Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 17
15
20) Verðbreytingafærslur, vextir o.fl. (Adjustments for inflation, interest etc.)
Þessi liður er birtur óskiptur í töflum 1.1 og 1.3 en er í töflu 1.4 greindur í
eftirfarandi þætti:
Vaxtatekjur og verðbætur
Vaxtagjöld, verðbætur og gengismun
Verðbreytingafærslu til tekna
Verðbreytingafærslu til gjalda
Fenginn arð af hlutabréfum
Varðandi liðina vaxtagjöld og verðbreytingafærslur má vísa til stuttrar
lýsingar á þessum þætti nýju skattalaganna í kafla 4.1 í atvinnuvegaskýrslum
nr.28.
21) Verg hlutdeild fjármagns eða vergur rekstrarafgangur (Gross operating
surplus)
Þetta er rekstrarafgangur að viðbættum afskriftum.
22) Vinnsluvirði (Value added)
Vinnsluvirði er hin eiginlega framleiðsla í skilningi þjóðhagsreikninga. Það
má skilgreina með tvennum hætti. Annars vegar sem mismun rekstrartekna og
aðfanga, en hins vegar sem summuna af rekstrarafgangi og rekstrarkostnaði,
öðrum en aðföngum, en það jafngildir launum og afskriftum. Summa
vinnsluvirðis fyrir allar atvinnugreinar í landinu er jöfn vergri landsframleiðslu,
sem ýmist getur verið á markaðsvirði eða tekjuvirði. eftir því hvort óbeinir
skattar að frádregnum framleiðslustyrkjum eru meðtaldir eða ekki. í þessari
skýrslu er vinnsluvirðið reiknað á markaðsvirði, en á tekjuvirði samanstendur
vinnsluvirðið af launum, afskriftum og rekstrarafgangi. og er þá gjarnan nefnt
vergar þáttatekjur (gross factor income).
4. Skýringar við einstakar töflur
4.1 Rekstraryfirlit og afkomuþróun (töflur 1.1-1.10).
Rekstraryfirlitin sem birt eru í þessari skýrslu ná til svo að segja alls
fyrirtækjarekstrar í landinu. Af rekstri. sem hér er ekki meðtalinn, má helst
nefna starfsemi banka, tryggingafélaga, byggingastarfsemi á vegum hins
opinbera og nokkrar smáar þjónustugreinar. Auk þessa er undanskilinn
búskapur hins opinbera svo sem stjórnsýsla, menntamál, heilbrigðis- og
félagsmál o.fl. Þá er undanskilin ýmis önnur starfsemi, sem um margt svipar til
starfsemi hins opinbera og er að jafnaði ekki rekin í ágóðaskyni.
4.1.1 Skýringar við einstakar töflur.
Eins og getið hefur verið um í fyrri atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar,
voru verulegar breytingar gerðar á rekstraryfirlitunum frá og með árinu 1979.