Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 30
28
við öll þau fyrirtæki, sem stunda einhverja starfsemi í viðkomandi grein. Starfi
fyrirtæki í fleiri en einni atvinnugrein, er það talið sem sérstakt fyrirtæki í hverri
grein og getur því verið margtalið. í reynd er því um að ræða fjölda starfsstaða
en ekki fyrirtæki í merkingunni lögformlegan aðila eða félag með sjálfstæðan
rekstur. Fjöldi fyrirtækja eða öllu heldur rekstrareininga er því mun meiri
samkvæmt vinnuviknagögnunum en öðrum heimildum um fyrirtækjafjölda,
eins og fyrirtækjaskrá Hagstofunnar. í fyrirtækjaskránni er hver lögformlegur
aðili aðeins talinn einu sinni, þótt hann starfi í mörgum atvinnugreinum. Pá má
nefna, að í fyrirtækjaskránni eru ekki þeir einstaklingar, sem reka sjálfstæða
atvinnu í eigin nafni.
Heimildirnar að baki þeirra skýrslna sem birtast í töflum 4.2-4.11, eru
launamiðar frá skattyfirvöldum. Launamiðarnir, sem auk annars tilgreina
nafnnúmer launagreiðanda og launþega, hafa verið dregnir saman á nafnnúmer
launagreiðanda innan hvers atvinnugreinarnúmers. Launagreiðslur eru skil-
greindar sem summa eftirtalinna reita á launamiðanum:
Töluliður
2. Vinnulaun
16. Ökutækjastyrkur
17. Dagpeningar
18. Risnufé
19. Gjafir
20. Landgöngufé
24. Stjórnar- og endurskoðunarlaun
Þessi sundurliðun er sýnd sérstaklega fyrir árin 1983 og 1984 samkvæmt
tveggja stafa ISIC-flokkun á atvinnugreinar í töflu 4.10 og 4.11.
Við launagreiðslur eins og þeim hefur nú verið lýst er síðan bætt reiknuðum
launum eigenda og er sú fjárhæð tekin úr launaframtali eiganda. Hér er um að
ræða svonefnt reiknað endurgjald sem maður, er vinnur við eigin atvinnurekst-
ur eða sjálfstæða starfsemi, skal telja sér til tekna.
Einnig skal þess getið að þeir launamiðar sem ekki eru atvinnugreinamerktir
eru settir undir einn flokk, atvinnugrein ótilgreind. Við nánari athugun kemur í
ljós að þessir launamiðar innihalda að stærstum hluta launagreiðslur í formi
ökutækjastyrkja, dagpeninga og gjafa.
Töflur 4.2 og 4.3 sýna stærðardreifingu fyrirtækja samkvæmt launamiða-
skýrslum árin 1983 og 1984. Samskonar töflur fyrir árin 1980-1982 hafa birst í
fyrri skýrslum. Þar koma fram tölur um fjölda fyrirtækja í hverri grein og
launagreiðslur þeirra á viðkomandi ári. í sömu töflum er jafnframt að finna
upplýsingar um það, hve stærstu fyrirtækin í hverri atvinnugrein inna af hendi
stóran hluta af launagreiðslum atvinnugreinarinnar. Fessu er lýst með þeim
hætti, að innan hvers atvinnugreinanúmers er fyrirtækjunum raðað í fallandi
stærðarröð eftir launagreiðslum. Að því búnu eru birtar hlutfallstölur sem sýna,