Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 TUÐ EFTIR TAPLEIK Sir Alex Ferguson var allt annað en sáttur eftir snaut- legt tap Manchester United gegn Leeds. Sir Alex hefur þann hvimleiða vana að láta dómarana heyra það eftir tapleiki og hann sá ástæðu til að minnast á uppbótartímann sem var fimm mínútur. „Það var móðgun við leikinn sem og leikmennina.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sir Alex kvartar undan uppbótartímanum og væntan- lega ekki það síðasta. Nema United verði taplaust á árinu 2010. UMSJÓN: BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON, benni@dv.is ENSKI BIKARINN ASTON VILLA - BLACKBURN 3 - 1 1-0 Nathan Delfouneso (‘12), 2-0 Carlos Cuellar (‘37), 2-1 Nikola Kalinic (‘55), 3-1 John Carew (‘90, víti), n El Hadji Diouf (‘42) BOLTON - LINCOLN 4 - 0 1-0 Moses Swaibu (Sjálfsmark) (‘49), 2-0 Chung Yong Lee (‘51) 3-0 Gary Cahill (‘83), 4-0 Mark Davies (‘90) MIDDLESBROUGH - MAN. CITY 0 - 1 0-1 Benjani (‘45) FULHAM - SWINDON 1 - 0 1-0 Bobby Zamora (‘16) EVERTON - CARLISLE 3 - 1 1-0 James Vaugan (‘12), 1-1 Kevan Hurst (‘18) 2-1 Tim Cahill (‘82), 3-1 Leighton Baines (‘90, víti) SUNDERLAND - BARROW 3 - 0 1-0 Steed Malbranque (‘15), 2-0 Fraizer Campbell (‘51), 3-0 Fraizer Campbell (‘58) PORTSMOUTH - COVENTRY 1 - 1 0-1 David Bell (‘30), 1-1 Kevin Prince Boateng (‘45) TOTTENHAM - PETERBOROUGH 4 - 0 1-0 Niko Kranjcar (‘35), 2-0 Niko Kranjcar (‘57), 3-0 Jermain Defoe (‘70), 4-0 Robbie Keane (‘90, víti) WIGAN - HULL 4 - 1 0-1 Geovanni (‘45), 1-1 Charles N’Zogbia (‘47), 2-1 James Mc- Carthy (‘6), 3-1 Charles N’Zogbia (‘66), 4-1 Scott Sinclair (‘90) STOKE - YORK 3 - 1 0-1 Neil Barrett (‘22), 1-1 Daniel Parslow (‘25) (Sjálfsmark), 2-1 Ricardo Fuller (‘28), 3-1 Matthew Etherington (‘58) MK DONS - BURNLEY 1 - 2 0-1 Graham Alexander (‘23, víti), 0-2 Steven Fletcher (‘35), 1-2 Dean Morgan (‘89) PLYMOUTH - NEWCASTLE 0 - 0 NOTT. FOREST - BIRMINGHAM 0 - 0 PRESTON - COLCHESTER 7 - 0 BLACKPOOL - IPSWICH TOWN 1 - 2 HUDDERSFIELD - WBA 0 - 2 LEICESTER - SWANSEA 1 - 2 MILLWALL - DERBY 1 - 1 SCUNTHORPE - BARNSLEY 1 - 0 SHEFFIELD WED - CRYSTAL PALACE 1 - 2 SOUTHAMPTON - LUTON 1 -0 TORQUAY - BRIGHTON 0 - 1 READING - LIVERPOOL 1 - 1 1-0 Simon Church (‘24), 1-1 Steven Gerrard (‘36) MANCHESTER UNITED - LEEDS 0-1 CHELSEA - WATFORD 5-0 1-0 Daniel Sturridge (‘5), 2-0 J. Eustace (‘15, sjálfsmark), 3-0 Florent Malouda (‘22), 4-0 Frank Lampard (‘64), 5-0 Daniel Sturridge (‘68) NOTTS COUNTY - FOREST GREEN 0-0 SHEFFIELD UNITED - QPR 0-2 0-1 J. Simpson (‘39), 0-2 R. Cresswell (‘45) WEST HAM - ARSENAL 1-2 1-0 Alessandro Diamanti (‘45).1-1 Aaron Ramsey (‘78), 1-2 Eduardo (‘83) TRANMERE ROVERS - WOLVES X-X Fjórða umferð: n Tottenham - Leeds United n Tranmere/Wolves - Crystal Palace n Aston Villa - Brighton n Preston - Chelsea n Portsmouth/Coventry - Sunderland n Bolton - Sheffield United/QPR n Accrington/Gillingham - Fulham n Everton - Nott. Forest/Birmingham n West Brom - Plymouth/Newcastle n Scunthorpe United - Manchester City n Notts County/Forest Green - Wigan n Stoke City - Arsenal n Bristol City/Cardiff City - Leicester City n Millwall/Derby - Brentford/Doncaster n Reading/Liverpool - Burnley n Southampton - Ipswich ENSKI BIKARINN FA CUP HETJURNAR Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Leeds United minnti heldur betur á sig um helgina þegar liðið nið- urlægði Manchester United á Old Trafford, sem oftast er kallað Leik- hús draumanna, í enska bikarnum. Leeds er á toppnum í þriðju efstu deild Englands, C-deildinni, og virð- ist vera að jafna sig á fjármálaóreið- unni sem svipti félagið allri sinni dýrð. Stórveldi Leeds var stofnað 1919 og hefur allt- af leikið á Elland Road. Undir stjórn Dons Revie varð Leeds að stórveldi, bæði á Englandi og í Evrópu. Frá 1965-1974 endaði Leeds aldrei neð- ar en í fjórða sæti og vann fjölda bik- ara. Þegar Revie hætti féll liðið í aðra deild árið 1982 og komst ekki aftur upp fyrr en árið 1990 undir stjórn Howards Wilkinson. Tveimur árum síðar varð Leeds enskur meistari með Eric nokkurn Cantona fremst- an meðal jafningja. Meistaradeildin Leeds United skipaði George Gra- ham sem stjóra 1996 og liðið fór á mikið flug. Jimmy Floyd Hasselba- ink var keyptur og ungir leikmenn fóru að spila. Liðið komst í UEFA- bikarinn og Graham hætti, tók við Tottenham og David O´Leary var ráðinn. Leeds-arar voru reglulega við toppinn þótt þeir næðu aldrei titlin- um. Hins vegar komust þeir í Meist- aradeildina og ætluðu sér stóra hluti. Risastóra hluti. Oliver Dacourt var keyptur fyr- ir metfé og Rio Ferdinand skömmu síðar fyrir 18 milljónir punda. Allt var á blússandi ferð og liðið talið eitt það besta í Evrópu enda komst það alla leið í undanúrslit í Meistara- deildinni. Þvottakonan fékk Benz David O´Leary hafði alltaf kom- ist í Evrópukeppni með Leeds, aldrei endað neðar en í fjórða sæti og Leeds-arar veðjuðu á peninga- lest Meistaradeildarinnar. Lán voru tekin fyrir hinu og þessu og Robbie Fowler og Seth Johnson voru keypt- ir fyrir háar upphæðir, samningar voru bættir og meira að segja fékk konan sem þvær búningana Mer- cedes Benz-bifreið sér til yndisauka. En Newcastle United eyðilagði allt. Liðið hafði fjórða sætið af Leeds og peningarnir hurfu frá Elland Road. Liðið þurfti að losa sig við leik- menn, á bak við David O´Leary, sem hætti í kjölfarið. Rio Ferdinand, Jonathan Wood- gate, Lee Bowyer, Nigel Martyn, Robbie Fowler, Robbie Keane og Harry Kewell fóru allir til annarra liða og Leeds náði sér aldrei aftur á flug. Eftir 14 ára veru í efstu deild féll Leeds árið 2004. Orðið skuldlaust Leeds-arar ætluðu sér að taka tíma til að byggja upp á ný en fjármála- óreiðan var nú fyrst farin að segja til sín. Liðið var dæmt til gjald- þrotaskipta og féll niður í þriðju efstu deild. Það dýpsta sem Leeds hafði sokkið. Til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Leeds með 15 stig í mínus í þriðju deildinni. Botnin- um var náð. Nú er Simon Grayson við stjórn- völinn og félagið er orðið skuldlaust. Ró er komin yfir Elland Road. Liðið er byggt á skemmtilegum fótbolta- mönnum sem leggja sig alla fram fyrir félagið og fyrir Grayson. Það er efst í C-deildinni og framtíðin er Leeds-ara. Sannið þið til. STÓRVELDI NUNEATON 1 – MIDDLESBR. 1 Frá tíma Steves McClaren með Boro sem komst áfram með því að vinna síðari leikinn 5-2. MAN. UNITED 0 – EXETER 0 Manchester lenti í vandræðum í þessum leik árið 2005 en vann síðari leikinn 2-0. SUTTON 2 – COVENTRY 1 Tony Rains og Matthew Hanlan eru ekki frægustu menn í heimi en þeir tryggðu Sutton sigur á Coventry 1987. WREXHAM 2 – ARSENAL 1 Árið 1992 komst Arsenal yfir með marki Alans Smith og leikurinn nánast búinn enda Wrexham í fjórðu deild- inni. En hinn 37 ára Mickey Thomas og Steve Watkin tryggðu Wrexham sögulegan sigur. HEREFORD 2 – NEWCASTLE 1 Veðrið lék stóran þátt í þessum leik árið 1972 þar sem Newcastle komst yfir en Ronnie Radford og Ricky George skoruðu undir lokin og tryggðu Hereford magnaðan sigur. LIVERPOOL 0 – WIMBLEDON 1 Úrslitaleikurinn 1988. Ógleymanlegur. SHREWSBURY 2 – EVERTON 1 Nigel Jemson skaust upp á stjörnu- himininn árið 2003 með tveimur mörkum. Þetta var eini hápunktur Shrewsbury þetta árið því liðið féll í utandeildina skömmu síðar. n Deildartitlar: 1968–‘69, 1973–‘74 og 1991–‘92. n Enski bikarinn: 1972 n Deildarbikarinn: 1968 n Góðgerðarskjöldurinn: 1969 og 1992 n UEFA-bikarinn: 1968 og 1971 Titlar Leeds United BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaðamaður skrifar: benni@dv.is MINNIR Á SIG Nokkur óvænt úrslit í FA-bikarnum Í þá gömlu góðu Andryi Shevchenko í leik með AC Milan gegn Leeds árið 2000 þegar Leeds var stórveldi í Evrópu. Nú samherjar Rio Ferdinand var keyptur dýrum dómum til Leeds. Hér í baráttunni við Michael Owen, núverandi samherja sinn. Leeds United tróð upp í aðalkeppinaut sinn, Manchester United, með frábærri spilamennsku í enska bikarnum. Liðið vann einn magnaðasta sigur í sögu FA-bik- arsins og minntu Leeds-arar knattspyrnuheiminn á að þeir eru enn til. Hetjan Jermaine Beckford er kominn í dýrðlingatölu hjá stuðningsmönnum Leeds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.