Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 5
Formáli.
I þessu 31. hefti atvinnuvegaskýrslna Pjóðhagsstofnunar birtast niðurstöður
athugana á ársreikningum. þ.e. rekstrar- og efnahagsreikningum, að heita má
alls atvinnurekstrar í landinu fyrir árið 1983. Skýrslur þessar ná þó ekki til
starfsemi hins opinbera svo sem stjórnsýslu, heilbrigðis-, mennta- og félags-
mála né heldur byggingarstarfsemi hins opinbera á eigin vegum. Fyrirtækja-
rekstur hins opinbera er aftur á móti meðtalinn í viðkomandi atvinnugreinum.
Segja nrá, að ársreikningaefnið í skýrslunni nái til alls eiginlegs fyrirtækjarek-
strar að undanskildum peningastofnunum, tryggingafélögum, leiklistarstarf-
semi og Ríkisútvarpi. Ársreikningar flestra peningastofnana, þ.e. viðskipta-
banka og sparisjóða, birtast árlega í skýrslum Bankaeftirlits Seðlabankans.
Heimildir um rekstur og efnahag tryggingafélaganna er að finna í ársskýrslum
Tryggingaeftirlitsins. Þá er og undanskilin í þessari skýrslu starfsemi ýmissa
félagasamtaka, svo sem velferðarstofnana, hagsmuna- og starfsgreinasamtaka
o.fl.
Þeirri starfsemi, sem undanskilin er í þessari skýrslu, gerir Þjóðhagsstofnun
grein fyrir í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga, sem birtist í ritröð stofnun-
arinnar, þjóðhagsreikningaskýrslur. Á síðasta ári kom út í þeirri ritröð
„Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1980, þjóðhagsreikningaskýrslur
nr. 3“. Einnig hefur birst sérstök skýrsla um búskap hins opinbera og önnur um
sama efni er væntanleg innan skamms, sem tekur til áranna 1980-1984. Ekkert
er fjallað um þann þátt þjóðarbúskaparins í þessari skýrslu.
Þótt ársreikningaefnið í þessari skýrslu nái ekki til allrar atvinnustarfseminn-
ar í landinu er í skýrslunni að finna ýmsar aðrar hagtölur, sem ná til hennar
allrar. Má þar nefna tölur um skiptingu vinnuafls eftir atvinnugreinum á
árunum 1975-1983, tölur um fjölda launagreiðenda í einstökum atvinnugrein-
um árin 1983-1984 ásamt launagreiðslum í fjárhæðum. Einnig eru birtar tölur
um stærðardreifingu fyrirtækja innan hverrar atvinnugreinar og skýrslugerð um
launagreiðslur og fjölda fyrirtækja eftir rekstrarformi, þ.e. einstaklingsfyrir-
tæki, hlutafélög, samvinnusamtök o.fl. Þá eru og sýndar tölur um verðlagsþró-
un, heildarveltu samkvæmt söluskattsskýrslum, fjármunamyndun, þjóðarauð
o.fl.
Áður voru birtar sérstakar skýrslur um hvern atvinnuveg fyrir sig fyrir hvert
ár. Þær hafa nú verið dregnar saman í eina skýrslu og er ætlunin að svo verði
framvegis. Þessi skýrsla er sú fjórða með núverandi sniði. Jafnframt er áformað
að á nokkurra ára fresti verði birt ítarlegri söguleg yfirlit um einstakar greinar.
Eins og í fyrri atvinnuvegaskýrslum eru ársreikningar fyrirtækja fyrirferð-
armestir. Gerð þeirra og form er með sama sniði og tekið var upp við gerð
ársreikninga frá og með árinu 1979, en þá tóku gildi ný skattalög. Þeim fylgdu