Fréttablaðið - 08.01.2016, Side 10

Fréttablaðið - 08.01.2016, Side 10
Maður hefði kannski átt að hafa varann á þegar Norðmenn eiga í hlut! Föstudagsviðtalið Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Ég er búinn að vera ríkislög-reglustjóri í átján ár. Á ferl-inum hef ég ekki upplifað mörg spillingarmál. Það eru örfá mál þar sem lög- reglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns emb- ættis,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Í síðustu viku var reyndur lög- reglumaður færður í gæsluvarð- hald vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar í yfir áratug. Haraldur segir slík mál afar sjaldgæf. „Í það heila má segja að lögreglu- menn séu eins og íslenska þjóðin, heiðarlegt fólk. Ef það koma upp mál þar sem lögreglumenn hafa farið út af sporinu þá líður lögreglan mest fyrir það. Ég held ég geti talað fyrir alla lögreglumenn í landinu, lögreglan sjálf vill að öll hennar starfsemi sé algörlega yfir allan vafa hafin í þeim efnum. Það hafa komið upp á síðustu kannski 10 árum örfá mál. Það eru undantekningar.“ Eru ekki fleiri mál sem komast ekki upp á yfirborðið einmitt vegna skorts á innra eftirliti? „Þetta er eðlileg spurning. Hvort lögreglan sé svo gegnsýrð af spillingu og þess vegna komist þau ekki upp. Nei, það er alls ekki svo. Það sem ég vil segja í þessu máli, sem þið ræðið um hér, er að við skulum varast að nota orð eins og spillingarmál, mútumál og því um líkt. Við skulum fyrst anda með nefinu og sjá hvað rannsókn mála leiðir í ljós áður en við förum að gefa okkur niðurstöður. Það ber að fara mjög varlega. Hins vegar þá leiðir þetta hugann að því hvaða varnagla við getum sett, hið opin- bera, varðandi starfsemi lögreglu.“ Sérstakt eftirlit með lögreglu Haraldur segir fyrirkomulagið núna vera að lögreglustjórarnir sjálfir, níu talsins, hafi eftirlit með sinni starfsemi. ,,Síðan er innan hvers lögregluliðs óformlegt innra eftirlit með starfseminni. Svo eru ríkisstofnanir sem fylgjast með, Umboðsmaður Alþingis, kærunefnd jafnréttismála, dómstólarnir, ráðu- neytin, ríkissaksóknari og Alþingi. Þetta eru þeir sem eiga, geta og mega hafa eftirlit með störfum lög- reglu. Það sem maður hlýtur samt að velta fyrir sér er hvort það sé hægt að fara eitthvað lengra með þessa hugsun,“ útskýrir Haraldur. Hann segist vel geta hugsað sér að útfæra þetta eftirlitshlutverk í stærra mengi. „Ég er að tala um sérstakan aðila sem hefði beinlínis þetta hlutverk, að fylgjast með því að lögreglan væri að starfa með rétt- um hætti, hvort hún sé að fara rétt með upplýsingar og málaskráakerfi. Ef þetta fyrirkomulag væri uppi myndi það auka traust á starfsemi lögreglunnar. Þá er ekki svo auðvelt að búa til mýtur um að lögreglan sé ekki að gera eitthvað sem hún ætti að vera gera.“ Er breytinga að vænta í þessum málum? ,,Ég held að það sé alveg tímabært að taka umræðuna, velta þessu fyrir sér af fullri alvöru. Það kallar á lagabreytingar sem þyrftu að koma frá Alþingi.“ Píratar hafa lagt fram þingsálykt- un um þetta tiltekna mál. „Lög- reglan hefur tekið þessari hugmynd opnum örmum og kallað eftir því.“ Taldi byssurnar vera gjöf Mikið hefur verið rætt um vopna- væðingu íslensku lögreglunnar. „Í grunninn er íslenska lögreglan óvopnuð og vill hafa það þann- ig. Flestir íslenskir lögreglumenn vilja vera óvopnaðir við störf sín og þegar ég tala um vopn þá er ég að tala um byssur. Lögreglumenn eru með ákveðin vopn í dag, kylfu og meisbrúsa en þarna erum við að tala um byssur. Það sem við höfum verið að benda á er að það þurfi að endur- nýja þau vopn sem lögreglan á fyrir. Lögreglan á ógrynni af skotvopnum. Sá búnaður er úreltur, ónýtur og nýtist ekki. Þess vegna töldum við á sínum tíma að það væri ágætt að þiggja gjöf frá Norðmönnum. Sem við töldum gjöf en síðar kom í ljós að Norðmenn töldu að væri eitt- hvað annað,“ segir hann. Haraldur vísar í mál sem vakti tölu- verða athygli árið 2014 þegar sagt var frá því að íslenska lögreglan hefði fengið 150 hríðskotabyssur að gjöf frá Norðmönnum. Fljótlega kom í ljós að byssurnar voru ekki gjöf heldur átti að greiða fyrir þær. Skotvopn lögreglu úrelt „Mér voru boð borin um að hér hefði verið einhver yfirhershöfð- ingi Norðmanna staddur á Kefla- víkurflugvelli. Hann heitir Harald Sunde og hafði gefið þá yfirlýsingu á Keflavíkurflugvelli að hann gæti gefið íslenskum lögregluyfirvöld- um vopn. Síðan var spurt hvort við myndum þiggja þetta og svarið var já, okkur skildist að þetta væri okkur að kostnaðarlausu. Enda er það yfirleitt þannig að ef þú gefur einhverjum eitthvað þá þarf hann ekki að borga fyrir það, en maður hefði kannski átt að hafa varann á þegar Norðmenn eiga í hlut!“ útskýrir hann. „Svona byrjaði þetta. Svo vindur þetta upp á sig og endar með því að við skilum vopnunum. Vopnaburð- ur, vopnakaup eða gjafir eru ekkert leyndarmál. En þetta mál var orðið að miklu fjölmiðlafári. Ég var kall- aður fyrir Alþingi þar sem ég lýsti því hvernig þetta bar að, sagði frá því að þessi vopn hefðu verið gjöf frá Norðmönnum. Ég stóð og stend enn í þeirri trú að svo hafi verið. Eftir að ég hafði verið í þinginu þennan dag fór ég í viðtal þar sem ég ræddi um þessa gjöf í góðri trú. Þá hafði forstjóri Landhelgigæslunnar samband við mig og sagði mér frá því að það lægi fyrir samningur milli LHG og norskra yfirvalda um þessi vopn. Það kom mér mikið Viljum að starfið sé hafið yfir allan vafa Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann vill setja upp sérstakt eftirlit með störfum lögreglu og segir samskiptavanda lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hugsanlega hafa að gera með að Sigríður Björk situr í karllægu embætti. ↣ 8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 1 8 -1 0 D 8 1 8 1 8 -0 F 9 C 1 8 1 8 -0 E 6 0 1 8 1 8 -0 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.