Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 12
10
í fjórða hluta koma fram ýmsar upplýsingar um fjölda fyrirtækja, stærð
þeirra og launagreiðslur fyrir árin 1983 og 1984. Þar má nefna stærðardreifingu
fyrirtækja, annars vegar samkvæmt tryggingaskrám skattyfirvalda 1983 og hins
vegar samkvæmt launamiðaskýrslum og launamiðum fyrir árin 1983 og 1984.
Birtar eru upplýsingar um launagreiðslur og fjölda fyrirtækja eftir rekstrar-
forrni og atvinnugreinum. Ennfremur er birt sundurliðun á greiddum launum
eftir tegundum. Þá er átt við vinnulaun, ökutækjastyrki, dagpeninga o.fl.
I fimmta hluta eru birtar tölur um vinnuafl hverrar atvinnugreinar, og ná þær
tölur til áranna 1975-1983. Byggt er á tryggingaskrám skattyfirvalda.
I sjötta hluta er birt tafla um magnvísitölu iðnaðarvöruframleiðslunnar árin
1974-1983 með líkum hætti og verið hefur í fyrri atvinnuvegaskýrslum. Einnig
er birt tafla um veltutölur samkvæmt söluskattsskýrslum. Veltutölurnar ná til
velflestra atvinnugreina verslunar auk ýmissa iðnaðar-, viðgerða- og þjónustu-
greina fyrir árin 1979-1984. Ennfremur eru sýndar þrjár töflur sem gefa yfirlit
yfir verðlagsþróunina árin 1977-1985.
I sjöunda og síðasta hluta eru birtar tölur um fjármunamyndun í byggingum
og vélum undanfarin ár, ásamt tölum um byggingu íbúðarhúsa og þjóðarauð.
Allar vísitölur sem birtast í skýrslunni hafa verið samræmdar, og er árið 1980
notað sem viðmiðunarár.
Að síðustu eru svo fjórir viðaukar. Sá fyrsti lýsir samsvörun atvinnugreina-
flokkunar Hagstofunnar og nýrrar flokkunar Sameinuðu þjóðanna. Hinir þrír
viðaukarnir hafa að geyma enskar þýðingar á heitum á atvinnugreinum,
töfluheitum og helstu hugtökum, sem fram koma í töflunum.
2. Almennar skýringar.
í skýrslunni eru atvinnugreinar flokkaðar með tvennum hætti. Annars vegar
er byggt á þriggja stafa atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar, en í þeirri flokkun
eru alls 176 atvinnugreinanúmer. Þessi flokkun er sú ítarlegasta sem notuð
hefur verið hérlendis, og eru t.d. rekstraryfirlitin í töflu 1.3 samkvæmt henni.
Hins vegar er svo flokkun samkvæmt hinum svonefnda ISlC-staðli (Internatio-
nal Standard Industrial Classification of All Econontic Activity; United
Nations 1968). Mesta sundurliðun samkvæmt þeim staðli miðast við fjóra
tölustafi. Þegar ISIC-staðli er beitt í þessari skýrslu, er sundurliðað með tveggja
stafa flokkun. Samkvæmt þeirri flokkun verða atvinnugreinarnar 27, auk
starfsemi hins opinbera og annarrar starfsemi. Þetta er sú flokkun, sem fylgt er í
skýrslunni í öllum yfirlitstöflum, en að jafnaði eru einnig sýnd þau atvinnu-
greinanúmer samkvæmt þriggja stafa flokkun Hagstofunnar, sem standa á bak
við ISIC-flokkunina. í viðauka 1 er birt í heild samsvörunin milli þessara
tveggja atvinnugreinaflokkana. Rétt er að benda sérstaklega á, að drjúgur hluti
viðgerðagreina, sem talinn er til iðnaðar hjá Hagstofunni, er samkvæmt ISIC-
flokkuninni talinn til þjónustu. Flokkun Hagstofunnar er byggð á eldri ISIC-