Fréttablaðið - 27.01.2015, Qupperneq 16
27. janúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR SUMARLIÐASON
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
19. janúar sl. verður jarðsunginn
frá Laugarneskirkju miðvikudaginn
28. janúar kl. 15.00.
Brynhildur Jónsdóttir
Guðný Jóna Gunnarsdóttir Haraldur Þráinsson
Hulda Maggý Gunnarsdóttir Ingvar Björn Ólafsson
Björn, Brynhildur, Þráinn, Birna Ruth, Sóley, Gunnar Sær
og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ KRISTÍANA
VALDIMARSDÓTTIR
frá Vopnafirði,
Blikahólum 10, Reykjavík,
lést á Landspítalanum aðfaranótt 17. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 28. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjartavernd.
Valdís Anna Steingrímsdóttir Hafsteinn Bjarnason
Sæmundur Steingrímsson Bryndís Hafsteinsdóttir
Sindri Steingrímsson Sharon Kerr
Baldur Steingrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRA ÁSA GUÐJOHNSEN
Logafold 68,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn
17. janúar. Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju fimmtudaginn 29. janúar
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Reykjalund.
Halldór Gísli Sigurþórsson Sigríður Jónsdóttir
Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir Gústaf Adolf Hjaltason
Ingibjörg Þórdís Sigurþórsdóttir Sigurður Kristinn Erlingsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓN ÞÓR JÓNSSON
Álfhólsvegi 32,
lést á líknardeild Landspítalans 21. janúar.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 30. janúar kl. 15.00. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Guðmundur Ingi Guðnason,
Þórir E. Jónsson Marianne B. Jonsson
Hörður Jónsson Oddfríðarson Guðrún Björk Birgisdóttir
Margrét Ásta Jónsdóttir Sigurður Finnur Kristjánsson
Jón Benjamín Jónsson Andrea Þ. Guðnadóttir
barnabörn og systkini hins látna.
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
RAGNA BJARNADÓTTIR
áður til heimilis að Stekkjarflöt 14,
Garðabæ,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann
20. janúar sl. Útför hennar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 2. febrúar nk. kl. 15.00.
Ólafur G. Einarsson
Ásta R. Ólafsdóttir Þröstur Sigurðsson
Ólafur Þór Þrastarson
Fannar Steinn Þrastarson
Viktor Ingi Þrastarson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Rifgirðingum,
lést á Dvalarheimili aldraða Stykkishólmi,
21. janúar síðastliðinn. Jarðsett verður frá
Stykkishólmskirkju föstudaginn 30. janúar
kl. 14.00. Þökkum starfsfólki dvalar-
heimilisins frábæra umönnun síðastliðin ár.
Kristján Kári Jakobsson Torill Strøm
Þórhildur H. Jakobsdóttir Sigurður Sívertsen
Jón J. Jakobsson Hulda Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ALDA JÓNSDÓTTIR
Dalbraut 14,
Reykjavík,
lést á öldrunardeild Vífilsstaða mánudaginn
5. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Berglind Sigurðardóttir
Gunnar H. Sigurðsson Kristín Hálfdánardóttir
Sigríður J. Sigurðardóttir Jan Philip Eikeland
Örn Sigurðsson Fanney Kristjánsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
„Ár ljóssins hófst með setningu þess
í Frakklandi 20. þessa mánaðar og í
dag ætlum við að kynna það sem er á
döfinni hjá okkur því það er margt,“
segir Guðrún Jónsdóttir Bachmann,
kynningarstjóri Háskóla Íslands. Hún
segir þetta ár verða nýtt til fræðslu
og skemmtunar og til að draga fram
í dagsljósið hvernig ljósið kemur við
sögu í allri okkar tilveru. „Sólarljós-
ið er auðvitað undirstaða alls og gerir
okkur kleift að vera til. Við vitum öll
að það er ljós á einum stað á jörðinni
meðan myrkur er á öðrum. Sameinuðu
þjóðirnar vekja athygli á mismunandi
aðstæðum fólks, að ljósgjafarnir eru
ólíkir og sum börn geta kannski ekki
lært heimalærdóminn því þau hafa
ekki ljóstýru heima hjá sér. Allt þetta
gefur okkur tilefni til að skoða hvernig
heimurinn okkar er.“
Guðrún segir stóra áfanga í vísind-
um hafa unnist á síðustu 150 árum.
„Fólk skilur ljósið betur og betur og
nýtir það í tækni. Til dæmis að láta
eitthvað ferðast með ljósi, eins og
útvarp og sjónvarp. Allt byggist á
rannsóknum vísindamanna á ljósinu
gegnum aldirnar, alveg frá sólinni
sjálfri niður í smæstu einingar sem
notaðar eru í heilbrigðisvísindum og
samskiptatækni.“
Ljósið á himninum, í rafmagninu,
heilbrigðisvísindum, myndunum. Öllu
þessu verður gefinn gaumur á ári ljóss-
ins að sögn Guðrúnar. „Ljósið er lyk-
illinn að allri nútímatækni og fram-
tíðin byggist á ljósi og ljóstækni. Hún
segir Háskóla Íslands leggja áherslu
á að fræða ungt fólk og vekja áhuga
þess og vitund um vísindi. „Ljósið
verður hápunktur í vísindasmiðjunni í
Háskólabíói, háskólalestinni og háskóla
unga fólksins. Svo verður gefinn svo-
kallaður ljósakassi í alla grunnskóla
landsins. Við ætlum meðal annars að
kortleggja myrkurgæðin í landinu og
fá skólabörn til að segja okkur hvernig
þeim gengur að horfa á stjörnuhimin-
inn heiman frá sér,“ lýsir Guðrún og
bætir við: „Dagskráin er svo ljóslifandi
að það er alltaf eitthvað nýtt að bætast
við og við fögnum öllum sem vilja vera
með á ári ljóssins.“
Dagskráin hefst klukkan 16.
gun@frettabladid.is
Framtíðin byggist á ljósi
Upphafi alþjóðlegs árs ljóssins og sjötíu ára afmælis Sameinuðu þjóðanna verður fagnað
í dag í Hátíðasal Háskóla Íslands og dagskrá ársins kynnt í tali, tónum, máli og myndum.
„Efnið snýst um hugarangur sagn-
fræðingsins, hvernig best sé að vinna
með heimildir og hvernig eigi að skrifa
ævisögu,“ segir Erla Hulda Halldórs-
dóttir sagnfræðingur um hádegisfyr-
irlestur sem hún flytur í Þjóðminja-
safninu í dag. Yfirskriftin er: Ferð til
fortíðar og sagnfræðingurinn í verki
sínu.
Erla Hulda vinnur sjálf að sögulegri
ævisögu látinnar konu, Sigríðar Páls-
dóttur (1809-1871), og er því að taka þá
reynslu út á sjálfri sér sem hún er að
lýsa í fyrirlestrinum. „Ég er að vinna
með ákveðnar heimildir og fortíð og
velti fyrir mér hversu miklar tilfinn-
ingar megi flæða og hafa áhrif á frá-
sögnina, hvort höfundurinn megi stíga
sjálfur inn í söguna í fyrstu persónu
eða hvort allt eigi að vera hlutlaus frá-
sögn. Í raun er um ævisögulegan þrí-
hyrning að ræða þar sem eru höfund-
urinn, sögupersónan og lesendurnir.
Það er áskorun að vinna með annarra
líf og finna út hvers konar frásögn
passar. Höfundur verður alltaf að
hugsa um hvað fólk vill lesa.“
Þetta er fyrsti hádegisfyrirlestur
Sagnfræðingafélagsins í röð á vormiss-
eri. Hann hefst klukkan 12.05. - gun
Áskorun að vinna með annarra líf
Erla Hulda Halldórsdóttir fj allar um ævisagnagerð í hádeginu í Þjóðminjasafninu.
KYNNINGARSTJÓRI HÍ „Dagskráin er svo ljóslifandi að það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við,“ segir Guðrún Bachmann.
SAGNFRÆÐINGURINN „Ég velti fyrir mér
hversu miklar tilfinningar megi hafa áhrif á
frásögnina.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ljósið verður
hápunktur í vísindasmiðj-
unni í Háskólabíói, háskóla-
lestinni og háskóla
unga fólksins. Svo verður
gefinn svokallaður ljósa-
kassi í alla grunnskóla
landsins.
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
0
-6
4
6
8
1
7
F
0
-6
3
2
C
1
7
F
0
-6
1
F
0
1
7
F
0
-6
0
B
4
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K