Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 43
41
mánaða meðaltal mánaðartalna og er þá byggt á áætluðu gildi vísitalnanna fyrir
þá mánuði, sem beinar verðkannanir liggja ekki fyrir um.
4.7 Fjármunamyndun og þjóðarauður (töflur 7.1-7.5).
í töflum 7.1 til 7.5 eru birtar tölur um fjármunamyndun í byggingum og
mannvirkjum, byggingu íbúðarhúsa og þjóðarauð á verðlagi hvers árs og á
föstu verði eftir því sem við á.
Verg fjármunamyndun nær til útgjalda atvinnugreinanna og hins opinbera til
kaupa eða framleiðslu á framleiðslufjármunum. Þó er sala á hliðstæðum
fjármunum úr landi eða til einstaklinga utan atvinnurekstrar dregin frá.
Bygging íbúðarhúsnæðis telst einnig til fjármunamyndunar. Hins vegar er
bifreiðakaupum einstaklinga sleppt.
Kaupandi fjárfestingarvöru telst hafa fjárfest, þegar lögformleg eigenda-
skipti fara fram. í kaupleigusamningum er þó talið æskilegra að miða við
tímasetningu kaupleigusamninganna, þótt eigendaskiptin séu miklu síðar. í
íslenskum þjóðhagsreikningum eru eigendaskiptin þó látin ráða.
Fjármunamyndunina á að verðleggja á markaðsverði (purchasers value), en
séu framkvæmdir á eigin vegum, á að leggja til grundvallar útlagðan kostnað að
viðbættri reiknaðri eigin vinnu.
Aðgreining viðhalds og fjármunamyndunar getur oft verið álitamál, en
meginreglan er sú, að framkvæmdir, sem lengja æviskeið fjármunanna eða
auka afköst þeirra verulega, teljast fjármunamyndun. Dæmi um þetta væru
vélarskipti í bát. Til þess að greiðsla fyrir hlut geti talist til fjármunamyndunar,
þarf hann að endast meira en eitt ár.
Tafla 7.1 nær þó aðeins til fjárniunamyndunar í byggingum og mannvirkjum.
Upplýsingar um heildarfjármunamyndun er að fá í ýmsum öðrum ritum
Þjóðhagsstofnunar. Má þar benda á töflur 4.1-4.4 í þjóðhagsreikningar-
skýrslum nr. 4, sem gefin var út í júlí 1985.
Fjármunamyndunin er atvinnugreinaskipt eftir því sem tök eru á, en sú
skipting hefur verulega þýðingu við samanburð á arðsemi einstakra greina.
Sama máli gegnir um þjóðarauðinn, en þar er atvinnugreinaskiptingin engu að
síður torveld og ýmis álitaefni koma upp eins og til dæmis um flokkun
skrifstofuhúsnæðis og atvinnubifreiða á einstakar atvinnugreinar. Þá rná nel'na
að skipting fjármunamyndunar og þjóðarauðs á atvinnugreinar iðnaðar nær
mjög skammt.
Heimildirnar við skýrslugerð um fjármunamyndun eru úr ýmsum áttum.
Tölur um fjármunamyndun í húsnæði eru byggðar á byggingarskýrslum. sem
Þjóðhagsstofnun safnar frá byggingarfulltrúum alls staðar á landinu, og hefur
svo verið um árabil. Skýrslur þessar tilgreina fjölda þeirra rúmmetra, sem eru í
byggingu á hverjum tíma, og jafnframt upphaf og lok framkvæmda. Þessar
framkvæmdir, mældar í rúmmetrum, hafa síðan verið verðlagðar með hliðsjón