Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 25. júní 2015 | SPORT | 37 FÓTBOLTI Breiðablik hefur farið liða best af stað í Pepsi-deild kvenna. Blikastúlkur unnu gríðar- lega mikilvægan 1-0 sigur á Sel- fossi í Pepsi-deildinni í fyrradag en með honum náðu þær fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar. Blikar eru búnir að vinna sér inn 19 stig, fjórum meira en Stjarnan og Selfoss sem eru í 2. og 3. sæti. Blikastúlkur eru búnar að vinna sex af fyrstu sjö leikj- um sínum og gera eitt jafntefli. Markatalan er líka frábær; 23 mörk skoruð og aðeins tvö fengin á sig. Breiðabliki var spáð sigri í Pepsi-deildinni í ár og byrjunin lofar allavega góðu. Sérstaklega í ljósi þess að Blikar hafa ekki byrjað jafn vel í efstu deild síðan 2005 – árið sem félagið varð síðast Íslandsmeistari. Þá unnu Blikar fyrstu sjö leiki sína með markatölunni 28-5 og voru með 21 stig á toppi deildar- innar, þremur stigum á undan Val. Þegar upp var staðið fékk Breiða- blik 40 stig í 14 leikjum árið 2005; vann 13 leiki og gerði eitt jafnt- efli. Blikar eru þegar búnir að tapa jafn mörgum stigum í ár og allt tímabilið 2005 en miðað við spilamennsku liðsins í sumar er ólíklegt að það tapi mörgum stig- um til viðbótar. Aðeins einn leikmaður er eftir í Breiðabliksliðinu frá Íslands- meistaraárinu 2005. Það er lands- liðskonan Fanndís Friðriksdóttir sem kom fyrst inn í lið Breiða- bliks sumarið 2005, aðeins 15 ára gömul. Fanndís, sem er marka- hæst í Pepsi-deildinni í ár, lék þrjá leiki í efstu deild sumarið 2005 og skoraði eitt mark. - iþs Besta byrjun frá meistaraárinu Blikar hafa ekki byrjað jafn vel frá 2005, þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari. Á TOPPNUM Blikar eru búnir að vinna sex af sjö leikjum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lofthradi.is Sími 1817 MEIRI HRAÐI Í BÚSTAÐINN MEIRI HRAÐI Allt að 30 Mb/s hraði. STÖÐUGRA SAMBAND Mikil notkun truflar ekki aðra viðskiptavini. INNLENT NIÐURHAL INNIFALIÐ Allt innlent niðurhal er innifalið. Athugaðu hvort að þú getir fengið Lofthraða í bústaðinn þinn, kynntu þér málið á lofthradi.is FÓTBOLTI Klara Bjartmarz, fram- kvæmdastjóri KSÍ, mun ekki skjóta máli Kassims Doumbia, leikmanns FH, til aganefndar sambandsins en það staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið í gær. Klara hefur heimild til að senda mál inn á borð aganefndar sem geta talist skaðleg íslenskri knattspyrnu og ímynd hennar. Doumbia fagnaði jöfnunarmarki sínu gegn Breiðabliki með því að öskra blótsyrði að myndatökuvél Stöðvar 2 Sports, sem var með leikinn í beinni útsendingu. „Þetta var honum ekki til sóma og íþróttinni ekki til framdrátt- ar,“ sagði Klara. „En hann baðst afsökunar og ég læt það duga að þessu sinni.“ Doumbia og knattspyrnudeild FH hörmuðu atvikið í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í fyrra- dag. Doumbia hóf keppnistímabilið í Pepsi-deild karla í fjögurra leikja banni vegna hegðunar sinnar eftir leik FH og Stjörnunnar í lokaumferð síðasta tímabils. - esá Doumbia ekki fyrir aganefnd SLEPPUR Kassim Doumbia fer ekki í bann fyrir ljótan munnsöfnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Litlar líkur eru á því að Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson verði með sínum mönnum þegar þeir mæta ÍBV í Vestmannaeyj- um á sunnudag. Höskuldur hefur verið veikur og missti af toppslag Breiðabliks og FH í síðustu umferð af þeim sökum. Arnar Grétarsson, þjálf- ari Breiðabliks, segir að Höskuld- ur sé á batavegi en hann reikni ekki með honum fyrir leikinn gegn ÍBV. Breiðablik fær rúmleg tveggja vikna frí eftir leikinn á sunnu- dag og reiknar Arnar með því að Höskuldur verði búinn að ná full- um bata fyrir leik liðsins gegn Fjölni mánudaginn 13. júlí. - esá Höskuldur fer ekki til Eyja ÖFLUGUR Höskuldur hefur skorað fjögur mörk í tíu deildar- og bikar- leikjum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 3 -1 7 1 C 1 7 D 3 -1 5 E 0 1 7 D 3 -1 4 A 4 1 7 D 3 -1 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.