Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 22
Fólk| matur
Við í Samtökum grænmetisæta á Íslandi stóðum fyrir Veganúar hér á landi í fyrra en Veganuary hófst á Englandi árið 2014. Við
fundum fyrir mikilli jákvæðni gagnvart þessu og
fjöldi Íslendinga er enn vegan eftir að hafa tekið
þátt í fyrra,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir
en hún og Sigvaldi Ástríðarson standa fyrir Veganú-
ar annað árið í röð, áskorun um að lifa vegan-lífi í
einn mánuð.
„Þetta er skemmtileg áskorun og í byrjun árs er
algengt að fólk vilji prófa eitthvað nýtt,“ segir Sig-
valdi. „Takmarkið er að gera enn betur í ár.“
HVað er Vegan-matargerð?
„Það er bara ein regla í vegan-matargerð: Ekki
nota hráefni úr dýraríkinu. Allt annað er leyfilegt,“
útskýrir Sæunn. „Þrátt fyrir að vegan-lífsstíllinn
snúist að miklu leyti um mat þá snýst grundvallar-
hugmyndafræðin um það að maðurinn hafi ekki til-
kall til þess að hagnýta dýr að nokkru leyti. Margir
gerast því vegan af siðferðisástæðum og einnig
tileinkar fólk sér vegan-lífsstíl vegna umhverfis-
verndarsjónarmiða. Enn aðrir af heilsutengdum
ástæðum. Kostur vegan-matargerðar er hversu
einfalt og fljótlegt er að matreiða úr lifandi hráefni.
Margir tala líka um hversu mikill léttir það sé að
þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af smithættu af
kjöti í eldhúsinu. Réttirnir eru flestir bæði auðmelt-
ir og orkugefandi svo líðan margra breytist til hins
betra. Ég finn hreinlega enga galla við það að elda
vegan-mat, það er meira að segja ódýrara,“ segir
Sæunn og Sigvaldi tekur í sama streng.
„Ég lærði ekki að meta mat fyrr en ég varð græn-
metisæta. Þá fyrst fór ég að njóta mín í eldhúsinu.
Það er merkilegt hvað maður lærir með því að lesa
sér til um innihald þess sem maður neytir. Það
eru til dæmis ekki allir sem vita að ostahleypir í
íslenskum osti inniheldur efni úr slátruðum dýrum
og að hlaupnammi er bragðbætt og lituð blanda af
fitu og beinum úr dýrum. Annars eru gallarnir við
veganisma frekar hugrænir og þá helst í hugum
þeirra sem ekki eru vegan. Það virðist nokkuð al-
gengt að fólk breytist í næringarfræðinga og spyrji
okkur spurninga um mataræðið og næringu sem
það gæti ekki svarað sjálft,“ segir Sigvaldi.
Leiðbeiningar og uppskriftir
Þeir sem ætla sér að taka þátt í áskoruninni og lifa
vegan lífi í einn mánuð geta fundið upplýsingar á
síðunni veganuar.is. Þar er meðal annars að finna
lista yfir íslenska vegan-bloggara, matarplön og upp-
skriftir og upplýsingar um úrval vegan-vara á Íslandi
og vegan-rétti á veitingastöðum.
„Við erum einnig að vinna í að koma vefútgáfu
í loftið. Um miðjan mánuð sýnum við heimildar-
myndina Cowspiracy í Bíói Paradís en hún fjallar um
umhverfisáhrif dýraframleiðslu og mun án efa koma
mörgum á óvart hversu mengandi þessi iðnaður er,“
segir Sæunn. „Þá deila bæði gamalreynt veganfólk og
nýgræðingar fróðleik á Veganúar-snappinu og í lok
átaksins höldum við Pálínuboð þar sem allir þátttak-
endur geta komið með vegan-rétti á hlaðborð.“
Vegan í mánuð
mataræði Átakið Veganúar stendur út janúarmánuð. Það snýst um að lifa
vegan-lífi í einn mánuð og standa Samtök grænmetisæta á Íslandi fyrir því.
Vegan áskorun Sigvaldi Ástríðarson og Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eru í Samtökum grænmetisæta á Íslandi og standa fyrir
Veganúar, áskorun um að lifa vegan-lífi í mánuð. Mynd/SteFÁn
Uppskrift að adUki-valhnetUhakki í
boði hUgmynda að hollUstU –
hUgmyndiradhollUstU.is
1 vorlaukur
2 hvítlauksrif
Handfylli af niðurskornu bok choy eða kínakáli
1 dós af aduki-baunum
1 dl valhnetur
1 msk. tamari-sósa
¼ tsk. laukduft
Smá cayenne-pipar
Setjið valhnetur, tamari-sósu, laukduft og cayenne-pip-
ar í blandara eða matvinnsluvél og púlsið nokkrum sinn-
um svo blandan verði að „hakki“. Ekki mauka alveg. Sett
til hliðar.
Saxið lauk og hvítlauk og mýkið í dálitlu vatni á pönnu.
Bætið við káli og aduki-baunum og hitið í 2-3 mínútur.
Blandið saman við valhnetuhakkið og berið fram með
kasjúostasósu og e.t.v. spagettíi eða salati.
kasjúostasósa:
1 dl kasjúhnetur
½ dl vatn
2 msk. næringarger
1 tsk. laukduft
1 tsk. hvítlauksduft
1-2 msk. lime-safi
Salt
Látið kasjúhneturnar liggja í bleyti í 2-3 tíma. Hellið vatn-
inu af og maukið allt saman í blandara eða matvinnslu-
vél. Bætið við vatni eins og þarf, þetta á að vera eins og
mjög þykk sósa.
aduki-VaLHnetuHakk Mynd/HugMyndIr að HolluStu
Nýjung frá Tónagulli!
Tónlistarnámskeið
fyrir 4-5 ára
á mánudögum 16:30-17:15
Nánari upplýsingar á
www.tonagull.is
Tryggðu þér pláss!
BÖRN+UNGL.
Skapandi dans 3ja ára
Dans og hreyfing 4-5 ára
Dans 7-9 & 10-13 ára
Dans fyrir 14+
Break-dans
Hip hop
MJ Street
Söngleikhús
Afró – börn+foreldri
Tónlistarleikhús
Strákar dansa
K
V
IK
A
Sími 551 5103 · kramhusid.is
Kramhúsið
ORKUSTÖÐ Í MIÐBÆNUM
Ert þú líka á leið í Kramhúsið?
Byrjum 11. janúar 2016
DANS
Afró
Magadans
Bollywood
Contemporary
Kizomba
Beyoncé dansar
Tangó
Balkan
Flamenco
✷
✷
✷
✷
✷
✷
✷
V
V
✷
✷
✷
✷
✷
✷
V
V
V
V
V
✷
✷
✷
✷
✷
✷
✷
ORKA
Yoga
Músíkleikfimi
Pilates
Zumba
Jane Fonda
Herra yoga
Karlaleikfimi
með Sóley
GRÍN, HASAR OG RÓMANTÍK
Á BÍÓSTÖÐINNI
Bíóstöðin er hluti af Skemmtipakkanum þar sem boðið er upp
á kvikmyndir allan sólarhringinn. Með því að greiða 1.990 kr.
aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM.
365.is | Sími 1817
BÍÓSTÖÐ
IN
ER Í SKEM
MTI-
PAKKAN
UM
0
7
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
1
8
-1
A
B
8
1
8
1
8
-1
9
7
C
1
8
1
8
-1
8
4
0
1
8
1
8
-1
7
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
7
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K