Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Side 36
Vikublað 10.–12. desember 201336 Fólk
Leikarar
með sítt hár
1 Brad Pitt Hann er dýrkaður og dáður um allan heim og var á
sínum tíma með síða og stórglæsilega
lokka. Í einni af frægustu myndum
sínum, Troju, þar sem Brad brá sér í hlut
verk Akkilesar, skartar kappinn einmitt
þessu síða hári.
2 Chris Hemsworth Í stórmyndunum
um Thor og The Aveng
ers var Chris með
rúmlega axlarsítt,
ljóst hár. Það er engin
furða að hann hafi
slegið í gegn í myndun
um, enda er víkingaútlitið
svo sannarlega í tísku um þessar mundir.
3 Christian Bale Það
skiptir Batman ekki
máli hvort hann er
með stutt eða sítt
hár, alltaf er hann
glæsilegur. Bale tók
víkingaútlitið skrefinu lengra með því
að safna myndarlegu alskeggi. Hann
hefði þess vegna getað verið uppi á
landnámsöld.
4 Viggo Mortensen
Daninn og Íslands
vinurinn Viggo Morten
sen sló í gegn í hlutverki
Aragorn í Hringadróttins
sögu. Síðir, dökkir lokkar hans bræddu
hugi og hjörtu aðdáenda myndarinnar.
5 Ashton Kutcher
Ashton Kutcher
er duglegur að
breyta hárgreiðslu
sinni. Hann hefur
tekið upp á mörgu og á
tímabili var hann með axlarsítt hár. Það
þótti heppnast ágætlega og er hann af
mörgum talinn einn sá myndarlegasti í
Hollywood.
topp 5
Drottning
dulargervanna
Hvar er
Lady
Gaga?
Stundum
hylur hún
sig alveg.
Fáklædd
Hress á brjósta
haldaranum.
Lady Gaga er skrautlegt í klæðaburði
Skrautleg Málmbrjóstahaldari er eitthvað sem ekki allir myndu klæðast.
Þ
að er óhætt að segja að fáir
komist með tærnar þar sem
Lady Gaga hefur hælana
þegar kemur að skrautlegum
klæðaburði. Ímynd söngkon-
unnar byggist að miklu leyti upp á
skemmtilega furðulegum búningum
hennar og það er aldrei að vita hverju
hún klæðist næst. Hún er svo sannar-
lega drottning dulargervanna eins og
sést á meðfylgjandi myndum. n
viktoria@dv.is
Hvað er þetta? Lady Gaga
ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur.
Blómleg Maður getur víst alltaf á sig
blómum bætt.
Frumlegt? Þetta er allavega dálítið
sérstakt dress.
Amanda komin úr meðferð
Leikkonan unga stefnir á nám í tískuhönnun
A
manda Bynes hefur lokið
fjögurra mánaða vist á
meðferðarheimili vegna
áfengis- og lyfjafíknar sinn-
ar. Hún er flutt til foreldra sinna
þar sem meðferðinni verður fylgt
eftir. Amanda var komin á enda-
stöð í neyslu og fékk alvarlegt
taugaáfall á árinu. Hún var skilyrt
af dómara í meðferð og svo virðist
sem staða hennar hafi batnað um-
talsvert. Amanda var títt í fréttum
helstu slúðurmiðla vegna undar-
legrar og hömlulausrar hegðunar
sinnar. Hún var í mikilli neyslu og
geðheilsan beið mikinn skaða af.
Amanda hefur gert áætlanir um
að snúa baki við leiklistar- og tón-
listarferli sínum og stefnir á nám.
TMZ-slúðursíðan greinir frá
því að hún sé skráð í nám í fata-
hönnun og markaðssetningu í
Kaliforníu undir fölsku nafni og
vilji láta reyna á nýtt upphaf.
Amöndu verður fylgt í tíma í
skólanum og heldur áfram í með-
ferðinni utan meðferðarheim-
ilisins fjóra tíma á viku. Heim-
ildarmenn TMZ greina frá því að
Amöndu gangi blessunarlega vel
og það sé ekki langt í að hún geti
orðið virkur og góður samfélags-
þegn á ný, svo fremi að hún haldi
áfram að taka lyfin sín sem koma í
veg fyrir frekara geðrof. n
Erfiðleikunum að ljúka
Amanda Bynes er á réttri leið en
þarf að halda áfram í stífri með
ferð og taka inn geðlyf sem henni
eru nauðsynleg.
Ben lofar ís-
lenska náttúru
Ben Stiller var staddur í spjall-
þætti hjá Ellen DeGeneres fyrir
skömmu þar sem hann bar Ís-
landi og íslenskri þjóð góða
söguna. Ben dvaldist hér á
landi um nokkra hríð við tökur
myndarinnar The Secret Life of
Walter Mitty og auðsýnilega lík-
aði honum vel. Ben segir Ellen
frá stórkostlegri náttúru lands-
ins og hversu mikið ævintýri það
hafi verið að vera við upptökur á
landinu.