Fréttablaðið - 27.01.2015, Síða 40

Fréttablaðið - 27.01.2015, Síða 40
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 201520 Íslenska Vegminjasafnið heldur utan um sögu vegagerðar á Íslandi. Vega-gerðin rekur safnið og hefur undan- farna áratugi haldið til haga upplýsing- um um vegagerð og safnað tækjum og tólum sem notuð hafa verið við lagningu íslenskra vega og brúa. Safnmunir eru til að mynda vegagerðarvélar, skúrar, tjöld og handverkfæri, ljósmyndir, umferðar- skilti og fleira. Munir og tæki í eigu Vegminjasafnsins eru til húsa í Samgöngusafninu á Skógum. Á vefsíðu vegagerðarinnar er að finna fróðleik um safnið en þar segir: „Afar mikilvægt er að varðveita mannvirki sem minna á gamla tíma og eru einkennandi fyrir fyrri tíðar verkhætti, vegna menn- ingarsögulegs gildis þeirra. Þetta á einn- ig við um muni sem mannvirki.“ Undir Vegminjasafnið heyra einnig gamlir vegir og brýr og hefur safnið meðal annars staðið að endurbyggingu brúa um allt land. www.vegagerdin.is Saga vegagerðar og brúa á Íslandi Gamlir vegir, brýr og tæki geyma sögu samgangna á Íslandi, verklag og tækni fyrri ára. Sögunni er haldið til haga af Vegagerðinni en Vegminjasafnið er til húsa í Skógum. Gamla brúin yfir Skjálfandafljót fyrir neðan Goðafoss er 71 m löng stálgrindabrú byggð árið 1930. Brúnni hefur verið haldið við sem göngubrú yfir fljótið. MYND/VILHELM PRIESTMAN WOLF skurðgrafa/ámokstursvél árgerð 1947. Upphaflega í eigu Vegagerðar ríkisins, þá vél nr. 19. Stefán Ananíasarson skóflumaður keypti hana síðar af Vegagerðinni. Vélin var gerð upp 1992-2000 af Vegagerðinni í Borgarnesi. Þessar vélar voru einnig mikið notaðar við skurðgröft um miðja öldina og allt fram yfir 1960, þá með lengri bómu. MYND/SAMGÖNGUSAFNIÐ Í SKÓGUM CATERPILLAR D4 DD beltaskófla árgerð1945. Vélin tók efnið upp fyrir framan sig en sturtaði því aftur yfir sig á vörubíl. Það þótti mikil framför að þurfa ekki að bakka bílnum undir hvern ámokstur. Vélin var í notkun fram á 7. áratuginn og var gerð upp í Borgar- nesi 1991-94. MYND/SAMGÖNGUSAFNIÐ Í SKÓGUM Fróðleik um vegagerð og brúarsmíði fyrri ára á Íslandi er haldið til haga af Vegagerðinni. Myndin er frá smíði brúar yfir Selá í Vopnafirði, líklega tekin árið 1927. Myndina tók Eyjólfur Jónsson. MYND/EYJÓLFUR JÓNSSON LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggis fatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur markaðarins. Hafðu samband og við aðstoðum! Öryggis- og hlífðarfatnaðurFatnaður s.s.: -endurskin -hitaþolinn -regn -kulda -ljósboga -rafsuðu - efnaþolinn 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 3 -0 D C 8 1 7 F 3 -0 C 8 C 1 7 F 3 -0 B 5 0 1 7 F 3 -0 A 1 4 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.