Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 25
SVIÐSLJÓS 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 25 BARSMÍÐAR OG FRAMHJÁHALD Það sem stendur upp úr í heimi stjarnanna árið 2009, fyrir utan öll hræðilegu dauðsföllin, er án efa gróf líkamsárás Chris Brown á söngkonuna Rihönnu og nú síðast framhjáhaldsmara- þon Tigers Woods. Ekki má þó gleyma Susan Boyle sem varð á einu augabragði ein þekktasta manneskja heims og þeim Letter- man og Polanski sem þurftu að gjalda fyrir gamlar syndir. SUSAN BOYLE-ÆÐIÐ n Hin 48 ára, skoska Susan Boyle varð á einu augabragði heimsfræg þegar hún tók þátt í hæfileikakeppninni Britain's Got Talent. Susan, sem leit út eins og slitin miðaldra húsmóð- ir, söng eins og engill og vinsældir hennar á myndbandavefn- um Youtube urðu meiri en áður hafði þekkst. Athyglin varð henni þó ofviða og hún fékk taugaáfall. Boyle hristi það hins vegar af sér og var skellt í yfirhalningu. Hún gaf út sína fyrstu plötu í lok nóvember sem er söluhæsta plata allra tíma í for- sölu á vefnum amazon.com. TWITTER- GEÐVEIKIN n Eftir að Facebook-vefsamfélagið náði heimsyfirráðum og skildi Myspace eftir í öndunarvél eignaðist það óvæntan keppinaut. Vefsamfélagið Twitter. Þó að Twitter hafi enn ekki náð að skjóta rótum hér á landi eru Bandaríkjamenn helteknir af því og ekki síst stjörnurn- ar sem tóku Twitter upp á sína arma. Vegna vinsælda Twitter og þess hve margir fylgdust með örfærslum stjarn- anna þar inni varð síðan eitt öflugasta markaðstækið vestanhafs á árinu sem leið. Stjörnur eins og Kim Kardashian og fleiri eru sagðar fá milljónir króna, jafnvel tugi milljóna, greiddar fyrir hverja færslu sem er yfirleitt ein til tvær setningar. LETTERMAN KÚGAÐUR n David Letterman komst í hann krappan á árinu þegar upp komst um framhjáhald hans. Hann neyddist til að tilkynna að hann hefði verið kúgaður um fé en sá er gerði það vildi tvær milljónir dollara annars myndi hann segja frá hjákonunum. Ekki skánaði það þegar upp komst að Letterman hefði nýtt sér stöðu sína til þess að sofa hjá konum sem unnu hjá honum við kvöldþáttinn. Letterman bað bæði konu sína og starfsfólk afsökunar í þættinum en hann hélt þó starfinu enda feykilega vinsæll spjallþáttarstjórnandi. PHELPS SAUG PÍPUNA n Sundgarpurinn Michael Phelps tók því rólega eftir að hafa slegið öll met og unnið til átta gullverðlauna á síðasta ári. Í byrjun árs var hann tekinn vel slakur, eiginlega aðeins of slakur. Myndir af honum birtust í götublaðinu News of the World þar sem hann var að sjúga hasspípu. Hann baðst innilega afsökunar og var settur í þriggja mánaða bann hjá ameríska sundsambandinu. Honum hef- ur gengið aðeins brösuglega að koma sér í gang og tapaði í tvígang á heimsmeistaramótinu í sumar. HÉLT FRAM HJÁ FERGIE n Margir karlmenn væru ánægðir ef þeir myndu landa bita eins og söngkonu Black Eyed Peas, Stacey Ferguson, betur þekktri sem Fergie. Það gerði leikarinn Josh Duhamel en þau giftu sig í fyrra. Í ár varð svo allt vitlaust í hjónabandinu þegar nektardansmær að nafni Nicole Forrester steig fram og sagðist hafa sof- ið oft hjá leikaranum snoppufríða. Duhamel neitaði staðfastlega en Forrester stóðst lyga- mælisprófið og var með klúr SMS frá Duhamel sem sönnuðu mál hennar. Fergie og Josh eru þó enn saman í dag og hafa ákveðið að láta þetta ekki raska ró sinni. ÁRIÐ ALVEG GAGA n Það er hægt að deila endalaust um gæði tónlistar Lady GaGa en vin- sældir hennar á árinu eru ekki um- deildar. Þessi skrúðbúna söngkona sem klæðist ekki buxum lagði heim- inn undir sig í ár með disknum sín- um Fame Monster og tónleikaröð- inni Fame Monster Ball Tour. Platan hefur selst í meira en átta milljónum eintaka á heimsvísu. Hún vann síð- an endalaust af verðlaunum, bæði á MTV-verðlaunahátíðunum báðum og í Evrópu. Hún viðurkenndi einnig að hún væri tvíkynhneigð á árinu en það kom fram í laginu Poker Face sem enginn skildi til að byrja með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.