Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 20
18
á árinu og tekjufæra þann áfanga verksins, sem áætlað er að lokið sé. Síðari
leiðin hefur ótvíræða kosti, því þá eru umsvifin færð á réttu ári og betra
samræmi næst við launagreiðslur, verga fjármunamyndun og gjaldfært viðhald,
sem hvort tveggja er talið til þess árs, sem framkvæmdir eiga sér stað á. í
reikningum verktakafyrirtækja er fyrri leiðin þó mun algengari, og hefur ekki
verið gerð tilraun til þess hér að leiðrétta vegna þessa munar í tímasetningu.
Hins vegar má fá nokkra vísbendingu um stærð þessa liðar í eignahlið
efnahagsyfirlitsins, þar sem ætla má að eignaliðurinn „aðrar vörubirgðir“ hjá
verktökum sé að stærstum hluta ófullgerð verk.
Það nýmæli var tekið upp við úrvinnslu ársreikninga 1982 að atvinnugrein nr.
201, slátrun og kjötiðnaði, var skipt upp, þannig að slátrunin fékk atvinnu-
greinarnúmerið 201a, en kjötiðnaðurinn fékk atvinnugreinarnúmerið 201 b.
Fullyrða má að þessi breyting leiði til traustari niðurstöðu en áður.
Tafla 1.5 sýnir afkomuþróunina 1975-1983 eftir atvinnugreinum. Með
þessari töflu er reynt að bera afkomuþróun einstakra atvinnugreina á árunum
1979-1983 saman við fyrri ár. Sá mælikvarði á afkomuþróun, sem hér er
notaður er vergur rekstrarafgangur sem hlutfall af rekstrartekjum. Þetta
hugtak var skilgreint í 3. kafla hér að framan, en því er ætlað að gefa til kynna
það hlutfall af rekstrartekjum ársins, sem eftir er til þess að mæta vaxtagjöld-
um, afskriftum og tekju- og eignaskatti auk hagnaðar og eigendalauna í
einstaklingsfyrirtækjum, sem verður afgangsstærð. Einn augljós galli þessa
hugtaks er sá, að hér er um að ræða ærið mikla brúttóstærð, þ.e. stórum
gjaldaliðum er haldið utan við þennan afkomumælikvarða. En meðal annars
vegna breytingar á meðferð á gjaldfærslu vaxta, frá og með uppgjöri ársins
1979, var ekki talið fært að setja fram annan og raunhæfari mælikvarða á
afkomuþróunina allt þetta tímabil, þ.e. frá árinu 1975.
I þessu sambandi er rétt að nefna annað atriði, sem getur haft veruleg áhrif
við mat á hag fyrirtækja í verðbólgu. en það er meðferðin á verðbólguhækkun
birgða. Verðhækkun birgða, sem stafar af verðbólgunni, er færð til gjalda, sem
hluti af verðbreytingafærslunni. Þessum hluta verðbreytingafærslunnar er ætlað
að koma til mótvægis við vanmat á vörunotkuninni, sem færð er til gjalda á
upphaflegu kaúpverði en ekki á endurkaupsverði. Þessi leiðrétting hefur ekki
áhrif á verga hlutdeild fjármagns (vergan rekstrarafgang), þótt hún hafi áhrif á
verðbreytingafærsluna og þar með á hreinan hagnað. Af þessum sökum má
leiða að því rök, að í vaxandi verðbólgu, eins og á árunum 1978-1983, bendi
tölur um verga hlutdeild fjármagns til betri afkomu í samanburði við fyrri ár en
raun varð á. Að réttu lagi ætti að færa þann hluta verðbreytingafærslunnar, sem
stafar af verðhækkun birgða, yfir á viðeigandi tekju- og gjaldaliði, þótt svo hafi
ekki verið gert hér. Slíkt hefði í för með sér lækkun á vergri hlutdeild
fjármagns, en hreinn hagnaður héldist óbreyttur. Nánar er fjallað um þetta
atriði í skýrslu um framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1980, Þjóðhags-