Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 39
37
4.6 Magnvísitölur, veltutölur og verðlag (töflur 6.1-6.5).
í töflu 6.1 er birt magnvísitala iðnaðarvöruframleiðslunnar fyrir tímabilið
1974 til 1983. Magnvísitalan nær til iðngreinaflokkanna 31 til 39 samkvæmt
ISIC-staðli svo og allra einstakra undirgreina hvers flokks um sig, að
undanskilinni slátrun og kjötiðnaði. Auk þess er hluti viðgerðastarfsemi utan
við þessa magnvísitölu, bæði sú viðgerðastarfsemi sem þjónar öðrum atvinnu-
greinum og er flokkuð með iðnaði eins og vélaviðgerðir, og eins sú viðgerða-
starfsemi sem að stærstum hluta á viðskipti sín við heimilin eins og bifreiða- og
hjólbarðaviðgerðir. En síðasttalda viðgerðarstarfsemin er nú talin til persónu-
legrar þjónustu, þ.e. atvinnugreinaflokks 95.
Megin heimildin við gerð þeirrar magnvísitölu sem hér birtist, eru skýrslur
Hagstofunnar um iðnaðarvöruframleiðsluna ár hvert, sem birtast í desem-
berhefti Hagtíðinda. í skýrslum Hagstofunnar kemur skýrt fram, að ekki er um
að ræða tæmandi upptalningu á framleiðslu íslenskra iðnaðarvara og nokkuð
vantar á, að upplýsingar um magn sumra af þeim vörutegundum, sem
tilgreindar eru, séu tæmandi. í allflestum tilfellum safnar Hagstofan aðeins
upplýsingum um magn framleiddrar vöru en ekki um verð.
Flestar magnvísitölur, sem birtast í töflu 6.1, eru byggðar á þessari
skýrslugerð Hagstofunnar. Það er gert með þeim hætti, að framleiðslumagn
einstakra vörutegunda er flokkað á atvinnugreinar og framleiðsla hvers árs
síðan verðlögð á föstu verði, í þessu tilfelli verði ársins 1980. Framleiðsluverð-
mætið, sem þannig fæst fyrir hverja atvinnugrein, er því á föstu verði. Við
útreikning á magnvísitölum, sem birtast í töflu 6.1, er árið 1980 gert að
viðmiðunarári með vísitölugrunninn 100,0. Til þess að fá fram magnvísitölur
einstakra atvinnugreinaflokka eins og matvælaiðnaðar, vefjariðnaðar o.s.frv.,
svo og magnvísitölur iðnaðarins í heild eru magnvísitölur einstakra atvinnu-
greina vegnar saman með vergum þáttatekjum ársins 1980.
Eins og áður segir, nær skýrslugerð Hagstofunnar ekki til allra iðngreina sem
teljast til ISIC-flokka 31-39. Má þar nefna húsgagnagerð og innréttingasmíði,
skipasmíði og -viðgerðir, bóka- og blaðaútgáfu og atvinnugreinaflokk 39, ýmis
iðnaður og viðgerðir. Þjóðhagsstofnun hefur áætlað sérstaklega magnvísitölur
fyrir þessar greinar og eru rekstrartekjur samkvæmt rekstraryfirlitum atvinnu-
greinanna notaðar við þá útreikninga jafn skjótt og þær eru tiltækar. Að öðrum
kosti er stuðst við veltubreytingar samkvæmt söluskattsskýrslum, verðbreyting-
ar á iðnaðarvörum í vísitölu framfærslukostnaðar og fleiri heimildir.
I þessari skýrslu er ekki að finna magnvísitölur fyrir aðrar atvinnugreinar en
iðnað. Hins vegar kom út á síðastliðnu ári í ritröð Þjóðhagsstofnunar,
þjóðhagsreikningaskýrslur, skýrsla um framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga á
föstu verði og er þar nánar fjallað um þetta efni og birtar magnvísitölur fyrir
einstakar atvinnugreinar og atvinnustarfsemina í heild.
Til þess að fá gleggri vitneskju um þróun einstakra atvinnugreina væri