Fréttablaðið - 27.01.2015, Page 8

Fréttablaðið - 27.01.2015, Page 8
27. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HYUNDAI i30 CLASSIC Nýskr. 07/12, ekinn 46 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 282398. CHEVROLET CAPTIVA Nýskr. 10/12, ekinn 37 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.890 þús. Rnr. 282389. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is RENAULT MEGANE BERLINE Nýskr. 09/12, ekinn 24 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 282076. BMW 116d Nýskr. 06/14, ekinn 10 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.490 þús. Rnr. 191742. DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 03/13, ekinn 70 þús km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.960 þús. Rnr. 120561. NISSAN NAVARA LE Nýskr. 07/09, ekinn 155 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.880 þús. Rnr. 282370. SUBARU FORESTER VISION Nýskr. 01/12, ekinn 49 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 142589. Frábært verð! 2.870 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! DÓMSTÓLAR Saksóknari krefst þyngri refsinga í svo- nefndu Al-Thani máli meðan sakborningar krefj- ast frávísunar. Málflutningur í málinu hófst fyrir Hæstarétti í gær. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, sem var stjórnar- formaður bankans, Ólafur Ólafsson fjárfestir og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúx- emborg, sem allir voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2013, áfrýjuðu málinu. Aðalkrafa þeirra er að málinu verði vísað frá dómi en til vara krefjast þeir þess að dómur héraðs- dóms verði ómerktur og aðalmeðferð í málinu fari fram að nýju. Sakborningarnir segja óréttláta máls- meðferð réttlæta frávísun og vísa til meintra ólög- mætra hlerana og mögulegs vanhæfis sérfróðs með- dómanda í héraði. Krafa saksóknara er að refsing þeirra verði þyngd. Vill hann að Hreiðar Már og Sigurður verði dæmdir í sex ára fangelsi og að Ólafur og Magnús verði dæmdir í fimm ára fangelsi. Hreiðar Már var í héraði dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður í fimm ára fangelsi, Ólafur í fangelsi í þrjú og hálft ár og Magnús fékk þriggja ára fangelsisdóm. - skh Sakborningar í Al-Thani málinu fara fram á frávísun í Hæstarétti: Saksóknari vill þyngri refsingar Í HÉRAÐSDÓMI Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmunds- son og Ólafur Ólafsson við fyrirtöku í héraði í marslok 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINNUMARKAÐUR Mikið ber í milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kom- andi kjaraviðræðum. Samningur aðildar félaga SGS við SA rennur út í lok febrúar. Ljóst er því að samningaviðræður verða erfiðar milli félaganna. Starfsgreinasambandið afhenti í gær Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Samtök atvinnu- lífsins telja engan grundvöll til samningaviðræðna á grundvelli þeirra krafna og gagnrýna SGS fyrir að meta ekki áhrif kröfu- gerðar á verðbólgu og aðra þætti. Samningar félaganna renna út í lok febrúar og ljóst er að mikið ber á milli aðila áður en samningavið- ræður hefjast. „Þessar kröfur eru úr öllu sam- hengi. Menn hafa verið að sjá að svigrúm til hækkana sé um fjög- ur prósent til að valda ekki verð- bólgu. Við höfum lýst vonbrigðum yfir því að sambandið hafi farið fram með þessa óábyrgu kröfu þar sem efnahagslegt mat liggur ekki fyrir. Hækkanir launa upp á 500 milljarða íslenskra króna munu gefa verðbólgu lausan tauminn. Síðustu kjara- samningar báru árangur og eru ótvírætt mesta kaupmáttar- aukning sem við höfum séð og við höfum sögulegt tækifæri nú til að byggja ofan á það,“ segir Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri SA. Kröfur Starfsgreinasambands- ins miða að því að hækka lægstu laun upp í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og að sérstaklega verði horft til gjald- eyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir. Grundvallar- atriði sé að fólk geti lifað af dag- vinnulaunum sínum í stað þess að ganga sér til húðar með yfirvinnu og aukavinnu til að framfleyta sér og sínum. „Við gerðum ekki ráð fyrir að kröfugerðinni yrði tekið með húrrahópum,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. „Viðbrögð SA vekja okkur síður en svo bjart- sýni en nú fer þetta í ferli og við förum að ræða saman. Allt okkar fólk er tilbúið í átök.“ Drífa telur hið opinbera hafa vissulega sett ákveðið fordæmi sem það verði að standa við. „Ríkið hefur gefið tóninn og ekkert laun- ungarmál að við lítum til þess sem var gert fyrir háskólamennt- aða starfsmenn, bæði mennta- skólakennara og lækna til dæmis. Þessi kröfugerð er unnin af okkar félagsmönnum í lýðræðislegu ferli og okkur ber að koma á framfæri kröfum þeirra.“ sveinn@frettabladid.is Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfu- gerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. KRÖFUGANGA TÓNLISTARKENNARA Í OKTÓBER SÍÐASTLIÐNUM Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ríkið hafa sett tóninn í kjaraviðræðum með samningum sínum, svo sem við kennara og lækna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Við- brögð SA vekja okkur síður en svo bjartsýni en nú fer þetta í ferli og við förum að ræða saman. Allt okkar fólk er tilbúið í átök. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. ára fangelsis krefst saksóknari yfi r fyrrverandi forstjóra og stjórnarfor- manni Kaupþings í Hæstarétti. 6 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 2 -B E C 8 1 7 F 2 -B D 8 C 1 7 F 2 -B C 5 0 1 7 F 2 -B B 1 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.