Fréttablaðið - 08.01.2016, Qupperneq 16
Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrver-
andi stjórnarformanni Kaupþings, var
leikin undir sprelli í áramótaskaupinu
gefur tilefni til að staldra við og hug-
leiða á hvaða vegferð við erum í upp-
gjöri okkar við fall einkabankanna
haustið 2008.
Nú um áramót hafði Sérstakur sak-
sóknari sent samtals 50 mál tengd
falli bankanna í ákærumeðferð. Enn
eru um sex mál til rannsóknar. Þegar
hefur verið ákært í 28 málum og því
bíða önnur 28 mál ákærumeðferðar.
Telji einhver að nú fari að sjá fyrir
endann á svokölluðum hrunmálum
fyrir dómstólum er það rangt, við
erum rétt að byrja – um tvö mál af
hverjum þremur eru eftir.
Þegar hafa 17 bankamenn hlotið
fangelsisdóma vegna starfa sinna en
út frá þeim málum, sem eiga eftir að
fara fyrir dómstóla, má ætla að yfir 40
bankamenn muni hljóta fangelsis-
dóma. Líklegt er að síðustu dómarnir
falli árin 2019-2020 og síðustu afplán-
unum ljúki árið 2024, en þá verða
15-16 ár liðin frá falli bankanna.
Hinir dæmdu eru, utan einnar
konu, fjölskyldumenn, karlmenn
sem flestir eru fæddir á árunum 1966
til 1976. Margir þeirra voru afburða-
námsmenn og sammerkt er með þeim
öllum að þeir voru með hreina saka-
skrá þegar meint brot voru framin,
flest sömu dagana haustið 2008. Að
því best er vitað hafa þeir heldur ekki
brotið af sér þau átta ár sem eru liðin
frá hruni.
Bankastjórar bankanna dæmdir
Bankastjórar allra viðskiptabankanna
(Kaupþings, Landsbanka, Glitnis, og
MP banka) hafa verið dæmdir í fang-
elsi, að undanskildum Halldóri J.
Kristjánssyni, bankastjóra Landsbank-
ans og fyrrverandi ráðuneytisstjóra,
sem hefur sloppið við allar ákærur.
Meðbankastjóri Halldórs, hinn
margákærði Sigurjón Þ. Árnason,
hlaut hins vegar nýverið fangelsisdóm
í Hæstarétti fyrir að hafa í störfum
sínum brotið ótilgreindar óskráðar
reglur. Slíkt dómsorð á að vekja ugg
á meðal réttsýnna manna enda sýnir
sagan glögglega að fátt er um varnir
þegar vilji er til að dæma fólk í fangelsi
eftir óskráðum reglum.
Eftir átta ára rannsóknir fæst ekki
Lágkúruleg grimmd
séð að neinn grunur sé um að hinir
ákærðu og dæmdu bankamenn hafi
skotið undan fjármunum. Ákærurnar
og dómarnir hafa flestir snúið að
umboðssvikum. Það lagaákvæði, sem
tekið er inn í íslensk lög úr dönskum
lögum, er gamalt og hefur eftir banka-
hrunið verið túlkað með miklum mun
rýmri hætti af íslenskum dómstólum
heldur en þekkist í danskri réttarfram-
kvæmd. Fullyrða danskir lögspeking-
ar, meðal annars Erik Werlauff, sem er
höfundur kennslubóka sem íslenskir
laganemar lesa, að samskonar dómar
yfir bankamönnum væru óhugsandi í
Danmörku.
Einstætt uppgjör á heimsvísu
Uppgjörið hér á landi við banka-
mennina er einstætt á heimsvísu.
Engin önnur þjóð tók jafn hart
eða jafn grimmilega á eftirmálum
alþjóðlegu fjármálakreppunnar
og Íslendingar. Dagskipunin hér
var þessi: „Við reynum að hundelta
þessa gaura [bankamennina],“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra í útvarpsviðtali 8. apríl 2011 og
eftir handtökur bankamanna sagði
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra á blaðamannafundi 7. maí 2010,
að þær væru „stór liður í því að við
getum náð sáttum í þessu samfélagi …“
Í Danmörku, þar sem einkabankar
féllu líka, hafa tveir bankastjórar
hlotið smávægilega dóma. Fáeinir
forsvarsmenn bresku bankanna, sem
þurfti að bjarga með gríðarlegum
tilkostnaði, fengu sektir og atvinnu-
bönn. Í Bandaríkjunum hefur einkum
sektum verið beitt, enda er almennt
mat fræðimanna nú að ekki sé hægt
að kenna einstaklingum um lánsfjár-
kreppuna, sem þó átti upptök sín þar
í landi, heldur hafi verið um kerfis-
lægan vanda að ræða.
Skipulögð aðför?
Sammerkt er með þessum dæmdu
einstaklingum, og eflaust þeim sem á
eftir að dæma, að þeir telja sig ekkert
rangt hafa gert í störfum sínum hjá
bönkunum.
Engum ætti að koma á óvart að
þessi hópur muni ekki sætta sig við
þessa fangelsisdóma og meðferðina
sem hann hefur fengið innan réttar-
kerfisins. Í raun hljóta þeir einnig, sem
hópur, að komast að þeirri einu rök-
réttu niðurstöðu að þeir séu fórnar-
lömb skipulegrar aðfarar.
Ef til vill hefur stemningin í réttar-
kerfinu verið svipaðs eðlis og hjá
spaugurum Ríkissjónvarpsins í Efsta-
leiti, enda „megum við ekki gleyma
því að dómstólarnir eru sprottnir upp
úr okkar eigin samfélagi og eiga að
endurspegla viðhorf okkar til málefna
líðandi stundar,“ eins og Símon Sig-
valdason, formaður dómstólaráðs og
héraðsdómari í Reykjavík, orðaði það
nýlega í útvarpsviðtali. Þessi ummæli
ættu að öllu jöfnu að hringja viðvör-
unarbjöllum en fanga í raun einkar vel
þá stemningu sem hér hefur ríkt.
Jónas
Sigurgeirsson
fyrrverandi
bankamaður
Engum ætti að koma á óvart
að þessi hópur muni ekki
sætta sig við þessa fangelsis-
dóma og meðferðina sem
hann hefur fengið innan
réttarkerfisins.
Um áramótin veitti Viðskipta-blað Fréttablaðsins verðlaun fyrir viðskiptaafrek liðins árs
og að sama skapi voru tilnefnd verstu
viðskipti ársins.
Ríkisstjórnin fékk hin jákvæðu
verðlaun fyrir samkomulag við kröfu-
hafa þrotabúa bankanna en Arion
banki og Síminn ehf. skammarút-
nefningu fyrir sölu á hlutabréfum í
Símanum þar sem bæði bankinn og
Síminn féllu á siðgæðisprófi.
Hin fyrri verðlaun læt ég að sinni
liggja á milli hluta að öðru leyti en
því að áhöld þykja mér vera um það
hvort ekki hefði verið nær að sæma
hrægammana verðlaunum fyrir hag-
stæðustu viðskipti ársins fremur en
ríkisstjórnina.
Það er hins vegar skammarútnefn-
ingin sem ég staðnæmist við. Í stað
þess að Arion banki léti hlutabréf sín
á opinn markað var byrjað á því, að
hætti 2007, að heimila nákomnum
og vildarvinum að komast yfir bréf
á lægra verði en sýnt var að öðrum
myndi bjóðast á markaði. Sú varð og
raunin. Á opnum markaði var gengið
orðið hærra og þar með virði bréf-
anna. Hinir nákomnu þurfa ekki lengi
að sitja á feng sínum því fljótlega geta
þeir selt á markaði og hagnast vel.
Dæmafá óskammfeilni
Af Símans hálfu vakti athygli að
stjórnendur þar á bæ voru í hópi
kaupenda. Þar ber ekki síst að horfa til
stjórnenda Mílu, sem á að vera fyrir-
tæki aðskilið Símanum þótt hann sé
undir sömu regnhlíf. Með sölunni
var Síminn hins vegar nú kominn að
hluta til í persónulega eign stjórn-
enda Mílu! Þessu var að vísu snúið
til baka enda dæmafá óskammfeilni.
Eftir stendur að í fjárfestingahópi í
kringum forstjóra Símans högnuðust
menn persónulega á braskinu.
Fjármálaráðherra lýsti því opin-
berlega að hann teldi þessa sölu hafa
verið „klúður“ og einn dómnefndar-
maður Viðskiptablaðsins spurði
„hvort hægt væri að klúðra málum
meira“. Og bætti við, að „helstu leik-
endur virðast ætla að sleppa vel frá
þessum ótrúlega gjörningi en líklega
verður einhver skúringakonan rekin
enda verður alltaf einhver að axla
ábyrgð.“
Spurning er hvort hugtakið klúður
sé ekki heldur kurteist hugtak yfir
þetta ferli sem fyrst og fremst skrifast
náttúrlega á Arion banka sem stjórn-
aði sölunni.
En fram hjá ábyrgð stjórnenda Sím-
ans verður ekki litið og þar með eig-
enda hans. Lífeyrissjóðirnir eru lang-
stærstu eigendur Símans og fara þar
með vald sem lögbundinn sparnaðar
launafólks hefur fært þeim í hendur.
Ekki hef ég orðið var við að stjórn
Símans hafi verið krafin sagna um
þetta mál. Enda ekki skúringakona.
Hitt þykir mér sýnt að lífeyris-
sjóðirnir þurfa að taka upp gagnrýna
umræðu um hvernig farið er með það
vald sem eitt hundrað milljarða fjár-
festingargeta á ári veitir.
Almennt tel ég að lífeyrissjóðirnir
hafi farið vel með vald sitt. En er svo
í öllum tilvikum? Þetta mál þyrfti að
verða tilefni til gagnrýninnar umræðu
um það hvort svo er. Þeir sem vilja líf-
eyrissjóðunum vel hljóta að verða
hvatamenn að slíkri umræðu.
Hvað segja eigendur Símans
um skammarverðlaunin?
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður
En fram hjá ábyrgð stjórn-
enda Símans verður ekki litið
og þar með eigenda hans. Líf-
eyrissjóðirnir eru langstærstu
eigendur Símans og fara þar
með vald sem lögbundinn
sparnaðar launafólks hefur
fært þeim í hendur.
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum
og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi
í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.
l Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til
að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja
l Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi
og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein
l Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns
undir leiðsögn ábyrgðarmanna
l Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna
l Úthlutun mun liggja fyrir í mars/apríl 2016
Hverjir geta sótt um?
l Háskólanemar í grunn- og meistaranámi
l Sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema
í sumarvinnu við rannsóknir
Umsóknir eru rafrænar og skal sækja um á www.rannis.is.
Þar er jafnframt að finna reglur og leiðbeiningar varðandi sjóðinn.
Nánari upplýsingar veitir Ægir Þór Þórsson,
aegir.thor.thorsson@rannis.is,
sími 515 5819.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Nýsköpunarsjóður námsmanna
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2016 kl.16.00
Sumarvinna við
sjálfstæðar rannsóknir
8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r16 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
1
8
-1
F
A
8
1
8
1
8
-1
E
6
C
1
8
1
8
-1
D
3
0
1
8
1
8
-1
B
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K