Hagskýrslur um atvinnuveg

Issue

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Page 43

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Page 43
41 mánaða meðaltal mánaðartalna og er þá byggt á áætluðu gildi vísitalnanna fyrir þá mánuði, sem beinar verðkannanir liggja ekki fyrir um. 4.7 Fjármunamyndun og þjóðarauður (töflur 7.1-7.5). í töflum 7.1 til 7.5 eru birtar tölur um fjármunamyndun í byggingum og mannvirkjum, byggingu íbúðarhúsa og þjóðarauð á verðlagi hvers árs og á föstu verði eftir því sem við á. Verg fjármunamyndun nær til útgjalda atvinnugreinanna og hins opinbera til kaupa eða framleiðslu á framleiðslufjármunum. Þó er sala á hliðstæðum fjármunum úr landi eða til einstaklinga utan atvinnurekstrar dregin frá. Bygging íbúðarhúsnæðis telst einnig til fjármunamyndunar. Hins vegar er bifreiðakaupum einstaklinga sleppt. Kaupandi fjárfestingarvöru telst hafa fjárfest, þegar lögformleg eigenda- skipti fara fram. í kaupleigusamningum er þó talið æskilegra að miða við tímasetningu kaupleigusamninganna, þótt eigendaskiptin séu miklu síðar. í íslenskum þjóðhagsreikningum eru eigendaskiptin þó látin ráða. Fjármunamyndunina á að verðleggja á markaðsverði (purchasers value), en séu framkvæmdir á eigin vegum, á að leggja til grundvallar útlagðan kostnað að viðbættri reiknaðri eigin vinnu. Aðgreining viðhalds og fjármunamyndunar getur oft verið álitamál, en meginreglan er sú, að framkvæmdir, sem lengja æviskeið fjármunanna eða auka afköst þeirra verulega, teljast fjármunamyndun. Dæmi um þetta væru vélarskipti í bát. Til þess að greiðsla fyrir hlut geti talist til fjármunamyndunar, þarf hann að endast meira en eitt ár. Tafla 7.1 nær þó aðeins til fjárniunamyndunar í byggingum og mannvirkjum. Upplýsingar um heildarfjármunamyndun er að fá í ýmsum öðrum ritum Þjóðhagsstofnunar. Má þar benda á töflur 4.1-4.4 í þjóðhagsreikningar- skýrslum nr. 4, sem gefin var út í júlí 1985. Fjármunamyndunin er atvinnugreinaskipt eftir því sem tök eru á, en sú skipting hefur verulega þýðingu við samanburð á arðsemi einstakra greina. Sama máli gegnir um þjóðarauðinn, en þar er atvinnugreinaskiptingin engu að síður torveld og ýmis álitaefni koma upp eins og til dæmis um flokkun skrifstofuhúsnæðis og atvinnubifreiða á einstakar atvinnugreinar. Þá rná nel'na að skipting fjármunamyndunar og þjóðarauðs á atvinnugreinar iðnaðar nær mjög skammt. Heimildirnar við skýrslugerð um fjármunamyndun eru úr ýmsum áttum. Tölur um fjármunamyndun í húsnæði eru byggðar á byggingarskýrslum. sem Þjóðhagsstofnun safnar frá byggingarfulltrúum alls staðar á landinu, og hefur svo verið um árabil. Skýrslur þessar tilgreina fjölda þeirra rúmmetra, sem eru í byggingu á hverjum tíma, og jafnframt upphaf og lok framkvæmda. Þessar framkvæmdir, mældar í rúmmetrum, hafa síðan verið verðlagðar með hliðsjón
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.