Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 29
27
Fram kemur í töflunni að úrtakið er mjög misstórt eftir atvinnuvegum. Á
þessu eru tvær skýringar helstar. Annars vegar nrá rekja þetta til þess, að
mismörg atvinnugreinanúmer eru í hverjum hinna fimm atvinnuvega, eins og
sjá má í töflunni. Þetta skiptir máli þar sem krafist er nákvæmni í matsniður-
stöðum fyrir hverja einstaka atvinnugrein, en af því leiðir að úrtakið fyrir
atvinnuveginn sem heild verður stærra en ella. Á hinn bóginn er stærðar-
dreifing fyrirtækja mismunandi eftir atvinnuvegum. í samgöngum og bygging-
ariðnaði virðast fyrirtæki t.a.m. frekar áþekk að stærð. Það leiðir til þess að
smærra úrtak þarf fyrir þá atvinnuvegi heldur en aðra, að gefnum sömu
skekkjumörkum.
í töflunni kemur ennfremur fram hversu stór hluti heildarlauna lendir innan
úrtaksins. Athyglisvert er að hlutfallið milli launa í úrtaki og launa í heild er
miklum mun hærra í öllum atvinnuvegunum en úrtakshlutfallið, þ.e.a.s.
hlutfallið af fjölda fyrirtækja. Það þarf þó tæpast að koma á óvart þar sem þau
fyrirtæki, sem hæst laun greiða, eru sjálfkrafa tekin með í úrtakið, auk þess sem
fyrirtæki eru því líklegri til að vera dregin í úrtakið sem launagreiðslur þeirra
eru hærri. En það, að svo stór hluti launagreiðslnanna kemur fram í úrtakinu,
ætti að vera vísbending um, að úrtakið hafi að geyma traustari upplýsingar um
hverja atvinnugrein heldur en fjöldi fyrirtækja í úrtaki gæti í fljótu bragði gefið
til kynna.
í töflu 3.1 kemur fram hvernig heildarúrtakið skiptist á einstakar atvinnu-
greinar. Athuga ber að nokkrar atvinnugreinar voru teknar sem heild í hinn
svonefnda sjálfvalda hluta úrtaksins. Þetta var gert vegna þess að svo fá
fyrirtæki eru í þessuni atvinnugreinum að talið var ókleift að koma við
nrarktæku tölfræðilegu mati reistu á úrtaki. Niðurstöðutölur fyrir þær atvinnu-
greinar sem hér um ræðir verða því ekki háðar annarri óvissu en þeirri sem
búast má við af gögnununr sem þær eru reiknaðar eftir.
Athygli skal vakin á þeim dálki í töflu 3.1, sem tilgreinir hlutfall launa í úrtaki
því sem dregið var fyrir viðkomandi atvinnugrein fyrir árið 1983. Fróðlegt er að
bera saman úrtakshlutfall miðað við fjölda fyrirtækja og launahlutfall og sjá,
hve hárri launasummu aðferðin, sem úrtakið er reist á, hefur náð úr tiltölulega
fáum fyrirtækjum í hverri atvinnugrein.
4.4 Fjöldi fyrirtœkja, stœrð þeirra og launagreiðslur (töflur 4.1-4.11).
I töflum 4.1 til 4.11 eru birtar ýmsar upplýsingar unr fjölda fyrirtækja og
stærð þeirra árin 1983 og 1984.
í töflu 4.1 er birt stærðardreifing fyrirtækja eftir fjölda vinnuvikna 1983 fyrir
allar atvinnugreinar. Heimildin, sem byggt er á, er vinnuviknagögn skattyfir-
valda, en fram til ársins 1978 voru vinnuvikurnar gjaldstofn við álagningu
slysatryggingariðgjalda, auk atvinnuleysistryggingariðgjalds.
Athygli skal vakin á því, að með fjölda fyrirtækja í hverri atvinnugrein er átt