Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 28
26
A táknmáli má rita þetta svo:
Rs
= 2
h
Vxh
x,
t»ar sem
Ýrs = samtengt hlutfallsmat á t. d. vinnslu-
virði fyrir atvinnugreinina í heild.
= summa vinnsluvirðis í úrtaki í flokki h
x^ = summa launagreiðslna í úrtaki í flokki
h,
X = summa launagreiðslna allra fyrirtækja
h í flokki h.
Athuga ber, að þetta mat er yfirleitt ekki meðalgildisrétt, heldur er það í
flestum tilvikum hliðhallt (e. biased). Þrátt fyrir þessa fyrirvara, sem hafa
verður á notkun ótengda hlutfallsmatsins var nú, eins og áður, ákveðið að nota
það við uppfærslu úrtaksins til heildar. Hins vegar var hver hinna sjö
stærðarflokka safnsins, sem úrtakið var valið eftir, ekki uppfærður sérstaklega.
Þess í stað var úrtaksfyrirtækjum í hverri atvinnugrein skipt í tvo flokka, þ.e.
félög og einstaklingsfyrirtæki og hvorum þessara flokka um sig síðan skipt í þrjá
stærðarflokka. Þannig fengust sex stærðarflokkar, og voru þeir hver um sig
uppfærðir samkvæmt ótengda hlutfallsmatinu.
Nauðsynlegt þótti að hafa þennan hátt á, þar eð reiknuð laun þeirra sem
vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eru ekki talin með
launum í rekstraryfirlitunum, heldur koma þau sem hluti af rekstrarafgangi. Til
þess að fá fram réttan rekstrarafgang fyrir viðkomandi atvinnugrein er því
nauðsynlegt að færa einstaklingsfyrirtækin í úrtaki upp til heildar sérstaklega.
4.3.3 Niðurstöður
Þegar framangreindum úrtaksaðferðum var beitt á launamiðaskrána fyrir
árið 1982 urðu niðurstöður varðandi stærð úrtaks fyrir árið 1983 sem hér segir:
Skipting úrtaks eftir atvinnuvegum 1983.
Fjöldi Úrtakshlutfall
Fjöldi fyrir- Fjöldi
atvinnu- tækja í fyrir- m.v.fjölda m.v.launa-
greina úrtaks- tækja í fyrir- greiðslur
í úrtaki greinum úrtaki tækja
Iðnaður 45 2.093 367 17,5% 63,6%
Verslun 17 3.220 240 7,5% 45,3%
Þjónusta 24 4.741 260 5,5% 30,5%
Samgöngur 8 2.682 101 3,8% 74,6%
Byggingariðn. . . 7 3.179 83 2,6% 19,2%
Samtals 101 15.915 1.051 6,6% 48,9%