að taka góða ljósmynd, eina í
einu. Það hafi ekki verið fyrr en löngu
seinna sem hann hafi áttað sig á sam-
henginu sem finna mátti í myndun-
um. Fæstar þeirra höfðu enda birst
áður. Fjölmiðlar höfðu líka fyrir löngu
misst áhugann á svarthvítri ljós-
myndun.
Mesta ævintýri
Og varlega má því gera ráð fyrir að
bókin Fjallaland hafi orðið til með
svipuðum hætti. Ragnar ferðast með
Þórði vini sínum og samferðamönn-
um hans um hálendið að Fjallabaki
og verður þátttakandi í ævintýrun-
um, kynnist fólkinu, yfirvinnur helstu
hindranir og skrásetur allan tímann
með myndavélinni.
Bókin sjálf er hið mesta ævin-
týri. Í henni má sjá eina og eina eftir-
minnilega fréttamynd ásamt öðrum
myndum sem sumar hverjar láta lítið
yfir sér í fyrstu, en öðlast dýpt í sam-
hengi hlutanna. Myndirnar í bókinni
eru svarthvítar. Ragnar velur í bókina
myndir með dökkblæ sem gefa tilf-
inningu fyrir vályndum haustveðrum
og baráttu manns við land og skepnur.
Bókin er í senn mikilvæg skrásetn-
ing á íslenskum veruleika sem mörg-
um er hulinn ásamt því að vera frá-
bær ljósmyndabók.
Fjallaland
Höfundur: Ragnar Axelsson
Útgefandi: CRYMOGEA
Sigtryggur ari Jóhannsson
sigtryggur@dv.is
Bækur
Belgar í blíðu og stríðu
Myndin er á köflum óþægilega rómantísk
Þ
að er ekki oft sem maður sér
hér belgískar myndir í bíó,
en til allrar hamingju hefur
Bíó Paradís bætt þar úr og
sýnt fram á að Brussel er ekki bara
heimaborg ESB, Nató og barna-
níðinga.
Myndin er á köflum nánast
óþægilega rómantísk, svo minnir
á Bitter Moon Polanskis, og maður
getur ekki annað en hrifist með og
orðið skotinn í söguhetjunum. En
rétt eins og í mynd Polanski end-
ar myndin ekki þar sem allt leikur í
lyndi, heldur fáum við að sjá hvað
gerist síðan.
Í Bitter Moon dofnar ástarbrím-
inn smám saman og við fylgjumst
með því sem gerist þegar sögu-
hetjurnar neita að sætta sig við það.
Hér eru það veikindi barns sem
reyna mjög á sambandið, og eins
og söguhetjan segir, þá hafði hún
varla trú á því að lífið gæti verið jafn
fullkomið og það í fyrstu virtist.
Myndin færist fram og til baka
í tíma, sem er herbragð sem er
vandmeðfarið en virkar hér vel,
maður fær betri tilfinningu fyrir
lífshlaupi fólks þegar hamingj-
an og sorgin eru slitin úr eðli-
legri tímaröð en tengjast samt.
Aðdáun á kántrítónlist er síðan
límið sem heldur öllu saman og
myndin er ljúfsár eins og tónlist-
arstefna þessi, þetta er Walk the
Line venjulega fólksins. Persónur
dást í fyrstu að Bandaríkjunum úr
fjarlægð, en á valdatíma Bush fer
allt til verri vegar og bann hans
gegn frumurannsóknum hefur
bein áhrif á heilsu fjölskyldunn-
ar. Þannig tengist hið stórpólitíska
og hið persónulega á sama hátt og
það gerði í meistaraverki Arcands,
Decline of the American Empire.
The Broken Circle Breakdown
Líparíthryggir Átta mynda röð af líparíthryggjum og jökulvötnum í upphafi
bókarinnar er sérstaklega athyglisverð.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
The Broken
Circle Breakdown
Leikstjóri: Felix van Groeningen
aðalhlutverk: Johan Heldenbergh og Veerle
Baetens
Byggt á leikriti eftir Heldenbergh og Mieke
Dobbels