Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2013, Qupperneq 37
Vikublað 10.–12. desember 2013 Fólk 37 Páll Óskar og Monika uppgefin Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson stendur yfirleitt í ströngu og þá sérstaklega yfir hátíðarnar. Undanfarið hefur Páll Óskar haldið tónleika ásamt hörpuleikaranum Moniku Abendroth. Á Facebook-síðu Páls má sjá skemmtilega mynd af þeim þar sem þau liggja upp- gefin í kirkju. „Ég og Monika fokking búin á því eftir tónleika gærkvöldsins. Síðustu 10 daga er ég búinn að massa 6 jólatónleika og hef áritað 787 geisladiska á sama tíma. Boxin uppseld af lagern- um. Slurkur eftir í búðum. Merrí poppins krissmass. Páll Óskar,“ skrifaði Páll Óskar við myndina, sem má sjá hér að ofan. Eignaðist dóttur Fréttakonan skelegga, María Sigrún Hilmarsdóttir, eignaðist dóttur á laugardaginn. Þetta er annað barn Maríu Sigrúnar og eiginmanns hennar, Péturs Árna Jónssonar, eiganda Viðskipta- blaðsins. Fyrir eiga þau soninn Hilmar Árna sem er rúmlega eins og hálfs árs. Það verður því nóg að gera hjá fjölskyldunni á næstunni með tvö lítil börn á heimilinu. Emilíana ruglaðist og hló Emilíana Torrini hélt tvenna tónleika á föstudagskvöld í Eld- borgarsalnum í Hörpu. Skemmti- legt atvik átti sér stað á fyrri tón- leikunum þegar Emilíana og félagar hennar rugluðust í miðju lagi. Mikið var hlegið að upp- ákomunni og var Emilíana þar fremst í flokki. Eftir hlátrasköllin héldu þau tónleikunum áfram og í lok þeirra söng Emilíana lagið sem misheppnaðist og gerði það með glæsibrag. Emilíana sendi frá sér sína fjórðu plötu, Tookah, í september og hefur lagið Speed of Dark notið mikilla vinsælda á útvarpsstöðvum landsins upp á síðkastið. Þetta var fyrsta plata söngkonunnar í fimm ár. Sigrar á hverjum degi Augu Everts Víglundssonar, þjálfara Biggest Loser, opnuðust gagnvart mikilvægi andlegrar heilsu Þ etta gekk mjög vel,“ segir Evert Víglundsson, einn af eigendum CrossFit Reykja- vík, þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Evert var annar tveggja þjálfara í þáttaröðinni Biggest Loser sem hefur göngu sína á Skjá Einum á nýju ári. „Við vorum mjög ánægð með útkomuna.“ Evert var í hópi stofnanda CrossFit Reykjavík sem uppruna- lega var komið á koppinn í litlum bílskúr í Mosfellsbæ síðla árs 2009. Frá þeim tíma hefur umfjöllun um crossfit á Íslandi aukist til muna og eru sífellt fleiri sem stunda þrauta- hringinn. Fyrirtækið hefur því stækkað ört frá stofnun þess. Í dag er CrossFit Reykjavík með aðstöðu í Faxafeni. Í þeirra höndum Ásamt því að vera einn af eigend- um fyrirtækisins er Evert einnig yfirþjálfari þess og þjálfar fjölda fólks frá morgni til kvölds. Evert þótti því tilvalinn sem þjálfari fyrir keppendurna í Biggest Loser og hélt hann þeim rækilega við efnið meðan á tökum stóð. Nú er hins vegar ábyrgðin þeirra. „Núna eru þau sjálf að vinna úr því sem við kenndum þeim og verða að því fram að lokaþættin- um sem verður í byrjun apríl,“ segir Evert. „Þetta er því núna í þeirra eigin höndum.“ Gera eins vel og þau geta Evert segir að það skipti máli að vera með góðan þjálfara sem get- ur kennt skjólstæðingum sínum hvernig eigi að hugsa um lík- amann, borða og tileinka sér heil- brigðan lífsstíl. Evert segist þó ekki vera vanur að þjálfa fólk sem á í jafn miklum vandræðum með þyngd sína og raun ber vitni. „Nei, ég get ekki sagt að ég sé vanur því,“ segir Evert. „Það eru alltaf þó nokkrir í yfirþyngd sem slæðast inn í þjálfun hjá manni. Ég er búinn að þjálfa fleiri þúsund manns og hjálpa í gegnum grunn- atriðin í crossfit. Þeir sem eru í yfir- þyngd vinna eins og hinir – gera eins vel og þeir geta. Flestir þeirra hafa náð mjög góðum árangri.“ Sálarástandið slæmt Aðspurður hvort það sé erfiðara viðfangs að þjálfa fólk sem er í yfir- þyngd svarar Evert að svo sé ekki. Hins vegar eigi það frekar í vand- ræðum með sjálfstraustið; það er lítið og þau eru jafnvel með brotna sjálfsmynd. „Það sem kom mér mest á óvart var sálarástandið hjá fólki,“ útskýrir Evert. „Það er ekki erf- iðara að þjálfa fólk í yfirþyngd af því að það er þungt. Það hefur ekk- ert með það að gera. Oft og tíðum er sjálfstraustið hrunið og þau eru niðurbrotin. Það er í rauninni oft verið að vinna meira í sálfræði- þættinum en í líkamsrækt.“ Má búast við skemmtun Evert segist hafa lært mikið í mannlegum samskiptum við að taka þetta starf að sér. Það komi til með að gera honum gott. Evert segir að hann hafi fengið sjónar- horn frá hópi fólks sem er á þver- öfugum stað í lífinu en hann sjálf- ur og það hafi orðið þess valdandi að hann hafi opnað augun fyrir andlega þættinum. „Það kom vel í ljós þarna að andlegi þátturinn var mjög brot- hættur,“ segir Evert. En hverju má búast við í þáttun- um Biggest Loser? „Það má búast við mikilli skemmtun,“ segir Evert. „Það verður erfitt að horfa ekki á þessa þætti. Það er svo margt mannlegt í þeim. Fólk opnar sig af því að það er komið á þann stað að það verð- ur að snúa við blaðinu, annars er það þess vegna komið á grafar- bakkann. Það verður mikill sárs- auki og líka mikil gleði. Það eru líka sigrar á hverjum degi.“ n Ingólfur Sigurðsson ingosig@dv.is Öflugt tvíeyki Guðríður Erla Torfa- dóttir þjálfaði einnig keppendum í Biggest Loser. Mynd Sr-photoS.coM Keppendur opinberaðir Biggest Loser birti á Facebook-síðu sinni stiklu úr þáttunum. Mynd SKjáSKot youtubE„Núna eru þau sjálf að vinna úr því sem við kenndum þeim og verða að því fram að lokaþættinum sem verð- ur í byrjun apríl. Fótbolti, föt og fasteignir Magnús Már skipuleggur sig vel til að sinna þremur ólíkum störfum M ér hefur alltaf þótt fast- eignamarkaðurinn spennandi og ákvað því að slá til,“ sagði Magnús Már Lúðvíksson, knattspyrnu- og athafnamaður, í samtali við DV. Magnús hóf störf sem sölufulltrúi hjá RE/MAX Lind í Kópavogi ný- verið og líkar vel. Ásamt nýja starfinu er Magnús annar tveggja eigenda fatabúðar- innar Suzie Q við Ingólfsstræti en hann opnaði búðina fyrir tæpum tveimur árum ásamt kærustu sinni, Guðlaugu Elísu Einars- dóttur. 264 manns hafa lýst dálæti sínu á fasteignasíðu Magnúsar á Facebook sem var stofnuð fyrir skömmu. Magnús er kunnur knattspyrnu- maður en hann sló í gegn hjá KR sumarið 2011 og var lykilmaður í liðinu sem tryggði sér bæði Ís- lands- og bikarmeistaratitilinn. Í fyrravetur söðlaði Magnús um og gekk til liðs við erkifjendur sína í Val. Magnús er hvergi banginn þrátt fyrir að hafa í mörg horn að líta. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Magnús. „Maður verður bara að skipuleggja sig vel. Konan mín sér að mestu leyti um Suzie Q, en ég reyni að hjálpa til eins og ég get,“ bætir Magnús við, en hann sló rækilega í gegn á Hlíðarenda í sumar. n Knattspyrnumaður selur fasteignir Magnús Már lék vel í liði Vals í sumar. Mynd FótboltI.nEt Gengur vel Magnúsi líkar lífið í nýju starfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.