Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 15
1. Sterkt vinnusiðferði. Það er arfur frá fornu samfélagi bænda og sjómanna þegar nauðsynlegt var að verka fiskinn um leið og bátarnir komu í höfn. 2. Við lítum oftar til niðurstöðunnar frekar en til ferilsins: við göngum í málin strax og vinnum verkefnin eins hratt og við getum. 3. Íslendingar taka áhættur. Þeir eru hugrakkir og árásargjarnir. Kannski vegna þess að þeir vita að ef þeim mistekst geta þeir alltaf snúið heim til Íslands þar sem allir geta lifað góðu lífi í opnu og öruggu samfélagi. 4. Við höfum lítið skrifræði á Íslandi og litla þolinmæði fyrir því. 5. Við höldum traust í heiðri. 6. Við vinnum í litlum hópum þar sem menn vinna náið saman og skapa tengslanet á mettíma. 7. Við eigum gamaldags umsvifamenn sem standa fremstir í víglínunni. 8. Við eigum arf uppgötvunar og könnunar, sem Íslendingasögur miðalda geyma en þær eru lesnar og aftur lesnar fyrir hvert íslenskt mannsbarn. 9. Mikilvægi orðspors einstaklinga. Þetta á sér að hluta til rætur í Eddukvæðum miðalda þar sem segir að ríkidæmi okkar sé fallvalt en orðsporið deyi aldrei. Allir íslenskir frumkvöðlar vita að sigur eða ósigur mun ekki aðeins endurspegla orðspor þeirra, heldur allrar þjóðarinnar. Þeir líta því á sig sem fulltrúa stoltrar þjóðar og vita að frammistaða þeirra mun marka orðspor þeirra næstu áratugi eða aldir. 10. Íslenski innanlandsmarkaðurinn er, þrátt fyrir smæðina, öflugur æfingavöllur vegna þeirrar hörðu samkeppni er ríkir á honum. 11. Vegna smæðar íslensku þjóðarinnar höfum við ekki dulinn áhuga á hernaðarleg- um, fjármálalegum eða pólítískum völdum. ATHUGIÐ: RÆÐA FORSETANS VAR FLUTT Á ENSKU. BLAÐAMAÐUR GAF SÉR LEYFI TIL LÍTILSHÁTTAR UMORÐUNAR OG STYTTINGAR VIÐ ÞÝÐINGU Á ATRIÐUNUM ELLEFU. 11 ástæður velgengni íslenskra stjórnenda – Ólafur Ragnar Grímsson FRÉTTIR 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 15 DANSKIR STJÓRNENDUR MENNING OG GILDI að mati Dana MENNING OG GILDI skoðun utanaðkomandi n Valfrelsi einstaklingsins n Keppnisskap n Óformlegheit n Áhættusækni n Umburðarlyndi n Þægilegir í samskiptum n Sjálfstæði n Miskunnarleysi n Að vera opinn n Tilviljanakenndir viðskiptasamningar n Óttaleysi n Kæruleysi FORGANGSATRIÐI Í VIÐSKIPTUM Í SAMSKIPTUM VIÐ DANA SKAL FORÐAST n Kímnigáfa n Að horfa bara á kaldar staðreyndir n Góðir samningar n Ýtni n Virkni n Að vera óljós í máli n Þægileg viðskiptasambönd n Formlegheit n Sérstakir skilmálar / umhugsunarefni n Ópersónuleg viðskipti n Afhendingartími n Ótraustar upplýsingar FINNSKIR STJÓRNENDUR MENNING OG GILDI að mati Dana MENNING OG GILDI skoðun utanaðkomandi n Ákveðni n Traustsins verðir n Samviskusemi n Skyldurækni n Heiðarleiki n Nákvæmni n Hógværð n Lóðrétt stjórnskipulag n Þjóðernisstolt n Hægir, hljóðlátir og þrjóskir n Félagsleg þjónusta n Sýna litlar tilfinningar og eru hrjúfir FORGANGSATRIÐI Í VIÐSKIPTUM Í SAMSKIPTUM VIÐ FINNA SKAL FORÐAST n Hollusta n Harða sölu n Hönnun n Að undirbjóða n Gagnsemi n Persónulegar spurningar n Staðreyndir n Flýta ákvarðanatöku um of n Tæknilegar upplýsingar n Orðagjálfur n Stundvísi og afhendingartími n Ótraustar og óljósar upplýsingar NORSKIR STJÓRNENDUR MENNING OG GILDI að mati Norðmanna MENNING OG GILDI skoðun utanaðkomandi n Þjóðernisstolt n Einfaldleiki n Kurteisi n Skyldurækni n Samviskusemi n Siðferði n Hógværð n Undirgefni n Hreinskilni n Gagnrýni / leita að skekkjum n Félagsleg þjónusta n Óheflaðir FORGANGSATRIÐI Í VIÐSKIPTUM Í SAMSKIPTUM VIÐ NORÐMENN SKAL FORÐAST n Nýjsta nýtt / gæði n Harða sölu n Hönnun n Að undirbjóða n Gagnsemi og notkun n Óljósar upplýsingar n Bera fullt traust til vöru n Flýta ákvarðanatöku um of n Tæknilegar upplýsingar n Setja mikla pressu n Afhendingartími n Ótraustar upplýsingar SÆNSKIR STJÓRNENDUR MENNING OG GILDI að mati Svía MENNING OG GILDI skoðun utanaðkomandi n Eining n Hlutleysi n Hópvinna n Skyldurækni n Samviskusemi n Rökvísi n Hógværð n Einfaldleiki n Hreinskilni n Vilja ekki skuldbindingu n Félagsleg þjónusta n Hlýðni FORGANGSATRIÐI Í VIÐSKIPTUM Í SAMSKIPTUM VIÐ SVÍA SKAL FORÐAST n Nýjasta nýtt / gæði n Harða sölu n Hönnun n Að undirbjóða n Gagnsemi og notkun n Óljósar upplýsingar n Bera fullt traust til vöru n Flýta ákvarðanatöku um of n Tæknilegar upplýsingar n Setja mikla pressu n Afhendingartími n Ótraustar upplýsingar ÍSLENSKIR STJÓRNENDUR MENNING OG GILDI að mati Íslendinga MENNING OG GILDI skoðun utanaðkomandi n Athafnasemi n Áhættusækni n Ákvarðanataka n Valddreifing n „Reddaragen“ n Vel menntaðir n Vinnutarnir n Einfaldir og fáorðir n Óformlegheit n Hugmyndaríkir n Stéttleysi n Hraði FORGANGSATRIÐI Í VIÐSKIPTUM Í SAMSKIPTUM VIÐ ÍSLENDINGA SKAL FORÐAST n Nýjasta nýtt / gæði n Langa fundi n Hönnun n Formlegheit n Gagnsemi og notkun n Óljósar upplýsingar n Bera fullt traust til vöru n Ópersónuleg viðskipti n Tæknilegar upplýsingar n Of mikla skipulagningu n Einfaldleiki n Orðagjálfur HEIMILDIR: ALEXANDER, J. 2005B. „MANAGEMENT & LEADERSHIP STYLES IN THE NORDIC COMMUNITY.“ UM STJÓRNENDUR ANNARS STAÐAR Á NORÐURLÖNDUM. FRAMSETNING ÁSTU DÍSAR ÓLADÓTTUR OG RAGNHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR, BYGGT Á DÖGG GUNNARSDÓTTUR (2007) OG SIGRÚNU DAVÍÐSDÓTTUR (2006). REDDARAGENIÐ RÍKJANDI n Í rannsókn Ástu Dísar Óladóttur dósents og Ragnheiðar Jóhannesdóttur aðstoð- arútibússtjóra Kaupþings, Íslenskir stjórnendur í norrænum samanburði sem þær unnu í Háskólanum á Bifröst árið 2008, segir: „Niðurstöður þeirra rannsókna sem voru skoðaðar benda til þess að norrænn stjórnunarstíll sé á margan hátt keim- líkur, þó að hver þjóð hafi sín sérkenni sem rekja má til þjóðmenningar í hverju landi fyrir sig. Íslenskur stjórnunarstíll á margt sameiginlegt með stjórnunarháttum annars staðar á Norðurlöndum, en það sem greinir íslenska stjórnendur einna helst frá öðrum er að þeir eru fljótir að taka ákvarðanir, vinnuvenjur þeirra eru á margan hátt frábrugðnar og í mörgum þeirra virðist hið svokallaða „reddaragen“ ríkjandi.“ lendinga, og Hollendingar verða ósveigjanlegir og tregir til að „redda hlutunum“ í augum Íslendinga.“ Vinnumenning og víkingablóð Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði að „vinnumenning“ íslensku þjóðarinnar hefði „smell- passað“ við mynstur alþjóðlega fjármálakerfisins og það væri einn þátturinn sem útskýrði velgengni ís- lensku útrásarinnar. Fræðimenn og ráðamenn töluðu um hina einstöku áhættusækni íslenskra stjórnenda í viðskiptalífinu, sem væri arfur þjóð- menningarinnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra mærði íslensku útrásina í ræðu á fundi í febrúar 2006 á Millennium- hótelinu í Lundúnum. „Sumir myndu segja að íslensk- ir fjárfestar væru ólíkir, til dæmis dönskum fjárfestum, eða breskum. Það er algeng skoðun að vegna ís- lenskrar menningar, eða hugarfars jafnvel, séu íslenskir fjárfestar djarf- ari og tilbúnir að taka meiri áhættur en aðrir. Að það sé vottur af víkinga- blóði í við- skiptaað- ferðum þeirra. Ég vil ekki kasta þessari hugmynd á glæ því ég held að eitt og annað sé rétt í þessu,“ sagði Hall- dór á fundin- um, sem var skipulagð- ur af Kaup- thing Sin- ger and Fried- lander- bankan- um. Íslendingar frábrugðnir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hélt ræðu á Sprotaþingi Ís- lands 28. október 2005 þar sem hann taldi upp ástæður velgengni íslenskra stjórnenda í alþjóðlega fjármálageir- anum. Hann taldi að íslenska þjóð- in hefði brotist úr fátækt og til ríki- dæmis vegna menningarinnar, sem ætti rætur í hefðum og þjóðarein- kennum. „Við náum árangri af því við erum frábrugðin,“ sagði Ólafur í ræðunni og taldi upp í kjölfarið ellefu helstu ástæðurnar fyrir velgengni ís- lenskra athafnamanna og stjórnenda í viðskiptalífinu. Vinnusiðferði Íslendinga „Það er arfur frá fornu samfélagi bænda og sjómanna þegar nauðsynlegt var að verka fiskinn um leið og bátarnir komu í höfn,“ sagði Ólafur í ræðu árið 2005. n „Við hér skiljum ekki alveg hvernig þeir geta náð þessum mikla hagnaði heima fyrir.“ (Danskur stjórnandi) n „„Á Íslandi gerum við svona og svona,“ heyrist býsna oft... Það er undantekning ef okkur tekst að kenna þeim eitthvað! Jú, þeir hlusta sannarlega – en svo fara þeir og taka sínar ákvarðanir. Kannski þurfum við bara að sýna meira langlundargeð í að fá þá til að hlusta.“ (Danskur stjórnandi) n „Ég held ég sjái engan íslenskan stjórn- unarstíl. Þetta með að vera fljótur að taka ákvarðanir er oft nefnt en mér finnst það frekar vera að Íslendingar hafi gaman af að berja sér á brjóst. Ég er alla vega orðinn þreyttur á að hlusta á íslenskt stærilæti þegar menn halda að gangi þeir fram af hengjunni geti þeir bara flogið.“ n „Íslensk fyrirtæki eru mörkuð af ungum stjórnendum sem þekkja ekki annað en velgengni, markaði og fasteignamarkaði í uppsveiflu. Það hefur skapað þeim þá tilfinningu að þeir skapi velgengni. En kannski er stundum gott að setjast aðeins niður og hugsa sinn gang.“ (Danskur stjórnandi) n „Íslendingar treysta mikið á tilfinninguna frekar en nákvæman undirbúning og þess vegna eru þeir snöggir að taka ákvarðanir.“ (Danskur stjórnandi) n „Íslensku fyrirtækin hegða sér eins og kvenmaður á fertugsaldri sem hefur verið sleppt lausri á verslunargötu með gullkort! Fyrirtækin virðast kaupa hvað sem er, á hvaða verði sem er!“ (Danskur blaðamaður) n „Hér erum við vanir því að stórfyrirtæki hafi vaxið á löngum tíma – Íslendingar spýtta úr 0 í 100 á engum tíma! Íslendingar eru dálítið eins og sjómenn sem koma með fulla vasa fjár eftir þriggja mánaða túr og þurfa að kaupa allt sem þeir sjá þegar þeir koma loksins í land.“ (Norskur blaðamaður) n „Hættan er að það sé litið á Ísland sem eitt fyrirtæki, þar sem allt sé svo lítið, allir sofi hjá öllum og menn spyrja hver stjórni þessu eiginlega. Það er alveg rétt sem sumar greiningarskýrslurnar hafa bent á að fyrirtækin eiga hvert í öðru – og það verður einfaldlega ekki hjá því komist að menn spyrji gagnrýnna spurninga af því tengslin eru svo náin!“ (Sænskur stjórnandi) ÍSLENSKIR STJÓRNENDUR UM ÍSLENSKU ÚTRÁSINA ÁRIÐ 2006 n „Eins og venjulegir Íslendingar gerðum við allt sjálfir!“ n „Við fórum dálítið íslensku leiðina, fórum bara af stað, létum hlutina ráðast án þess að hafa neina strategíu. Undirbúningurinn var þessi venjulegi íslenski undirbúningur: „þetta reddast!“ Fórum svo í eina átt og ef það gekk ekki þá reyndum við eitthvað annað.“ n „Kannski hefðum við átt að gera þetta eins og fræðimennirnir segja, koma hingað út og leita – en þetta gerist bara ekki þannig. Maður fær tækifæri og svo er bara að ákveða sig! Þetta er eins og Lennon sagði: „Life is what happens when you're planning other things“!“ n „Á óformlegum fundum, í hádegis- og kvöldverðum, gefst tækifæri til að spjalla og þá berst talið að því hvað sé í boði og hvar okkar áhugi liggi. Kaupin spruttu ekki upp úr einhverju bisness plani hjá okkur heldur bauðst okkur tækifæri sem hentaði okkur.“ n „Það er erfitt að byrja á núlli því maður þarf platform til að byrja á. Íslendingar vilja láta hlutina ganga hratt fyrir sig.“ n „Ég er ekki viss um að það sé hægt að vita allt fyrirfram þó það megi hugsa sér það.“ n „Mesti munurinn er á vinnulaginu! Við leggjum á okkur að klára. [Danir] eru enn fastir í átta tíma vinnudegi. Starfsfólkið hér segir stundum við mig: „Veistu, lífið er meira en bara vinna!“ n „Hér [í Danmörku] þyrfti að bæta smá efnishyggju í fólk – afstaðan er sú að fólk mætir í vinnuna, skilar sínu og fer svo heim. Menn vilja ekki láta vinnuna pína sig. Menn taka eftir að við vinnum mikið og það eru margir hér sem skilja ekki af hverju við erum að vinna þetta 50-70 tíma á viku.“ n „Okkur finnst stundum að það vanti aðeins meiri grimmd í útlendingana. Ef það hefur náðst góður árangur í fyrra eru þeir bara ánægðir með að ná því sama.“ n „Það er margt líkt... en líka hlutir sem falla vel saman: Norðmenn einkennast af skynsemi og yfirvegun, Íslendingar af ákefð og tækifærismennsku, án þess það sé neikvætt meint.“ n „Umræðan er mismunandi eftir dögum! Umræðan í kjölfar skýrslu Den Danske Bank var erfið. Mér finnst stundum eins og umræðan sé skipulögð í einhverju „war room“ – frekar andstyggilegt.“ n „Við reynum að finna það besta þannig að 1+1 verði 3.“ n „Við gerum hlutina oft öðruvísi. Okkar nálgun er einfaldari, við förum hraðar í hlutina, ákvarðanatakan gengur fljótt fyrir sig.“ ÚTLENDINGAR UM ÍSLENSKU ÚTRÁSINA ÁRIÐ 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.