Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 11 Jón Þorsteinn Jónsson fjárfestir var stöðvaður af öryggisvörðum á Keflavíkurflugvelli 22. desember. Hann var með 2,5 milljónir í erlendum gjaldeyri á sér, en aðeins má flytja 500 þúsund krónur á milli landa. Jón var nýbúinn að losna úr farbanni hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknarinnar á Exeter-mál- inu. Tekin var skýrsla af Jóni Þorsteini í Leifsstöð. Fjárfestirinn Jón Þorsteinn Jóns- son, sem er með réttarstöðu sak- bornings í rannsókn sérstaks saksóknara á Exeter-málinu, var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þann 22. desember síðastliðinn með tösku fulla af peningum. Jón var á leiðinni til Bretlands þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Ástæðan fyrir því að hann var stöðvaður var sú að hann var 2,5 milljónir króna í erlendum gjald- eyri í handfarangri sínum. Lögum samkvæmt má aðeins flytja sem nemur 500 þúsund krónur í gjald- eyri frá Íslandi til annarra landa. Öryggisverðir í öryggishliðinu á Keflavíkurflugvelli fundu pening- ana í fórum Jóns Þorsteins. Vegna þess að Jón Þorsteinn var með fimm sinnum hærri upphæð en mátti vera kölluðu þeir á tollverði og lögreglan var látin vita, sam- kvæmt heimildum DV. Fjárfestirinn, sem er fyrrver- andi stjórnarformaður í spari- sjóðnum Byr, hafði losnað úr far- banni skömmu áður en hann var stöðvaður á flugvellinum. Sér- stakur saksóknari efnahagshruns- ins, Ólafur Hauksson, úrskurðaði hann í farbann nokkrum dögum áður en þann 22. desember var greint frá því í fjölmiðlum að far- bannið yrði ekki framlengt. Lögreglan tók skýrslu af Jóni Þorsteini Samkvæmt heimildum DV var tekin skýrsla af Jóni Þorsteini eft- ir að upp komst að hann var með margfalt meiri peninga á sér en hann mátti. „Það voru örygg- isverðir sem stöðvuðu hann ... Upphæðin sem hann var með var miklu hærri en leyfilegt er ... Þess vegna var hann stöðvaður ... Þetta fannst við reglubundna öryggisleit í handfarangri þegar hann var að fara í gegnum hliðið. Hann var á leið úr landi,“ segir heimild- armaður DV sem vill ekki láta nafns síns getið. Í skýrslutök- unni útskýrði Jón Þorsteinn af hverju hann væri með svo mikla peninga á sér í reiðu- fé. Ekki hafa fengist upp- lýsingar um hvaða ástæðu Jón Þorsteinn gaf fyrir þessu. Jóni var sleppt að lokinni skýrslutöku og hann fékk að halda áfram ferð sinni til Bret- lands þrátt fyrir að upphæðin væri þetta miklu hærri en mátti vera með. Skýringar Jóns á því af hverju hann var að flytja pen- ingana úr landi hafa því þótt full- nægjandi. Samkvæmt heimildum DV tók um klukkustund að ganga frá málinu. Heimildir DV um hvort pening- arnir hafi verið teknir af Jóni eða ekki eru hins vegar misvísandi. Einn möguleiki er sá að Jón hafi borið því við að hann hafi stuðst við reglurnar sem voru í gildi um fjármagnsflutninga á milli landa frá því fyrir bankahrun en sam- kvæmt þeim mátti flytja allt að 15 þúsund evrur frá Íslandi í reiðufé, það er nokkurn veginn sú upphæð sem Jón var með á sér. Einn heim- ildarmaður DV segir að Jón hafi fengið að njóta vafans í málinu og hafi því fengið að fara leiðar sinn- ar, en líkt og áður segir stangast heimildir DV á um þetta tiltekna atriði málsins. Rannsaka möguleg lögbrot Embætti sérstaks saksóknara rannsakar hvort auðgunarbrot og umboðssvik hafi átt sér stað í Exet- er-málinu sem snýst um tvær lán- veitingar upp á 1,4 milljarða króna sem Byr veitti til eignarhaldsfé- lagsins Tæknisetur Arkea /Exet- er Holding í október og desem- ber 2008. Lánið til Arkea var notað til að kaupa stofnfjárbréf stjórn- armanna og starfsmanna Byrs í sparisjóðnum, meðal annars bréf Jóns Þorsteins Jóns- sonar, á yfirverði. Veðið fyrir láni Ex- eter var að öllu leyti í stofnfjár- bréfunum sem keypt voru. Jón Þorsteinn var stjórnarformaður Byrs þegar tek- in var ákvörðun um að veita lánin. Bréfin í Byr höfðu lækkað gríð- arlega í verði eftir bankahrunið og þjónaði það hagsmunum eig- endanna að losa sig við þau þar sem MP Banki var byrjaður að sækja það hart að fá lánin greidd til baka. Eigendur bréfanna stóðu því frammi fyrir því að MP Banki setti þá í þrot vegna vanefnda. Einnig þjónaði það hagsmunum MP Banka að Exeter Holding keypti bréfin þar sem bankinn hafði upp- haflega veitt eigend- um bréf- anna lán til að kaupa stofnfjár- bréfin. Sérstak- ur sak- sóknari gerði hús- leitir hjá Byr og MP Banka í nóv- ember vegna rannsóknar- innar. Rann- sókn embættis- ins beinist því að báðum fjármála- fyrirtækjunum og nokkrum einstakling- um sem störfuðu hjá þeim, meðal annars Jóni Þorsteini. Rann- sóknin á málinu er langt á veg komin og hefur sérstakur sak- sóknari náð vel utan um það, sam- kvæmt heimildum DV DV hefur ekki náð tali af Jóni Þorsteini Jónssyni til að spyrja hann um fjármagnsflutningana en hann er staddur erlendis um þess- ar mundir. TEKINN MEÐ TÖSKU FULLA AF PENINGUM n Jón Þorsteinn var stjórnarformaður í sparisjóðnum Byr þegar gengið var frá lánveitingunum til Arkea/Exeter. Hann er eitt af börnum Jóns Júlíussonar, fyrrverandi eiganda Nóatúnsverslananna, sem seldi verslanirnar inn í Kaupás árið 1990. Fjárfestingafélag systkinanna, Saxhóll, átti um 7,5 prósenta hlut í Byr og félag sem var að hluta til í eigu þess, Saxbygg, keypti 5 prósenta hlut í Glitni í apríl 2007 fyrir um 20 milljarða króna. Saxhólssystkinin voru því stórir hluthafar í báðum fjármálafyrirtækjunum, Byr og Glitni. n Jón Þorsteinn hefur sömuleiðis verið í umræðunni út af barnalánunum frá Glitni sem foreldrar stofnfjáreigenda í Byr tóku fyrir hönd barna sinna í lok árs 2007 til að kaupa stofnfjárbréf í Byr. Þá var stofnfjáraukning í sparisjóðnum sem fjármögnuð var af Glitni. Börn Jóns Þorsteins og nokkurra systkina hans voru meðal þeirra sem fengu lán frá Glitni til að kaupa bréf í sparisjóðnum. n Jón flutti nýlega til Bretlands þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Hann er fyrsti maðurinn sem úrskurðaður hefur verið í farbann í tengslum við rannsóknina á íslenska efnahagshruninu. Hver er Jón Þorsteinn Jónsson? n 10. gr. reglna Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál frá 28. nóvember 2008: „Inn- og útflutningur gjaldeyris. Óheimilt er að flytja út gjaldeyri í reiðufé umfram jafnvirði 500.000 kr. hjá hverjum aðila í hverjum almanaksmánuði.“ Reglur um gjaldeyrismál INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Upphæðin sem hann var með var miklu hærri en leyfilegt er ... Þetta fannst við reglubundna öryggis- leit í handfarangri.“ Stöðvaður í Leifsstöð Jón Þorsteinn Jónsson var stöðvaður í Leifsstöð með tösku sem í voru 2,5 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, fimm sinnum hærri upphæð en má flytja á milli landa. Kallað var á tollgæsluna sem tók skýrslu af Jóni. Fannst við öryggisleit Öryggisverðir í Leifsstöð fundu peningana í tösku Jón Þorsteins við reglu- bundna öryggisleit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.