Hagskýrslur um atvinnuveg

Tölublað

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 19

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 19
17 hins vegar vikið að nokkrum atriðum, sem enn eru ótalin og einkum greina þessi rekstraryfirlit frá þeim yfirlitum, sem birst hafa í atvinnuvegaskýrslum fram til 1979. í fyrri atvinnuvegaskýrslum voru heildartekjur atvinnugreina tilgreindar bæði á markaðsvirði og tekjuvirði, og lá munurinn í óbeinum sköttum og framleiðslustyrkjum. Óbeinir skattar voru meðtaldir í markaðsvirðinu, en framleiðslustyrkir ekki, og átti gagnstætt við um tekjuvirðið. Nú hefur verið breytt um framsetningaraðferð. Rekstrartekjur eru nú færðar á verði frá framleiðanda (producer’s value), en óbeinir skattar og framleiðslustyrkir sýndir sérstaklega sem hluti af vinnsluvirðinu. Verð frá framleiðanda er það verð á vöru og þjónustu sem framleiðandi setur, og eru þá meðtaldir þeir óbeinu skattar, sem þá leggjast á vöruna. Þetta hugtak samsvarar markaðsvirðinu í fyrri atvinnuvegaskýrslum. Sundurliðun tekjuliða er mun ítarlegri en áður. Tekjum er skipt í sölu, birgðabreytingu fullunninna vara, leigutekjur, umboðslaun og aðrar tekjur, en í fyrri skýrslum voru tekjur ekki sundurliðaðar. Aðföng eru í töflu 1.3 sundurliðuð í hráefnanotkun og önnur aðföng. í töflu 1.4 er hráefnanotkunin svo sundurliðuð í hráefnakaup og birgðabreytingu hráefna. Frekari sundurliðun aðfanga í töflu 1.4 skýrir sig að mestu sjálf. Þó er rétt að nefna sérstaklega, að liður 2.11 nær til auglýsingakostnaðar í verslunar- greinum, en liður 2.12 til aðfanga, sem ekki verða flokkuð annars staðar. Má þar nefna ýmsar rekstrarvörur, hreinlætisvörur, lyf og læknishjálp. Varðandi liðinn laun og tengd gjöld í töflu 1.3 er rétt að benda á, að reiknuð laun eigenda eru ekki meðtalin, né heldur launaskattur. Vinnuframlag eigandans er engu að síður meðtalið í þeim fjölda ársverka sem tilgreindur er í töflu 5.1. Af þessu leiðir að ekki er unnt að fá samsvörun milli ársverka og launa samkvæmt rekstraryfirlitunum nema leiðrétta vegna ársverka eigenda. Liðurinn „óreglulegar tekjur" er sýndur sérstaklega sem leiðréttingarliður næst á undan hagnaði. Yfirleitt er um lágar fjárhæðir að ræða, en hins vegar geta þær sveiflast mjög frá einu ári til annars. Nauðsynlegt er að halda þessum lið sér, þegar athuga á hagnað atvinnugreinar af reglulegri starfsemi. Af einstökum atvinnugreinum er ástæða til þess að fara nokkrum orðum um rekstraryfirlit byggingariðnaðar sérstaklega. Eins og kunnugt er, ná útboð og ýmsir verksamningar í byggingariðnaði iðulega til nokkurra ára, og koma þá upp matsatriði um bókfærslu á verkþáttum, sem færast milli ára. í aðalatriðum koma tvær leiðir hér til greina. Önnur er sú að færa á rekstrarreikning ársins aðeins þau verk sem lokið er á árinu og uppgjör hefur farið fram fyrir. Ófullgerð verk eru þá færð til eigna á efnahagsreikningi sem verkbirgðir í samræmi við framkvæmdastig, og það sem innborgað er vegna verka í smíðum er fært sem skammtímaskuld. Hin aðferðin er sú að færa á rekstrarreikning allan kostnað við einstök verk sem unnið er að 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.