Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 20
Matthías Johannessen SKÁLD OG FYRRV. RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS Matthías fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1950 og cand. mag. prófi frá HÍ í norrænum fræð- um með íslenskar bókmenntir sem aðalgrein, 1955 og stundaði fram- haldsnám við Kaupmannahafnar- háskóla veturinn 1956-1957. Matthías varð blaðamaður við Morgunblaðið 1951 og var ritstjóri Morgunblaðsins 1959-2001. Matthías sat m.a. í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, í mennta- málaráði, í bókmenntaráði Al- menna bókafélagsins, í stjórn Film- íu, í stjórn Heimdallar og SUS, átti sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokks- ins, var, ásamt öðrum, ritstjóri Stefnis og sat í ritstjórn tímaritsins Frelsið, sat í stjórn Krabbameins- félags Íslands og Hjartaverndar. Hann var formaður Stúdentaráðs HÍ, Stúdentafélags Reykjavíkur, Blaðamannafélags Íslands, Félags íslenskra rithöfunda, Rithöfunda- sambands Íslands, Rithöfundaráðs, Norræna rithöfundaráðsins, Þjóð- hátíðarnefndar 1966-1974, Yrkju og Menntamálaráðs 1983-1987. Ljóðabækur Matthíasar: Borgin hló, 1958, 2. útg. 1995; Hólmgöngu- ljóð, 1960, 2. útg. 1985; Jörð úr ægi, 1961; Vor úr vetri, 1963; Fagur er dalur, 1966; Vísur um vötn, 1971; Mörg eru dags augu, 1972; Dagur ei meir, 1975; Morgun í maí, 1978; Tveggja bakka veður, 1981; Veður ræður akri, 1981; Flýgur örn yfir, 1984; Dagur af degi, 1988; Sálm- ar á atómöld, 1991; Fuglar og ann- að fólk, 1991: Árstíðaferð um innri mann, 1992; Land mitt og jörð, 1994; Vötn þín og vængur, 1996; Ættjarðarljóð á atómöld, 1999; Ljóðaúrval, 2001; Kvöldganga með fuglum, 2005; Netljóð I-III (óprent- uð útg.); Vegur minn til þín, 2009. Mörg ljóða Matthíasar hafa ver- ið þýdd og gefin út á fjölmörgum tungumálum og hafa birst í fjölda safnrita og tímarita. Samtalsbækur Matthíasar: Í kompaníi við allífið, viðtöl við Þór- berg Þórðarson, 1959; Svo kvað Tómas, viðtöl við Tómas Guð- mundsson, 1960; Hundaþúfan og hafið, viðtöl við Pál Ísólfsson, 1961; Hugleiðingar og viðtöl, 1963; Í dag skein sól, viðtöl við Pál Ísólfsson, 1964; Kjarvalskver, 1968, aukið 1974 og ný útg. 1995; Bókin um Ásmund, 1971; Skeggræður gegnum tíðina, samtalsgreinar um Halldór Lax- ness, 1972, Gunnlaugu Scheving, 1974, Sverri Haraldsson, 1977, M – Samtöl - fimm bindi af völdum samtölum Matthíasar við ýmsar persónur, útg. 1977-1985, Í komp- aníi við Þórberg, 1989; Vökunótt fuglsins 1990, samtöl og ritgerðir, og Samtöl Matthíasar Johannessen, úrval samtala, 2009. Leikrit Matthiasar: Sólmyrkvi, 1962 og Fjaðrafok og önnur leik- rit, 1975, en þar eru átta leikrit: Jón gamli; Eins og þér sáið; Sólborg; Fjaðrafok; Lungnaæfing; Hús- kveðja, Ófelía og Sókrates. Meðal annarra leikrita hans: Guðs reiði; Glerbrot; Sjóarinn, Spákonan og Maðurinn er vænglaus fluga. Sögur: Nítján smáþættir, 1981; Konungur af Aragon og aðrar sög- ur, 1986; Sól á heimsenda, 1987; Flugnasuð í farangrinum, 1998 og Hann nærist á góðum minningum, 2001. Smásögur: Hvíldarlaus ferð inn í drauminn, 1995; Vindkers víður botn, 2009. Matthías samdi fræði- ritin Njála í íslenskum skáldskap, útg. 1958; Klofningur Sjálfstæðis- flokksins gamla 1915, útg. 1971; Bókmenntaþættir, 1985; Ævisaga hugmynda – helgispjall, 1990; Þjóð- félagið, helgispjall, 1992; Spunn- ið um Stalín – helgispjall, 1995; Fjötrar okkar og takmörk – helgi- spjall, 1995; Eintal á alneti – helgi- spjall, 1996; Sagnir og sögupersón- ur – helgispjall, 1997; Gríma gamals húss – helgispjall, 1998; Við Kára- hnjúka og önnur kennileiti, helgi- spjall, 1999. Hann skrifaði ævi- og stjórnmálasögu Ólafs Thors, sem út kom í tveimur bindum 1981 og er höfundur ritsins Um Jónas, 1993, um Jónas Hallgrímsson, auk mikils fjölda greinasafna og annarra rita. Þá hefur hann samið formála og bókarkafla í ýmis rit og séð um út- gáfu ýmissa ritverka. Matthías hlaut verðlaun úr móðurmálssjóði Björns Jónssonar; hefur verið í heiðurslaunaflokki Al- þingis frá 1984; fékk viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins; Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu 1999 og er heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. Þrjár ljóðabóka hans hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs: Tveggja bakka veður, Dagur af degi og Vötn þín og vængur. Fjölskylda Matthías kvæntist 26.6. 1953, Jó- hönnu Kristveigu Ingólfsdóttur Jo- hannessen, f. 28.11. 1929, d. 25.4. 2009, húsmóður og hárgreiðslu- meistara. Hún var dóttir Ingólfs Kristjánssonar, f. 10.9. 1989, d. 9.1. 1954, bónda á Víðihóli á Hólsvöll- um, og k.h., Katrínar Maríu Magn- úsdóttur, f. 10.10. 1895, d. 17.3. 1978, húsfreyju. Synir Matthíasar og Jóhönnu eru Haraldur Johannessen, f. 25.6. 1954, lögfræðingur og ríkislög- reglustjóri, kvæntur Brynhildi Ingi- mundardóttur hjúkrunarfræð- ingi en börn þeirra eru Matthías, Kristján, Anna og Svava; Ingólfur Johannessen, f. 17.2. 1964, doktor í veirufræði frá Lundúnaháskóla og Edinborgarháskóla, lektor við læknadeild Edinborgarháskóla og sérfræðingur í veirufræði við Há- skólasjúkrahúsið í Edinborg. Systkini Matthíasar eru Jósef- ína Norland, f. 16.5. 1925, húsmóð- ir í Reykjavík; Jóhannes Johannes- sen, f. 10.11. 1937, lögfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Matthíasar: Haraldur Johannessen, f. 5.4. 1897, d. 13.12. 1970, aðalgjaldkeri Landsbanka Ís- lands, og k.h., Anna Jóhannesdóttir Johannessen, f. 2.11. 1900, d. 15.6. 1983, húsmóðir. Ætt Systir Haraldar var Ellen, móðir Louisu Matthíasdóttur listmálara. Haraldur var sonur Matthíasar Jo- hannessen, kaupmanns frá Bergen í Noregi. Móðir Haraldar var Helga Norðfjörð, Jónsdóttir Norðfjörð verslunarmanns í Reykjavík, bróð- ur Sigríðar, ömmu Jakobs Möller ráðherra, föður Baldurs, fyrrv. ráðu- neytisstjóra og skákmeistara, föður Markúsar hagfræðings. Önnur syst- ir Jóns var Helga, langamma Hans G. Andersen, föður Gunnars And- ersen, forstjóra fjármálaeftirlitsins. Jón var sonur Magnúsar Norðfjörð, beykis í Reykjavík Jónssonar, beyk- is í Reykjafirði, bróður Guðbjargar, langömmu Sigríðar, ömmu Frið- riks Ólafssonar stórmeistara, og langömmu Jóhanns, afa Jóhanns Hjálmarssonar skálds. Önnur syst- ir Jóns var Hallgerður, langamma Ágústs H. Bjarnasonar, heimspek- ings og háskólarektors. Móðir Jóns verslunarmanns var Helga Ingi- mundardóttir, systir Ingigerðar, langömmu Bjargar, ömmu Garð- ars Cortes óperusöngvara, föður Garðars Thórs Cortes óperusöngv- ara. Bróðir Helgu var Ólafur, langafi Valgerðar, ömmu Einars Benedikts- sonar sendiherra. Móðursystkini Matthíasar: Lár- us, alþm. og hæstaréttardómari, og Elín, húsmóðir. Faðir Önnu var Jóhannes, bæjarfógeti í Reykjavík Jóhannesson, sýslumanns Guð- mundssonar, b. á Miklahóli í Við- víkursveit, bróður Halls, föður Sig- urðar, langafa Páls á Höllustöðum, fyrrv. ráðherra. Annar bróðir Guð- mundar var Jóhannes, hreppstjóri í Hofsstaðaseli, afi Vilhjálms Stefáns- sonar landkönnuðar. Guðmund- ur var sonur Jóns, b. á Bjarnastöð- um Jónssonar, fjórðungslæknis í Viðvík Péturssonar. Móðir Jóns á Bjarnastöðum var Guðrún Hall- grímsdóttir (Djákna-Gunna), sú er Myrkárdjákninn glettist við. Móðir Jóhannesar bæjarfógeta var Maren Ragnheiður Friðrika Lárusdóttir, sýslumanns að Enni Thorarensen, Stefánssonar, amtmanns á Möðru- völlum Þórarinssonar, sýslumanns að Grund og ættföður Thoraren- senættar Jónssonar. Móðir Lár- usar var Ragnheiður Vigfúsdóttir, sýslumanns á Víðivöllum Scheving. Móðir Marenar var Elín Jakobsdótt- ir Hafstein, systir Péturs Hafstein amtmanns, föður Hannesar ráð- herra. Móðir Önnu var Jósefína Ant- ónína, systir Haraldar Blöndal ljós- myndara, afa Benedikts hæsta- réttardómara, Halldórs alþm. og Haraldar hrl. Jósefína var dótt- ir Lárusar Blöndal, amtmanns á Kornsá, bróður Gunnlaugs sýslu- manns, Magnúsar sýslumanns og Jóns Auðuns alþm. Lárus var son- ur Björns Blöndal, sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal, ættföður Blöndalsættar Auðunssonar. Móðir Jósefínu var Kristín, dótt- ir Ásgeirs, dbrm og bókbindara á Lambastöðum á Álftanesi, bróður Jakobs, pr. í Steinnesi, langafa Vig- dísar Finnbogadóttur, en móðir Kristínar, Sigríður, var systir Þuríð- ar, langömmu Vigdísar. Sigríður var dóttir Þorvalds, pr. og skálds í Holti Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum Högnasonar, prestaföður á Breiða- bólstað Sigurðssonar. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 30 ÁRA n Tomasz Grzegorz Makowski Furugrund 75, Kópavogi n Marek Santocki Flatahrauni 7, Hafnarfirði n Cecilia Elizabeth Garate Ojeda Pollgötu 4, Ísafirði n Örvar Omrí Ólafsson Lautasmára 33, Kópavogi n Kristbjörn Guðmundsson Kögurseli 44, Reykjavík n Gunnar Agnar Vilhjálmsson Grenilundi 2, Akureyri n Steinunn Margrét Gylfadóttir Barmahlíð 8, Reykjavík n Daði Lange Friðriksson Skútahrauni 15, Mývatni n Sigrún Birna Gunnarsdóttir Bergsstöðum, Hvammstanga n Íris Huld Heiðarsdóttir Smárahlíð 1h, Akureyri n Ingvar Hjálmarsson Suðurholti 11, Hafnarfirði 40 ÁRA n Maria Eugenia Cauhépé Gnoðarvogi 54, Reykjavík n Aralyn Q. Kristjánsson Strýtuseli 7, Reykjavík n Hjalti Styrmisson Fossheiði 30, Selfossi n Árni Þorsteinsson Skógarbraut 931, Reykjanesbæ n Ásta Birna Ingólfsdóttir Hverfisgötu 38b, Hafnarfirði n Andri Kristinn Karlsson Smáraflöt 15, Garðabæ n Jóhanna Steinunn Snorradóttir Hólmatúni 50, Álftanesi n Þorbjörn Valur Jóhannsson Brautarholti 2, Reykjavík n Íris Bettý Alfreðsdóttir Mýrargötu 5, Vogum n María Edith Magnúsdóttir Lómasölum 37, Kópavogi n Hlynur Hreinsson Ásbúð 67, Garðabæ n Birna Dögg Granz Hábergi 5, Reykjavík n Líney Björk Arnardóttir Helgamagrastræti 47a, Akureyri n Páll Jakob Malmberg Furuhlíð 25, Hafnarfirði n Thor Aspelund Ystaseli 24, Reykjavík 50 ÁRA n Ragnheiður Halldórsdóttir Pólgötu 10, Ísafirði n Árni Valdimar Kristjánsson Maríubaugi 53, Reykjavík n Valgerður Jónsdóttir Hverafold 88, Reykjavík n Gunnar Árni Vigfússon Miðtúni 6, Seyðisfirði n Stefán Haukur Jóhannesson Sendiráði Brussel, Reykjavík n Sigurður Hans Jónsson Högnastíg 3, Flúðum n Minh Quang Vu Snorrabraut 35, Reykjavík n Malgorzata Krystyna Negowska Ásakór 3, Kópavogi n Ólöf Bjarnadóttir Bláskógum 6, Hveragerði n Björg Jónsdóttir Björtuhlíð 13, Mosfellsbæ n Hallfríður Jónsdóttir Breiðuvík 18, Reykjavík n Marteinn Ólafsson Hólagötu 6, Sandgerði n Björg Björnsdóttir Trönuhólum 14, Reykjavík 60 ÁRA n Helgi Gestsson Möðruvallastræti 2, Akureyri n Lovísa Jónsdóttir Austurbrún 21, Reykjavík n Heiður Þorsteinsdóttir Fjallalind 83, Kópavogi n Ólafur Guðbjartsson Mánagötu 27, Grindavík n Emil Brynjar Karlsson Tröllateigi 20, Mosfellsbæ n Kristján L. Guðlaugsson Vífilsgötu 16, Reykjavík n Baldur Jónasson Langagerði 80, Reykjavík n Þorbjörn Jónsson Fellahvarfi 1, Kópavogi n Vilhjálmur Baldvinsson Heiðarlundi 8d, Akureyri n Sigurður J. Jónsson Naustabryggju 29, Reykjavík 70 ÁRA n Erla Helgadóttir Hlíðargötu 62b, Fáskrúðsfirði n Sverrir Björnsson Laugarvegi 44, Siglufirði n Alda Sigurrós Joensen Selvogsbraut 33, Þorlákshöfn n Elís Rósant Helgason Vesturbergi 21, Reykjavík 75 ÁRA n Lilja Eyjólfsdóttir Frostafold 14, Reykjavík n Ástvaldur Jónsson Brekkugötu 38, Þingeyri n Margrét Andersdóttir Ásbúð 77, Garðabæ n Snorri Gíslason Skeljagranda 7, Reykjavík n Svanhildur Eyjólfsdóttir Rituhólum 4, Reykjavík n Karen Vilhjálmsdóttir Hellulandi 20, Reykjavík 80 ÁRA n Jóhann Guðmundsson Bröttugötu 1, Hólmavík n Guðrún Steingrímsdóttir Grandavegi 45, Reykjavík n Lea Rakel Möller Háulind 25, Kópavogi n Bjarni S. Jónasson Álandi 3, Reykjavík 85 ÁRA n Guðlaug Hinriksdóttir Höfðagrund 2, Akranesi n Ásta Kristinsdóttir Vallarbraut 6, Reykjanesbæ TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ! 80 ÁRA Í GÆR 20 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 ÆTTFRÆÐI ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 30 ÁRA n Robert Janik Sandgerðisvegi 7, Garði n Iveta Siraka Hringbraut 113, Reykjavík n Vigfús Jón Dagbjartsson Norðurgarði 11, Hvolsvelli n Ottó Ólafsson Rauðavaði 9, Reykjavík n Helgi Reynir Árnason Valagili 6, Akureyri n Monika Kornas Auðbrekku 21, Kópavogi n Einar Birgir Baldursson Engihjalla 3, Kópavogi n Atli Þór Jakobsson Ásgarði 153, Reykjavík n Erla Kristín Sverrisdóttir Drápuhlíð 30, Reykjavík n Ingvar Rafn Gunnarsson Bárugranda 5, Reykjavík 40 ÁRA n Tómas Björnsson Brekkugerði 9, Reykjavík n Hörður Harðarson Bakkaseli 13, Reykjavík n Þórður Hermann Kolbeinsson Básbryggju 15, Reykjavík n Ásta Hallfríður Valsdóttir Hólavegi 38, Sauðárkróki n Sigurvin Bjarnason Sörlaskjóli 58, Reykjavík n Sigríður Pálrún Stefánsdóttir Melgötu 12, Grenivík n Signý Yrsa Pétursdóttir Heiðarhjalla 47, Kópavogi n Gestur Arnar Gylfason Heiðarhvammi 1f, Reykjanesbæ n Sigurbjörn S. Kjartansson Lambhaga 50, Selfossi n Guðmundur Jóhann Óskarsson Skipholti 54, Reykjavík n Sverrir Berg Steinarsson Austurbrún 28, Reykjavík n Guðni Ágúst Gíslason Suðurgötu 18, Sandgerði 50 ÁRA n Jónas Yamak Björtusölum 23, Kópavogi n Jón Grétar Sigurðsson Fögrubrekku 10, Kópavogi n Sigríður Hallgrímsdóttir Sæbólsbraut 26, Kópavogi n Oddur Halldórsson Ölduslóð 11, Hafnarfirði n Lúðvík Hjalti Jónsson Lindarflöt 50, Garðabæ n Sigurður Sveinsson Fellahvarfi 27, Kópavogi n Torfi Guðmundsson Presthúsabraut 27, Akranesi n Sindri Már Björnsson Mávatjörn 20, Reykjanesbæ n Sigurður Jóhann Hafberg Ólafstúni 7, Flateyri n Sigurbjörg J Jóhannesdóttir Suðurgötu 104, Hafnarfirði n Jóhanna Þ Jóhannesdóttir Víkurbraut 29, Grindavík n Soffía Svava Adolfsdóttir Klettahlíð 10, Hveragerði n Hákon Jón Kristmundsson Lyngbergi 7, Hafnarfirði n Ásdís Elva Aðalsteinsdóttir Akurgerði 38, Reykjavík 60 ÁRA n Hilmir Hrafn Jóhannsson Mýrarvegi 117, Akureyri n Kristín Svanhildur Pétursdóttir Hjallabraut 13, Hafnarfirði n Edda Kolbrún Metúsalemsdóttir Frostaþingi 12, Kópavogi n Kristján Sigurður Birgisson Hrauntungu 41, Kópavogi n Jón Bjargmundsson Rjúpnasölum 14, Kópavogi n Kristín Aðalsteinsdóttir Snælandi 4, Reykjavík n Jenný Hlín Kristinsdóttir Heiðmörk 7, Stöðvarfirði n Anna Pálsdóttir Túngötu 26, Siglufirði n Björn S. Pálsson Granaskjóli 23, Reykjavík n Hreiðar S. Albertsson Reyrengi 4, Reykjavík n Birna Dís Benediktsdóttir Torfufelli 34, Reykjavík n Erla Haraldsdóttir Marklandi 2, Reykjavík 70 ÁRA n Sigurður Grétar Jónsson Stekkjarbergi 4, Hafnarfirði n Skjöldur Sigurðsson Goðaborgum 3, Reykjavík n Jónas B. Erlendsson Hjallabrekku 26, Kópavogi n Guðrún Guðmundsdóttir Miklholtshelli, Selfossi n Júlíus Oddsson Mörk, Kirkjubæjarklaustri n Sigurrós Sigurðardóttir Frostafold 4, Reykjavík n Guðbjörg R. Þorgilsdóttir Skarðshlíð 13e, Akureyri n Eygló Jónasdóttir Hraunbæ 66, Reykjavík 75 ÁRA n Einar Ásgeirsson Hörðukór 5, Kópavogi 85 ÁRA n Helgi Sigurður Haraldsson Sléttuvegi 19, Reykjavík 90 ÁRA n Helga Guðjónsdóttir Litlu-Háeyri, Eyrarbakka n Þórey Una Jónsdóttir Lækjargötu 10b, Hafnarfirði TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.