Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 12
SKIPULEGGIÐ BÓKHALDIÐ Nú er rétti tíminn til að taka til í bókhaldinu og koma skipulagi á fjármálin. Víða getur fólk komist í þægileg og einföld bókhalds- forrit. Spara.is er með eitt, þar sem hægt er að gera raunhæfa áætlun um niðurgreiðslu skulda. Neytendasamtökin bjóða upp á rafrænt heimilisbókhald fyrir fé- lagsmenn sína og Landsbankinn flokkar allar færslur og reiknar út tekjur og útgjöld undir liðnum „heimilisbókhald“ í einkabank- anum, svo nokkur dæmi séu tek- in. Forritin eru einfaldari og flott- ari en flesta órar fyrir. OPNAÐU DÓSIRNAR Eru allir karlmenn heimilisins búnir að spreyta sig á rauðkáls- krukkunni? Situr lokið pikkfast? Ef þú villt skjóta harðjöxlunum ref fyrir rass skaltu laumast til að stinga gat á lokið með beittum hníf eða skærum. Þá kemst loft inn í krukkuna og jafnvel ómálga barn gæti opnað hana. Þú upp- skerð ómælda virðingu heimilis- fólksins í verðlaun. Ef þú átt erfitt með að ná innihaldi niðursuðu- dósar (til dæmis kæfu eða tún- fisks) úr dósinni geturðu á sama hátt gert gat á botninn. Þá verður það leikur einn. n Viðskiptavinur Símans gaf Nokia 2330-farsíma í jólagjöf. Síminn reyndist bilaður og slökkti á sér í sífellu. Hrokafullt viðmót var það sem mætti viðskiptavinin- um þegar hann leitaði í verslunina. Afgreiðslu- maðurinn bar fyrir sig reglur og neitaði að afhenda nýjan síma fyrr en fullreynt væri að hægt væri að gera við mánudagssím- ann. Jólabarnið er enn símalaust. n Lofið fær starfsfólk Eymundsson í Kringlunni. Viðskiptavinur í örvænt- ingarfullri leit að réttu gjöfinni fékk fyrsta flokks þjónustu síðustu dagana fyrir jól, þótt brjálað væri að gera. Þegar rétta gjöfin hafði verið valin, með hjálp starfsfólks, bauðst það til að pakka henni inn, kúnnanum að kostnaðar- lausu. Fyrirmyndarafgreiðsla. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 185,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 181,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 188,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 183,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 188,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,8 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 183,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 180,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 186,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 183,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 188,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 184,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 12 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 NEYTENDUR Jóhannes Gunnarsson segir slæmt að útsölurnar byrji strax eftir jól: VILLANDI UPPLÝSINGAR BANNAÐAR „Ég held að öll alvöru fyrirtæki, sem vilja vera trúverðug, hljóti að standa rétt að útsölum. Fyrirtækii sem gera það ekki kalla ég einnota fyrirtæki. Það er farsælast fyrir alla að farið sé að leikreglum,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna, spurður hvort algengt sé að fyr- irtæki fari á svig við reglur í útsölum. Jóhannes segir að Neytendasamtök- in fái jafnan þó nokkuð af kvörtunum þegar útsölur hefjast eftir jólin. Enginn skilaréttur Jóhannes segir mjög slæmt þegar út- sölurnar byrji strax eftir jól. Það geri neytendum erfitt fyrir. Reynslan sýni að það sé ávísun á vandræði þeg- ar kemur að því að skila jólagjöfum. Álitamál sé þá hvort verslanir end- urgreiði fólki vörurnar á fullu verði eða útsöluverði. „Við teljum að verð- ið sem varan var keypt á eigi að gilda. Um það eru verslanir ekki sammála okkur,“ segir Jóhannes en bendir á að enginn skilaréttur sé á vörum sem séu ógallaðar. Eingöngu séu til leiðbein- andi reglur sem verslanir þurfi ekki að fara eftir. Villandi tilboð Eins og sjá má í greininni hér fyrir ofan eru verslanir gjarnar á að auglýsa mjög mikinn afslátt við upphaf út- Enginn skilaréttur Jóhannes bendir á að verslunum sé ekki skylt að taka við ógölluðum vörum. Fatnaður er sá vöruflokkur sem víð- ast lækkar í verði á útsölunum, sem nú eru venju samkvæmt komnar í fullan gang. Margir auglýsa afslátt á bilinu 40 til 70 prósent. Herragarð- urinn, Hugo Boss, Debenhams, Þrír smárar, Hagkaup og Útilíf eru dæmi um verslanir sem selja föt á mjög niðursettu verði. Húsgagnaverslanir á borð við ILVA og IKEA bjóða einnig rausn- arlegan afslátt nú í upphafi nýs árs en ef vel er leitað má einnig finna heimilistæki, tölvur og annan bún- að á miklum afslætti. DV tók sam- an helstu útsölur sem auglýstar hafa verið í fjölmiðlum en upptalningin er vitanlega ekki tæmandi. Bestu kaupin Eins og áður sagði má víða gera góð kaup þegar kemur að fatnaði, að því gefnu að verslanir séu raunverulega að slá af verði sem áður var hærra. Í Útilífi, í Holtagörðum og Glæsibæ, er afslátturinn auglýstur 30 til 50 pró- sent, Debenhams auglýsir allt að 70 prósenta afslátt og barnafatabúð- in Þrír smárar auglýsir helmings af- slátt af öllum vörum í búðinni. Tísku- verslanirnar Herragarðurinn, Next og Hugo Boss slá 40 prósent af öllum vörum. Hagkaup fer sínar eigin leiðir og auglýsir sex útsöluverð á fatnaði, skóm og heimilisbúnaði. Verðin eru 250 krónur, 500 krónur, 1000, 1500, Góð tilboð Verslanir bjóða allt að 80 prósenta afslátt af vörum sínum. Fatnaður lækkar víðast hvar mest í verði. H&N-MYND PHOTOS.COM Útsölurnar eru hafnar af fullum krafti. Fatnaður, skór og heimilisbúnaður eru þær vörur sem mest lækka í verði en þeir sem hafa í hyggju að kaupa húsgögn geta einnig komist í feitt. Raftæki og tölvuvörur eru sums staðar á mikið lækkuðu verði. DV tók saman upplýsingar um stærstu og bestu útsölurnar. BESTU ÚTSÖLURNAR Ef til vill má gera bestu kaupin á fatnaði í Merkja Outlet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.