Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 21
19
reikningaskýrslur nr. 3, sem Þjóðhagsstot'nun gaf út í júní 1985. Þar er meðal
annars gerð tilraun til þess að leiðrétta rekstrarafganginn sem nemur áætlaðri
verðbólguhækkun birgða. Af ýmsum ástæðum sem nánar eru raktar í umræddri
skýrslu var þó ekki talið unnt að leiðrétta rekstrarafgang einstakra atvinnu-
greina en þess í stað var leiðréttingin birt í einu lagi sem frádráttarliður undir
heitinu „endurmat birgða".
Við samanburð ársuppgjöra fyrir áþekkar atvinnugreinar verður jafnframt
að hafa í huga, að verg hlutdeild fjármagns sem hlutfall af tekjum verður
yfirleitt hærri í þeim greinum þar sem einstakiingsrekstur er ríkjandi. Ástæðan
er sú, að eigendalaunin eru meðtalin í rekstrarafgangi og þar með einnig í vergu
hlutdeildinni. Þegar tölurnar í töflu 1.5 eru skoðaðar er nauðsvnlegt að hafa
framangreinda fyrirvara í huga.
4.1.2 Helstu niðurstöður rekstraryfirlita 1983.
Eins og nefnt var að framan hefur með þessari skýrslu fengist sambærilegt
uppgjör samkvæmt hinum nýju skattalögum fyrir fimm ár, þ.e. 1979-1983.
Tafla 1.1 sýnir niðurstöður rekstraryfirlita samkvæmt tveggja stafa ISIC-
flokkun. Til frekari glöggvunar er hér á eftir birt samandregið rekstraryfirlit
fyrir iðnað, þ.e. atvinnugreinar 31-39, fyrir umrædd ár.
Rekstraryfirlit iðnaðar 1979-1983
Milljónir króna % af rekstrar- tekjum
1979 1980 1981 1982 1983 1983
Rekstrartekjur 3 280 5 229 7 775 13 091 22 851 100.0
þarafsala 3 161 5 022 7 474 12 371 21 756 95,2
Aöföng 2 140 3 339 5 054 8 497 15 288 66.9
þarafhráefni 1 679 2 559 3 722 6 206 10 423 45.6
Vinnsluvirði 1 140 I 890 2 721 4 593 7 563 33,1
þar af:
Laun og tengd gjöld 781 1 258 1 858 3 033 4 640 20,3
Afskriftir 164 255 422 769 1 587 6,9
Rekstrarafgangur 220 350 386 863 1 463 6,4
Veröbr. færsl. .vextir ofl 136 299 542 1 286 1 441 6,3
Óreglul. tekjur/gjöld(-) -1 -3 12 -73 17 0.1
Hreinn hagn.f. skatta 83 48 -144 -495 39 0.2
Sem % af rekstrartekjum:
Vergur rekstrarafgangur 11.7 11.6 10,4 12,5 13,3
Hreinn hagn.f. skatta 2,5 0,9 -1,9 -3,8 0,2
Hliðstæð yfirlit t.d. um heildverslun og smásöluverslun, má auðveldlega lesa
út úr töflu 1.1 í þessari skýrslu og samsvarandi töflum í Atvinnuvegaskýrslum
nr. 26, 28 og 30. Á yfirlitinu yfir iðnað má sjá að á tímabilinu 1979-1982 fara