Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 5 Embætti sérstaks saksóknara, Ól- afs Haukssonar, rannsakar þátt Glitnis í viðskiptunum með hluta- bréf útgerðarkonunnar Guðbjarg- ar Matthíasdóttur frá Vestmanna- eyjum í lok september 2008. Guðbjörg sjálf og einkahlutafélag hennar Kristinn ehf. liggja því ekki undir grun í málinu, samkvæmt heimildum DV. Guðbjörg seldi 1,71 prósents hlut í bankanum fyrir 4,1 milljarð króna föstudaginn 26. septem- ber 2008 og hélt eftir jafnstórum hluta. Að frádregnum arðgreiðsl- um og þóknun fékk Guðbjörg um 3,5 milljarða króna í sinn hlut fyrir bréfin. Þremur dögum síðar tók ís- lenska ríkið yfir 75 prósenta hlut í bankanum og hluthafar hans töp- uðu hlutafjáreign sinni. Þar tapaði Guðbjörg hinum helmingi hluta- bréfa sinna í bankanum. Bréfin sölutryggð 2007 Ástæðan fyrir því að Guðbjörg ligg- ur ekki undir grun í málinu er sú að hún eignaðist bréfin í september 2007 þegar hún seldi þriðjungshlut sinn í Tryggingamiðstöðinni til FL Group í september 2007. Hún fékk meðal annars greitt frá FL Group með hlutabréfum í Glitni en FL Group var stærsti hluthafi Glitnis á þessum tíma. Samkvæmt samn- ingnum við FL Group frá því í sept- ember 2007 átti Guðbjörg rétt á að selja helming hlutabréfanna til Glitnis á genginu 32,18 dagana 25. til 27. september 2007. Með öðrum orðum var það hluti samkomulags Guðbjargar við FL Group að bréfin voru sölutryggð: Bankinn varð að kaupa bréfin af Guðbjörgu á þessu gengi ef hún tæki ákvörðun þar um. Guðbjörg ákvað að nýta sér þennan sölurétt en hélt eftir helm- ingi bréfanna. Því má segja að til- viljunin ein hafi ráðið því að Guð- björg seldi bréfin svo skömmu fyrir hrun bankans. Gengið á Glitnisbréfunum var 15,9 þann dag sem Guðbjörg seldi og hefði hún fengið þetta mark- aðsverð fyrir hinn hluta bréfanna ef hún hefði selt þau. Möguleg markaðsmisnotkun DV hefur heimildir fyrir því að öðr- um hluthöfum í Glitni hafi ekki verið kunnugt um söluna á bréf- um Guðbjargar á þessum tíma og að það hafi komið þeim í opna skjöldu þegar þeir heyrðu að Guð- björg hafi selt um það leyti sem bankinn var að fara á hliðina. Ástæðan fyrir þessu er meðal ann- ars að Glitnir tilkynnti ekki um við- skiptin til Kauphallarinnar líkt og fjármálafyrirtækjum ber að gera lögum samkvæmt í slíkum tilfell- um. Það er þessi angi málsins sem embætti sérstaks saksóknara mun skoða í málinu: Hvort ein- hverjar óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að Glitn- ir tilkynnti viðskiptin ekki og að þau hefðu átt sér stað með þeim hætti sem þau gerðu, að bréfin hafi verið sölutryggð. Glitnir var tilkynningaskyld- ur en hugsanlegt er að það hefði ekki litið vel út fyrir bankann ef það hefði spurst út að bankinn hefði keypt tæp 2 prósent í sjálfum sér á meira en 100 prósent yfirverði á sama tíma og hann barðist fyrir lífi sínu og leitaði eftir fjárhagsaðstoð hjá Seðlabanka Íslands. Slíkir við- skiptahættir gætu flokkast sem markaðsmisnotk- un af hálfu bank- ans ef það reynist rétt að óeðlilegar ástæður hafi leg- ið að baki því að viðskiptin voru ekki tilkynnt, sam- kvæmt heimildum DV. Markmiðið með því að tilkynna viðskiptin ekki gæti hafa verið að koma í veg fyr- ir mögulega lækkun á hlutabréfa- verði í bankanum. Samkvæmt heimildum DV er rannsóknin á þessum þætti máls- ins þó ekki langt komin hjá sak- sóknara en ljóst þykir að greina þurfi af hverju viðskiptin voru ekki tilkynnt. Rannsókn saksóknara mun því að langmestu leyti hverf- ast um þetta atriði viðskiptanna. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is RANNSAKA GLITNI EKKI GUÐBJÖRGU Embætti sérstaks saksóknara rannsakar þátt Glitnis í viðskiptunum með hlutabréf Guðbjargar Matthíasdóttur í Glitni skömmu fyrir bankahrunið í fyrra. Rannsókn- in snýst ekki um möguleg innherjaviðskipti Guðbjargar heldur um það að bankinn tilkynnti viðskiptin ekki eins og lög og reglur gera ráð fyrir. „Hvort einhverjar óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að Glitnir tilkynnti viðskiptin ekki og að þau hefðu átt sér stað með þeim hætti sem þau gerðu.“ Rannsóknin stutt komin Rannsókn sérstaks saksóknara á viðskiptunum með bréf Guðbjargar Matthíasdóttur er stutt komin samkvæmt heimildum DV. Hún beinist hins vegar að Glitni en ekki Guðbjörgu. Lárus Welding var forstjóri Glitnis á þessum tíma og Jón Ásgeir Jóhannesson var einn stærsti hluthafi hans í gegnum FL Group. Glitnir, ekki Guðbjörg Rannsókn sérstaks saksóknara á viðskiptum Glitnis og Guðbjargar Matthíasdóttur með hlutabréf í bankanum beinist að bankanum en ekki að útvegskonunni úr Vestmannaeyjum. Hugsanlegt er að um markaðsmis- notkun hafi verið að ræða þegar Glitnir tilkynnti viðskiptin ekki skömmu fyrir bankahrunið í fyrra. Líkamsræktarkeðjan World Class auglýsir opnun tveggja nýrra stöðva á nýju ári. Opnanirnar eiga eftir að eiga sér stað í skugga málareksturs fyrir dómstólum þar sem eigendur líkamsræktarstöðvanna eru sakað- ir um að færa verðmæti milli kenni- talna og hlaupa frá skuldum sínum. Það er Straumur fjárfestinga- banki sem hefur boðað málshöfðun gegn eigendum World Class, fyrir að skilja eftir miklar skuldir, um það bil einn milljarð íslenskra króna, eftir í greiðsluþrota rekstrarfélagi World Class, Þreki ehf., en á sama tíma færa helstu verðmæti félagsins yfir á aðra kennitölu, yfir í það sem Björn Leifs- son kallar móðurfélagið. Skuldirnar eru að mestu tilkomnar vegna mis- heppnaðs útrásarverkefnis í Dan- mörku en til að bjarga rekstrinum hér á landi ákváðu eigendurnir að færa reksturinn yfir á annað félag. Það staðfesti Björn í einlægu viðtali við DV. Nýju stöðvarnar verðar opnaðar í september næstkomandi og verða annars vegar í Kringlunni í Reykja- vík og hins vegar í Ögurhvarfi í Kópa- vogi. Þá verða stöðvar World Class á Íslandi orðnar níu talsins á nýju ári. Á haustmánuðum árið 2006 fjár- festi World Class í keðju heilsurækt- arstöðva í Danmörku. Keðjan heitir Equinox og þá voru starfræktar þrett- án stöðvar undir því heiti, tólf á Jót- landi og ein risastöð í Kaupmanna- höfn. Straumur viðskiptabanki tók á endanum til sín Equinox og líkams- ræktarhjónin skulda bankanum hátt í milljarð eftir ævintýrið. Straumur hefur nú náð að selja keðjuna til er- lendra aðila en skuldin stendur eftir. Yfir höfði Björns vofir hugsanlegt gjaldþrot þar sem einn stærsti kröfu- hafi á hendur honum, Straumur, hefur boðað málsókn gegn honum. Straumur keypti á dögunum kröfu Kaupþings banka og getur bankinn þannig nálgast persónulegar ábyrgð- ir gegn Birni og staðið sterkari fót- um fyrir dómstólum. Sjálfur íhugar Björn að kæra til baka fyrir ævintýra- lega lélega ráðgjöf. Ef marka má heimildir DV eru það hins vegar ekki aðeins útrás- arskuldir sem liggja eftir í skel hins greiðsluþrota félags heldur einnig nærri hundrað milljóna króna húsa- leiguskuld gagnvart Landsbankan- um. trausti@dv.is Opnar á nýju ári Bjössi og Dísa auglýsa tvær nýjar stöðvar World Class á árinu 2010, önnur er í Kringlunni og hin í Ögurhvarfi í Kópavogi. Eigendur World Class færa út kvíarnar á sama tíma og Straumur krefst greiðslna: Nýjar stöðvar í skugga málsóknar Tekinn með fullt af amfetamíni Ungur maður var handtekinn af tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli um miðjan jólamánuðinn. Í fórum hans fundust nokkur kíló af amfetamíni en hann var að koma frá Berlín. Lögreglan rannsakar málið á fullu. Maðurinn sem um ræðir er á þrítugsaldri og var eins og áður sagði á leið frá Þýskalandi. Hann var handtekinn með fíkniefn- in við komuna, nánar tiltek- ið mánudaginn 14. desember síðastliðinn. Rannsókn lögreglu beinist að því hvort hann hafi verið burðardýr og sökum rann- sóknarhagsmuna fást ekki frek- ari upplýsingar að svo stöddu. Þrettán vilja í bæjarstjórn Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri hafnfirskra sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga á næsta ári. Flokkurinn á í dag þrjá bæjarfulltrúa í ellefu manna bæjarstjórn. Haraldur Þór Óla- son, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, gefur ekki kost á sér til endurkjörs, ekki heldur bæj- arfulltrúinn Almar Grímsson. Þeir sem gefa kost á sér eru Elín Sigríður Óladóttir, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Jóhanna Fríða Dalkvist, Kristinn Andersen, María Kristín Gylfa- dóttir, Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Skarphéð- inn Orri Björnsson, Valdimar Svavarsson og Þóroddur Steinn Skaptason. Milljón í minnisvarða Ein milljón króna hefur safn- ast vegna minnisvarða sem til stendur að reisa á næstunni um samþykkt Icesave-frumvarps- ins. Á minnisvarðanum verð- ur að finna nöfn þeirra þing- manna sem greiddu atkvæði með Icesave-frumvarpinu sem og nöfn þeirra sem sátu hjá við afgreiðslu málsins. Fjársöfnun til stuðnings byggingu minnisvarðans hófst í desember. Tilgangurinn með minnisvarðanum er að reyna að koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig og á að vera áminning til framtíðarþingmanna um að verk þeirra gleymist ef til vill ekki. Leita forsvarsmenn hópsins nú að listamanni sem tilbúinn er að byggja verkið. Undirritun eða stjórnarslit „Ef forsetinn staðfestir ekki lögin þýðir það endalok þess- arar ríkisstjórnar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna og varaformað- ur fjárlaganefndar, í samtali við Bloomberg-fréttaveituna. „Ef forsetinn gefur ekkert upp um stöðu mála í dag þá á ég von á því að Jóhanna Sigurðar- dóttir muni hafa samband við hann og hvetja hann til að klára málið með einum eða öðrum hætti,“ var haft eftir Birni Val hjá Bloomberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.