Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 23
21
til gjalda sem vextir og gengismunur getur því einstök ár orðið allt önnur en sú
tekjufærsla af skuldum, sem tekjufærð er. Niðurstaðan getur þá jafnframt
orðið misvísandi. Glöggt dæmi um þetta er árið 1981. Verðbreytingastuðullinn
var þá 53,49% en til dæmis hækkaði verð á dollar um 31% í ísl. krónum frá
byrjun til loka ársins og verð á SDR enn minna, eða um 22%. Á árinu 1982 var
þessu öfugt farið. Pá var verðbreytingastuðullinn 53,78%, en verð á dollar
hækkaði aftur á móti um 103% frá byrjun til loka ársins, og verð á SDR um
92%. Árið 1983 urðu mjög áþekkar hækkanir á þessum stærðum, en hækka
síðan mismunandi mikið árin 1984 og 1985. Breytingar stærðanna frá 1979 hafa
að öðru leyti orðið sem hér segir:
Ár Verðbreytinga- stuðull skv. ákvörðun ríkisskattstjóra Hækkun á verði dollars frá byrjun til loka árs Hækkun á verði SDR frá byrjun til loka árs
1979 45,51% 24,1% —
1980 54,91% 58,0% 50,7%
1981 53,49% 31,0% 21,7%
1982 53,78% 102,9% 92,4%
1983 71,67% 72,9% 64,0%
1984 26,72% 41,4% 31,9%
1985 28,68% 3,6% 16,3%
Hækkun á verði dollars og SDR miðast við síðustu gengisskráningu hvers árs.
Af töflunni má ráða að á síðast liðnum sex árum hafa hækkanir á verðbreyting-
astuðli og verði á dollar verið álíka miklar í heild, þótt einstök ár séu frávikin
mjög veruleg. Verðhækkun á SDR varð nokkru minni fyrir sama tímabil.
Áhugavert er að kanna frekar þau verðmæti sem hver atvinnugrein skilar til
þjóðarbúsins. Það má t.d. gera með því að líta á hlutfallslega skiptingu
heildarfjárhæða milli atvinnugreina eða með því að setja fjárhæðir í hverri
atvinnugrein í hlutfall við notkun vinnuafls eða fjármagns í sömu grein. Þær
fjárhæðir sem hér er alla jafnan átt við er vinnsluvirði atvinnugreinar eða öllu
heldur vinnsluvirði að frádregnum óbeinum sköttum nettó, þ.e. vergar
þáttatekjur.
Vergar þáttatekjur gefa til kynna afrakstur framleiðsluþáttanna, þ.e. vinnu-
afls og fjármagns og er unnt að reikna þessa stærð á hvert ársverk eða
fjármagnseiningu. Að öðru jöfnu er þess að vænta að vergar þáttatekjur á
ársverk séu háar í atvinnugreinum með mikið fjármagn á bak við hvern
starfsmann.
Tafla 1.6 sýnir vergar þáttatekjur á ársverk eftir atvinnugreinaflokkum fyrir
árin 1979-1983. Af töflunni má ráða að fyrir tímabilið í heild eru vergar
þáttatekjur á ársverk einna hæstar í ál- og kísiljárnframleiðslu og efnaiðnaði,
þ.e. stóriðjugreinunum, en einna lægstar í smásöluverslun og veitinga- og
hótelrekstri.