Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.01.2016, Blaðsíða 18
Í dag 19.00 KR - Stjarnan Sport 3 19.45 Exeter - Liverpool Sport 22.00 Körfuboltakvöld Sport 00.00 NBA: Wizards-Raptors Sport Domino’s-deild karla: 18.30 Höttur - Njarðvík Egilsstaðir 19.15 KR - Stjarnan DHL-höllin Munaði saMtals 9 stiguM í síðustu þreMur leikjuM kr og stjarnan mætast í kvöld í lokaleik 12. umferðar Domino’s- deildar karla í körfubolta en stjarnan vann kr einmitt í fyrstu umferðinni. stjörnumenn unnu tvo af þremur leikjum liðanna á árinu 2015 en hinn sigurinn kom í sjálfum bikarúrslitaleiknum. það munaði bara samtals 9 stigum á liðunum í þessum þremur leikjum og það má því búast við mjög spenn- andi leik í Vestur- bænum í kvöld en hann verður sýndur beint á stöð2 sport 3. Nýjast Fótbolti Viðburðaríkt ár hjá íslenska karlalandsliðinu hefst með þremur æfingaleikjum í janúar en í gær var tilkynnt hvern- ig hóparnir eru að stærstum hluta skipaðir fyrir leikina tvo. ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er liðið aðeins skipað leik- mönnum liða sem nú eru í fríi. því koma leikmenn landsliðsins frá liðum á norðurlöndunum, rúss- landi og kína. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara íslands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær og meðal þess sem hann ræddi var hversu annasamt ár er fram undan – það umsvifamesta í sögu íslenska karlalandsliðsins. „Vinnan er þegar hafin og við verðum að gæta þess að einbeita okkur strax að því hvernig við vilj- um haga öllum okkar undirbún- ingi fyrir eM,“ sagði Heimir í sam- tali við Fréttablaðið eftir fundinn í gær. „en það má svo ekki heldur gleyma því að strax í haust taka við fjórir leikir í undankeppni HM 2018. það er helmingur allra leikja í þeirri undan keppni. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir eM.“ Forsetaframbjóðandi á EM Á fundinum í gær kom fram að 21 starfsmaður mun starfa í kringum íslenska liðið á eM í Frakklandi en á fundinum í gær var tilkynnt hverjir muni fylgja leikmönnunum 23 sem spila fyrir hönd þjóðarinn- ar á mótinu í sumar. Heimir segir að íslenska starfs- liðið sé helmingi fámennara en það sem fylgi öðrum þjóðum á mótinu. það verði því meira álag á því en gengur og gerist. „það virðist fylgja landsliðinu að allt það fólk sem velst til starfa í kringum það virðist vera duglegra en allir aðrir,“ segir þjálfarinn. „í þessum ferðum vinna allir frá átta á morgnana til miðnættis og það kvartar enginn. þannig verðum við að vinna í svona litlu sambandi eins og ksí.“ Meðal þeirra sem eru í teyminu er þorgrímur þráinsson sem er titl- aður sem „sálfræðingur“ liðsins. Heimir segir að mikilvægi hans í hópnum sé meira en margir telja. „Hann talar við strákana og er góður í því. svo hefur hann mikla reynslu sjálfur sem leikmaður og er ávallt reiðubúinn að hoppa í öll störf hjá okkur,“ segir Heimir. þor- grímur hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti forseta í sumar en kjörið fer fram 25. júní – þremur dögum eftir leik íslands og austur- ríkis í París. „Við erum afar þakklát fyrir að hann vilji taka sér tíma fyrir íslenska landsliðið í öllu hans amstri,“ segir þjálfarinn. Ánægðir með andstæðingana auk æfingaleikjanna þriggja í janúar mun ísland spila tvo leiki í mars og tvo í byrjun júní. aðeins hefur verið tilkynnt að ísland muni mæta grikklandi ytra í lok mars en Heimir segir að það sé nánast frá- gengið hvaða liðum ísland mætir þar fyrir utan. „það er nánast búið að negla þessa leiki niður en ótímabært að greina frá því hvaða lið þetta eru,“ segir Heimir, sem vill að ísland mæti eins sterkum liðum í aðdrag- anda eM og kostur er. „það eru bara góð lið á eM og því viljum við helst mæta slíkum liðum. Við erum mjög ánægðir með þá möguleika sem eru í stöð- unni,“ segir Heimir. eirikur@frettabladid.is Enginn kvartar undan álagi Árið 2016 verður annasamt hjá íslenska karlalandsliðinu og öllum sem því tengjast. Auk þess að spila á sínu fyrsta stórmóti er viðbúið að það muni spila metfjölda leikja á árinu. Það kostar mikla vinnu fyrir KSÍ. Framkonur hoppuðu upp um tvö sæti eftir sigur á Hlíðarenda Fram upp fyrir Val og Hauka og í þriðja sætið Framkonan Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar hér eitt af sex mörkum sínum á móti Val í Valshöllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Eva Björk Hlöðversdóttir hefur misst hana fram hjá sér og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir er aðeins of sein. Framkonan Stein- unn Björnsdóttir fylgist síðan með úr fjarlægð. Framkonur eru tveimur stigum á eftir toppliði Gróttu eftir þennan góða útisigur. FRéttABLAðið/ERNiR Vil vinna endalaust með Lars Ummæli Heimis Hallgrímssonar í viðtali við Áramótablað Viðskiptablaðsins hafa vakið athygli. Þar sagði Heimir að hann væri ekki viss um að hann myndi læra meira af því að starfa með Lars Lagerbäck í tvö ár í viðbót. Heimir útskýrði ummæli sín á blaðamanna- fundinum í gær og gekkst við því að það hafi verið mistök að tala ekki skýrar. „Ég ber mikla virðingu fyrir Lars og hef lært mikið af honum. Það hef ég margsagt. Hann er í raun einn af mínum bestu vinum í dag,“ útskýrði Heimir enn fremur. „Ég myndi vilja vinna endalaust með honum eins og staðan er í dag.“ Heimir minntist á það í viðtalinu að hann væri með samning þess efnis að hann tæki alfarið við sem landsliðsþjálfari eftir EM í sumar. En nú hefur komið til tals að breyta því og að Lars Lagerbäck deili hlutverki landsliðs- þjálfara áfram með Heimi fram yfir HM 2018. „Ef Lars heldur áfram þarf ég eðlilega að setjast niður með mínum yfir- mönnum og fara yfir minn samning. Það var það eina sem ég sagði í þessu viðtali og það er engin kergja eða neitt slíkt sem er að skemma fyrir okkar samstarfi. Við erum allir reiðubúnir að tala saman og komast að niður- stöðu um þessi mál.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur áður sagt að von sé á svari frá Lars Lagerbäck um framtíðina í næsta mánuði. Við verðum að gæta þess að mæta ekki til leiks í haust eins og sprungnar blöðrur eftir EM. Heimir Hallgrímsson A-landslið karla mun að minnsta kosti spila fjórtán landsleiki á þessu ári, sem er nýtt met. Gamla metið er frá 1988 þegar Ísland spilaði alls þrettán leiki. Domino’s-deild karla Keflavík - Þór Þorl. 91-83 Stigahæstir: Earl Brown Jr. 34/11 frák., Valur Orri Valsson 25, Magnús Már Traustason 12, Reggie Dupree 10 - Ragnar Örn Bragason 15, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 frák., Vance Michael Hall 14. tindastóll - ÍR 79-68 Stigahæstir: Jerome Hill 25/12 frák., Darrel Lewis 17, Pétur Birgisson 15/5 stoðs. - Jon- athan Mitchell 26, Sveinbjörn Claessen 18 Snæfell - Haukar 79-65 Stigahæstir: Sherrod Wright 42/21 frák, Austin Magnús Bracey 11 - Kári Jónsson 19, Hjálmar Stefánsson 12, Emil Barja 10. Grindavík - FSu 85-94 Stigahæstir: Þorleifur Ólafsson 22, Ómar Örn Sævarsson 18/14 frák. - Christopher Woods 26/20 frák., Cristopher Caird 21, Ari Gylfason 15. Efst Keflavík 20 KR 18 Þór Þorl. 14 Stjarnan 14 Njarðvík 14 Haukar 14 Neðst Tindastóll 14 Snæfell 10 Grindavík 8 ÍR 8 FSu 6 Höttur 0 Ísland - Portúgal 26-25 Mörk Íslands (Skot): Rúnar Kárason 7 (10), Arnór Atlason 5/3 (7/4), Ólafur Guð- mundsson 4 (6), Arnór Þór Gunnarsson 3 (3), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3), Bjarki Már Elísson 1 (1), Tandri Már Konráðsson 1 (1), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (2), Kári Kristján Kristjánsson 1 (2), Stefán Rafn Sigurmannss. 1 (2), Róbert Aron Hostert (1). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9 (29/2, 31%), Stephen Nielsen 2 (7/1, 29%). Aron Kristjánsson hvíldi lykilmenn í gær. Björgvin Páll Gústavsson, Vignir Svavars- son, Aron Pálmarsson, Ásgeir Örn Hall- grímsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson voru ekki með. Vináttulandsleikur í handbolta olís-deild kvenna Valur - Fram 27-28 Markahæstar: Gerður Arinbjarnar 7, Bryn- dís Elín Wöhler 6, Sigurlaug Rúnarsdóttir 4/1 - Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6/1, Hulda Dagsdóttir 6, Ragnheiður Júlíusdóttir 6/2. Framliðið komst upp fyrir Val og í 3. sæti. 8 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö S t U D a G U r18 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 1 8 -3 3 6 8 1 8 1 8 -3 2 2 C 1 8 1 8 -3 0 F 0 1 8 1 8 -2 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.