Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 29
Á M ÁN U D E G I HVAÐ VEISTU? 1. Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd á ný- ársdag. Hvað heitir fyrsta myndin sem Friðrik gerði í fullri lengd? 2. Hverjir voru valdir menn ársins 2009 í íslensku atvinnulífi af tímaritinu Frjálsri verslun? 3. Íslenskt par var handtekið með kókaín á flugvellinum í Madríd skömmu fyrir jól. Hvaðan var fólkið að koma? GOTT KVÖLD TILNEFNT Barnaleikritið Gott kvöld eftir Ás- laugu Jónsdóttur hefur verið tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna af Íslands hálfu. Norrænu leiklistar- samböndin standa að Norrænu leik- skáldaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár í tengslum við Nor- ræna leiklistardaga. Að þessu sinni var ákveðið að verðlauna leikskáld fyrir barnaleikrit þar sem norrænu leiklistardagarnir verða haldnir í tengslum við barnaleikhúshátíðina BIBU í Lundi í Svíþjóð dagana 5. til 8. maí næstkomandi. Þess má geta að Áslaug hlaut Norrænu barna- bókaverðlaunin fyrir bókina sem leikritið er gert upp úr. CARNAGIE ART- SÝNING OPNUÐ Sýning tengd Carnegie Art-verð- laununum 2010 verður opnuð í Listasafni Íslands á föstudaginn. Eins og kunnugt er fékk Kristján Guðmundsson fyrstu verðlaun Carnagie Art á nýliðnu ári, fyrstur Íslendinga, og tók við verðlaun- unum, einni milljón sænskra króna, úr hendi Margrétar Dana- drottningar, síðastliðið haust. Auk verka Kristjáns verða sýnd verk 22 útvalinna norrænna lista- manna sem valdir voru í harðri samkeppni úr hópi 148 tilnefndra listamanna. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra opnar sýninguna klukkan 18 á föstudag- inn. Carnagie Art-verðlaunin eru talin á meðal veglegustu listverð- launa heims. STIKLA ÚR KÓNGAVEGI Nú er hægt að sjá á Youtube og Face- book fyrsta myndskeiðið úr kvik- myndinni Kóngavegur sem leikstýrt er af Valdísi Óskarsdóttur. Eins og áður hefur komið fram gerist mynd- in í íslensku hjólhýsahverfi og er um að ræða kómedíu með nauðsynlegu dassi af drama og spennu. Vestur- portshópurinn myndar kjarnann í leikarahópnum en þýski stórleikar- inn Daniel Brühl leikur einnig eitt aðalhlutverkanna. Áætluð frumsýn- ing er um páskana. Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón sem kom út fyrir árum er með mínum uppáhaldsbókum. Þegar ég komst að því að væntan- leg væri ný bók eftir Zafón réð ég mér vart af spenningi. Leikur eng- ilsins olli mér hins vegar miklum vonbrigðum. Ekki hafði ég lesið lengi þegar mér byrjaði að líða eins og ég væri að horfa á framhaldsmynd af kvik- mynd sem hefði slegið í gegn, og eins og allir vita eru framhalds- myndir alltaf slakari en frumgerð- in. Þannig er það líka með Leik engilsins. Bókin er hluti af fjórleik Za- fóns og er skrifuð sem forleikur að Skugga vindsins. Eftir að ég jafn- aði mig á því að allt það frumlega sem heillaði mig við Skugga vindsins hafði þarna snúið aftur og var því ekki frumlegt lengur gat ég gleymt mér í drungalegri sögunni og lipr- um texta. Leikur engilsins gerist í Barcelona á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um blaðamanninn David Martin sem fær óvænt tæki- færi á dagblaðinu sem hann starf- ar fyrir og vekur í framhald- inu at- hygli dul- arfulls manns sem vill að hann skrifi fyrir sig bók. Sú ákvörð- un Dav- ids að taka því boði hefur alvarlegar afleiðingar og við tekur ógnvekjandi atburða- rás sem á köflum er yfirnáttúruleg í anda töfraraunsæis fyrri bókar. Aðdáendur Skugga vindsins verða hér eflaust flestir fyrir von- brigðum en þeir sem ekki hafa les- ið hana gætu heillast vegna skorts á samanburði. Bókin hefur fengið misjafna dóma, þó víða mjög góða og var hún nýlega verðlaunuð af íslenskum bóksölum sem besta þýdda skáldsagan. Því verð ég að segja að hún er á tíðum heldur of- metin. Erla Hlynsdóttir Árétting: Vísað var í þennan dóm um bókina Leik engilsins á for- síðu bókablaðs DV 22.desember. Dómurinn birtist þar hins vegar ekki vegna skorts á plássi en mis- fórst að taka forsíðutilvísun út fyrir prentun blaðsins. Ofmetin afþreying Sannleikskorn er í því sem þula Sjónvarpsins sagði fyrir sýningu áramótaskaupsins síðastliðið gaml- árskvöld, að þeir sem hafa smakk- að áfengi séu ekki dómbærir á gæði þess. Eftir að hafa hlegið nokkuð hressilega yfir skaupinu það kvöld horfði ég því aftur á það á netinu fyrir ritun þessara lína. En þrátt fyr- ir að hafa ekki fundist þessi árlegi dagskrárliður RÚV alveg jafn vel heppnaður á tölvuskjá á sunnu- dagseftirmiðdegi og í glaðbeittu og kenndu margmenninu á síðasta kvöldi nýliðins ár er mín niðurstaða að þetta sé mjög vel heppnað skaup. Eins og vænta mátti voru endalok góðærisins og eftirköst þess rauði þráður skaupsins. Tónninn sleginn í upphafi þar sem lúxusþyrla var í björtu báli í túnfæti Bessastaða, Remax-söluskilti skammt þar frá og Bónusfánum flaggað í heila en þeim íslenska í hálfa á bæjarhlaðinu. Og þegar inn í forsetabústaðinn var komið blasti við ófögur sjón. Partí- gestir og veisluföng lágu eins og hráviði um alla höllina og fjallkon- an kefluð og hlekkjuð eins og Krist- ur á krossinum. Vísanir í eina vin- sælustu kvikmynd ársins, sem heitir hinu táknræna nafni Hangover, eru einnig á víð og dreif í sviðsetningu ástandsins sem nokkrum sinnum var horfið aftur til í prógramminu. Margir voru gerðir að skotspæni skaupsins sem fyrr en verstu út- reiðina fengu vafalaust Sigmundur Ernir, Margrét Tryggva, Bjarni Ár- manns, Sigurjón Árna og forseti vor sem sumir kalla nú sjaldan annað en klappstýru útrásarinnar, verð- skuldað að mörgu leyti. Heppnuð- ust þau skot vel og voru frekar föst, verðskuldað. En á meðan sumir út- rásarpésar voru dregnir sundur og saman í háði voru aðrir í stikki allan tímann, til að mynda Kaupþings- fóstbræðurnir fyrrverandi, silfur- hærði Glitnisforstjórinn og Hann- es Smára. Hvað þann síðastnefnda varðar fannst handritshöfundum kannski nóg gert þegar hans per- sóna var undir og yfir og allt um kring í skaupinu fyrir tveimur eða þremur árum. Þetta var svolítið skrítið skaup þar sem árin 2008 og 2009 voru eig- inlega bæði undir. Til marks um það hefði nokkur hluti þess alveg geng- ið upp í skaupi síðasta árs. Þetta er eðlilegt þar sem hrunið átti sér stað frekar seint á síðasta ári og er atburður af slíkri stærðargráðu að engan skyldi undra þó útrásarvof- an geri sig heimankomna í skaup- um næstu ára. Einhverjir kunna að fetta fingur út í að þeir sem ekki eru að minnsta kosti temmilega vel inni í þjóðmálunum, þar á meðal börn og unglingar, hafi fengið heldur lít- ið fyrir sinn snúð að þessu sinni, sem er líklegast rétt. En hráefni ára- mótaskaupsins hverju sinni er og á að vera það sem hæst hefur bor- ið í þjóðmálunum á árinu. Þeir sem vilja sjá börnum sínum skemmt verða að leita annað en í þennan þjóðarspéspegil. En nefna skal að þeir brandarar sem ekki sneru að hápólitískum eða útrásartengdum málum voru margir sprenghlægi- legir, eins og ölvun Sigmundar Ern- is, „forsetareiðin“ á hné ömmunnar og KSÍ og „kellingarnar“ svo dæmi séu tekin. Leikarar stóðu sig almennt vel og eftirhermuhlutverk líklega eins vel mönnuð og kostur er á eins og í skaupum síðustu ára. Auðvitað er enginn betri í að leika Ólaf Ragnar og Guðna Ágústsson en Jóhannes Kristjánsson en hann hefur væntan- lega ekki átt heimangengt að þessu sinni af heilsufarsástæðum. En var ekki hægt að fá einhvern líkari Bjarna Ben en Baldur Trausta? Svo mætti Ari Eldjárn, einn handritshöf- undanna, alveg leika Bubba næst þar sem enginn gerir það betur. Ekki man ég hvenær mér fannst síðast tvö skaup í röð mjög góð. Sú staðreynd veit á gott frá mín- um bæjardyrum séð. Nú er bara að vona að einhver af eldri kynslóðinni í röðum viðurkenndra húmorista þjóðarinnar fái ekki leikstjórakeflið á ný á næsta ári. Áramótaskaup- ið 2009 er enn ein staðfesting þess að það er löngu kominn tími til að hleypa nýju blóði og nýrri kynslóð að kjötkötlunum í skemmtidagskrá Sjónvarpsins. Og hvað mælir gegn því að úthluta til dæmis Gunnari Birni Guðmundssyni og því teymi sem vann að þessu vel heppnaða skaupi 25 mínútna slotti á laugar- dagskvöldum næsta vetur og spara þá á móti með því að taka annan dagskrárlið þann dag af dagskrá? Kristján Hrafn Guðmundsson Útrásar- ÁRAMÓTAÞYNNKAN FÓKUS 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 29 SVÖR: 1. ROKK Í REYKJAVÍK. 2. FEÐGARNIR Í FJARÐARKAUPUM, SIGURBERGUR SVEINSSON OG SYNIR HANS, SVEINN OG GÍSLI ÞÓR. 3. PERÚ. LEIKUR ENGILSINS Höfundur: Carlos Ruiz Zafón Þýðandi: Sigrún Á.Eiríksdóttir Útgefandi: Forlagið BÆKUR ÁRAMÓTASKAUP SJÓNVARPSINS 2009 Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Handrit: Gunnar Björn Guðmundsson, Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Halldór E. Högurður, Ottó Geir Borg og Sævar Sigurgeirsson. Leikarar: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Hanna María Karlsdóttir, Stefán Jónsson, Víkingur Kristjánsson, Gunnar Hansson, Hannes Óli Ágústsson o.fl. KVIKMYNDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.