Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.01.1986, Blaðsíða 31
29
hve stóran hluta af heildarlaunagreiðslum í hverri grein stærstu fyrirtækin bera
og hve mörg þau eru og er þá miðað við 5%, 10% og 25% af heildarfjölda
fyrirtækjanna í fallandi stærðarröð.
Til frekari skýringar skal tekið eftirfarandi dæmi: í atvinnugrein nr. 233,
veiðarfæraiðnaður, voru árið 1983 starfandi 46 fyrirtæki og námu launa-
greiðslur þeirra 88,1 milljónum króna það ár (tafla 4.2). Þar af greiddu 5%
fyrirtækjanna og jafnframt þau stærstu, þ.e. tvö stærstu fyrirtækin, 57,7% af
heildarlaunagreiðslum atvinnugreinarinnar. Launagreiðslur fyrirtækja sem
lenda innan 10% markanna og jafnframt þeirra stærstu, þ.e. fjögur stærstu
fyrirtækin, námu 65,8% af heildinni. Sé hins vegar litið á fyrirtæki sem falla
innan 25% markanna, þ.e. 11 stærstu fyrirtækin, námu launagreiðslur þeirra
83,7% af heildinni. Af þessu má ráða að í atvinnugreininni séu 1 eða 2
fyrirtækjanna verulega stærri en önnur en flest hinna af svipaðri stærð. Þetta
má fá staðfest í töflu 4.1, sem sýnir stærðardreifingu fyrirtækja eftir fjölda
vinnuvikna 1983.
Ef gerður er samanburður á töflum 4.1, stærðardreifing fyrirtækja eftir fjölda
vinnuvikna og 4.2, stærðardreifing fyrirtækja samkvæmt launamiðaskýrslum,
sem báðar eiga við árið 1983, kemur fram eftirfarandi mismunur í fjölda
fyrirtækja í almennum búrekstri og útgerð fiskiskipa annarra en togara:
Atvinnugrein:
Fjöldi fyrirtækja 1983
Skv. töflu Skv. töflu
4.1 4.2
(vinnuviknagögn) (launamiöaskýrslur)
011 Almennur búrekstur...................... 6.585 10.057
150 Útgerð fiskiskipa annarra en togara ... 2.307 1.232
Ástæður fyrir þessum mun eru þessar helstar, auk þess sem að framan
greinir:
í launamiðaskrá eru iðulega bæði bónda og maka hans reiknuð eigin laun og
teljast því tvö „fyrirtæki“ í almennum búrekstri í töflu 4.2 og hliðstæðum töflum
fyrir önnur ár. í vinnuviknaskráningu skattyfirvalda, sem tafla 4.1 byggist á, er
eiginkona bónda talin á nafnnúmeri hans.
Allir þeir sem stunda búrekstur sem hlutastarf og fá reiknuð eigin laun vegna
þess, teljast „fyrirtæki“ í almennum búrekstri í töflu 4.2. Þessir aðilar eru ekki
taldir með í almennum búrekstri í vinnuviknagögnum ef þeir eru í fullu starfi
annars staðar, þar sem hver einstaklingur fær ekki skráðar á sig vinnuvikur
umfram eitt ársverk, eða 52 vikur.
Tafla 4.1, sem byggð er á vinnuviknaskráningu skattyfirvalda, og samskonar
töflur fyrir önnur ár, gefa því réttari mynd af fjölda „fyrirtækja“ í atvinnugrein
011, almennur búrekstur.