Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 27
SVIÐSLJÓS 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 27 F orsetahjónin Barack og Michelle Obama eyddu jólum og áramótum á heimaslóðum forsetans á Havaii. Barack er fæddur árið 1961 í Honolulu og hann bjó þar til 18 ára aldurs. Hjónin hafa farið víða yfir hátíðarnar ásamt dætrum sín- um tveimur og notið þess að dvelja í hitanum á Hawaii-eyjum. Þó að forsetinn sé þekktur og vinsæll um allan heim þá á það ekki síður við eiginkonu hans. Tískulöggur heimins fylgjast grannt með klæðaburði hennar sem þykir einkar smekklegur og er langt síðan að svo fersk forsetafrú hefur verið í Hvíta húsinu. HÁTÍÐARNAR Á HAWAII Á HEIMASLÓÐUM Forsetahjón Banda- ríkjanna. BÆÐI VINSÆL Michelle ekki síður en Barack. Obama-hjónin á heimaslóðum forsetans: FRAMKVÆMDASJÓÐUR ALDRAÐRA Umsóknir um framlög árið 2010 Auglýst er eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2010. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og reglugerð nr. 1033/2004. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um úthlutun úr honum. Heimilt er að veita framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til eftirtalinna verkefna: a. Bygginga þjónustumiðstöðva aldraðra og dagvista. b. Bygginga dvalarheimila og sambýla. c. Bygginga hjúkrunarheimila eða hjúkrunarrýma á öldrunarstofnunum. d. Breytinga og endurbóta á húsnæði stofnana sbr. a – c lið. e. Annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Við ákvörðun um úthlutun verður höfð hliðsjón af stefnu félags- og tryggingamálaráðherra í öldrunarmálum einkum varðandi fækkun fjölbýla á hjúkrunarheimilum. Skilyrði fyrir framlögum til byggingaframkvæmda, breytinga og endurbóta á húsnæði er að framkvæmdir taki mið af viðmiðum félags- og tryggingamálaráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010. Umsóknum skal skila til félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin má einnig nálgast á vefsíðu ráðuneytisins, www.felagsmalaraduneyti.is. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - DETOX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.