Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 49
FIMMTUDAGUR 25. júní 2015 | SPORT | 37 FÓTBOLTI Breiðablik hefur farið liða best af stað í Pepsi-deild kvenna. Blikastúlkur unnu gríðar- lega mikilvægan 1-0 sigur á Sel- fossi í Pepsi-deildinni í fyrradag en með honum náðu þær fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar. Blikar eru búnir að vinna sér inn 19 stig, fjórum meira en Stjarnan og Selfoss sem eru í 2. og 3. sæti. Blikastúlkur eru búnar að vinna sex af fyrstu sjö leikj- um sínum og gera eitt jafntefli. Markatalan er líka frábær; 23 mörk skoruð og aðeins tvö fengin á sig. Breiðabliki var spáð sigri í Pepsi-deildinni í ár og byrjunin lofar allavega góðu. Sérstaklega í ljósi þess að Blikar hafa ekki byrjað jafn vel í efstu deild síðan 2005 – árið sem félagið varð síðast Íslandsmeistari. Þá unnu Blikar fyrstu sjö leiki sína með markatölunni 28-5 og voru með 21 stig á toppi deildar- innar, þremur stigum á undan Val. Þegar upp var staðið fékk Breiða- blik 40 stig í 14 leikjum árið 2005; vann 13 leiki og gerði eitt jafnt- efli. Blikar eru þegar búnir að tapa jafn mörgum stigum í ár og allt tímabilið 2005 en miðað við spilamennsku liðsins í sumar er ólíklegt að það tapi mörgum stig- um til viðbótar. Aðeins einn leikmaður er eftir í Breiðabliksliðinu frá Íslands- meistaraárinu 2005. Það er lands- liðskonan Fanndís Friðriksdóttir sem kom fyrst inn í lið Breiða- bliks sumarið 2005, aðeins 15 ára gömul. Fanndís, sem er marka- hæst í Pepsi-deildinni í ár, lék þrjá leiki í efstu deild sumarið 2005 og skoraði eitt mark. - iþs Besta byrjun frá meistaraárinu Blikar hafa ekki byrjað jafn vel frá 2005, þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari. Á TOPPNUM Blikar eru búnir að vinna sex af sjö leikjum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lofthradi.is Sími 1817 MEIRI HRAÐI Í BÚSTAÐINN MEIRI HRAÐI Allt að 30 Mb/s hraði. STÖÐUGRA SAMBAND Mikil notkun truflar ekki aðra viðskiptavini. INNLENT NIÐURHAL INNIFALIÐ Allt innlent niðurhal er innifalið. Athugaðu hvort að þú getir fengið Lofthraða í bústaðinn þinn, kynntu þér málið á lofthradi.is FÓTBOLTI Klara Bjartmarz, fram- kvæmdastjóri KSÍ, mun ekki skjóta máli Kassims Doumbia, leikmanns FH, til aganefndar sambandsins en það staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið í gær. Klara hefur heimild til að senda mál inn á borð aganefndar sem geta talist skaðleg íslenskri knattspyrnu og ímynd hennar. Doumbia fagnaði jöfnunarmarki sínu gegn Breiðabliki með því að öskra blótsyrði að myndatökuvél Stöðvar 2 Sports, sem var með leikinn í beinni útsendingu. „Þetta var honum ekki til sóma og íþróttinni ekki til framdrátt- ar,“ sagði Klara. „En hann baðst afsökunar og ég læt það duga að þessu sinni.“ Doumbia og knattspyrnudeild FH hörmuðu atvikið í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í fyrra- dag. Doumbia hóf keppnistímabilið í Pepsi-deild karla í fjögurra leikja banni vegna hegðunar sinnar eftir leik FH og Stjörnunnar í lokaumferð síðasta tímabils. - esá Doumbia ekki fyrir aganefnd SLEPPUR Kassim Doumbia fer ekki í bann fyrir ljótan munnsöfnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Litlar líkur eru á því að Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson verði með sínum mönnum þegar þeir mæta ÍBV í Vestmannaeyj- um á sunnudag. Höskuldur hefur verið veikur og missti af toppslag Breiðabliks og FH í síðustu umferð af þeim sökum. Arnar Grétarsson, þjálf- ari Breiðabliks, segir að Höskuld- ur sé á batavegi en hann reikni ekki með honum fyrir leikinn gegn ÍBV. Breiðablik fær rúmleg tveggja vikna frí eftir leikinn á sunnu- dag og reiknar Arnar með því að Höskuldur verði búinn að ná full- um bata fyrir leik liðsins gegn Fjölni mánudaginn 13. júlí. - esá Höskuldur fer ekki til Eyja ÖFLUGUR Höskuldur hefur skorað fjögur mörk í tíu deildar- og bikar- leikjum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 3 -1 7 1 C 1 7 D 3 -1 5 E 0 1 7 D 3 -1 4 A 4 1 7 D 3 -1 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.