Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2010, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. janúar 2010 FRÉTTIR ÍSLENSKI STJÓRNANDINN: Áhættusækinn, reddingaglaður, djarfur, óskipulagður, óstundvís, Davíðssinnaður jeppakarl: Forseti lýðveldisins mærði íslenska viðskiptamenn á opinberum vett- vangi. Klókir viðskipta- og stjórnun- arhættir þeirra væru arfur sérstæðr- ar þjóðmenningar Íslands. Á sama tíma líktu skandinavískir blaðamenn Íslendingum við sjómenn með full- ar hendur fjár á fylliríi sem hefðu enga heildarsýn. Hjá íslenskum al- menningi varð til ákveðin staðal- ímynd jakkafataklædda íslenska bankamannsins sem brunaði í gegn- um gósen lönd alþjóðlegra fjármála- markaða á Range Rover-jeppa. Eitt af þeim viðfangsefnum sem mikið var talað um á dögum íslensku útrásarinnar var eðli Íslendinga og að hvaða leyti íslenska þjóðin væri frábrugðin öðrum. Fræðimenn og stúdentar skrifuðu ritgerðir um sér- stöðu íslenskra bisnessmanna sem var ætlað að varpa ljósi á velgengni þeirra hér heima og í útlöndum og útskýra hana. Eins voru ýmsar stofn- anir og hagsmunahópar sem létu vinna skýrslur um íslenska stjórnandann, kosti hans og galla. Og nú í timb- urmönnum efnahags- hrunsins er ekki úr vegi að líta á nokkrar af nið- urstöðunum. Jeppakarlar sem litu upp til Davíðs Rannsókn Níels- ar Sveinsson- ar og Haraldar Péturssonar í Há- skólanum í Reykjavík frá 2005 um lífshætti, skoðanir og launamál ís- lenska stjórnandans, bæði hjá ríkinu og einkafyrirtækjum, ber mikilvægt vitni fyrir sagnfræðinga framtíðar- innar um tíðarandann þá. Þeir unnu rannsóknina í tengslum við loka- verkefni og skrifuðu grein um hana í tímaritið Frjáls verslun - 300 stærstu. Spurn- ingar voru send- ar til um 600 stjórnenda í 300 stærstu fyrirtækj- um Íslands í einka- og opinberum geira. Sam- kvæmt rann- sókninni var hinn dæmi- gerði íslenski stjórnandi árið 2005 svona: „Ís- lenskur stjórn- andi er karlmaður á aldrinum 35-50 ára. Hann er vel menntaður með há laun og Davíð Oddsson er sá aðili sem hann lítur mest upp til. Hann er sjálfstæðismaður, stundar íþrótt- ir og ver mest af frítíma sínum á meðal fjölskyldu og vina. Gengur ekki í gallabuxum í vinnunni og verslar fötin sín erlendis. Hann stefnir á starfs- lok við 65 ára aldur, vinn- ur mikið og þarf að bæta jafn- vægi milli vinnu og einkalífs, sérstaklega ef hann starfar í einkageiranum.“ „Niður- stöður rannsóknarinnar voru áhugaverð- ar á sínum tíma, en þær eru jafnvel enn áhugaverðari núna,“ segir Níels Sveinsson nú, rúmum fjórum árum eftir að hann vann lokaverkefni sitt. „Þessi könnun stað- festi meira og minna það sem mann grun- aði þá.“ Miklu hærri laun hér Þegar niður- stöður rannsókn- ar Níelsar og Haraldar voru bornar saman við sam- bærilega danska rannsókn kom fram að mikill launamunur var á íslensk- um og dönskum stjórnendum. Að- eins fimmtungur danskra stjórnenda hafði laun hærri en 620.000 krónur (miðað var við gengi íslensku krón- unnar árið 2005). Á sama tíma hafði ríflega helmingur íslenskra stjórn- enda hærri laun en 700.000 krónur á mánuði. Laun æðstu stjórnenda í opinberum fyrirtækjum voru mikið lægri en í einkageiranum á Íslandi árið 2005. Eitt prósent kaus VG 43 prósent íslenskra stjórnenda höfðu mest álit á Davíð Oddssyni af öllum leiðtogum árið 2005. Helm- ingur allra stjórnenda sem tóku þátt í könnuninni sagðist styðja Sjálfstæð- isflokkinn, 5 prósent Framsóknar- flokkinn, 11 prósent Samfylkinguna og aðeins eitt prósent VG. Einn þriðji stjórnenda vildi reyndar ekki svara spurningunni. „Við spurðum stjórnendur einnig út í klæðavalið. Þar kom fram mik- ill munur á stjórnendum einkafyr- irtækja og opinbera geirans,“ seg- ir Níels Sveinsson. „Fjögur prósent stjórnenda í einkageiranum en 19 prósent úr opinbera geiranum keyptu föt í Dressmann eða versl- un Guðsteins Eyjólfssonar. Menn úr einkageiranum keyptu mikið frekar föt hjá Sævari Karli, Herragarðinum eða Boss í Kringlunni.“ Íslendingar á síðustu stundu með allt Viðskiptafræðingurinn Steinunn Ragna Hjartar rannsakaði árið 2005 muninn á íslenskum og hollenskum stjórnunarháttum hjá útibúi Eim- skips í Hollandi í B.S.-verkefni sínu við Háskólann á Akureyri. „Saman- burður á þjóðmenningu Íslands og Hollands hefur leitt í ljós að lönd- in hafa lík gildi í mörgum vídd- um, en helsti munur liggur í lang- tímaviðhorfi Hollendinga á móti skammtímaviðhorfi Íslendinga. Auk þess eru Hollendingar óvissufælnari en Íslending- ar. Þetta hefur þau áhrif inn í fyrirtækjamenningu að Ís- lendingar verða óskipu- lagðir og á síðustu stundu með allt, í augum Hol- „VIÐ REYNUM AÐ FINNA ÞAÐ BESTA ÞANNIG AÐ 1+1 VERÐI 3.“ „EINS OG VENJU LEGIR ÍSLENDINGAR GE RÐUM VIÐ ALLT SJÁLFI R!“ „ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ VITA ALLT FYRIR FRAM ÞÓ ÞAÐ MEGI HUGSA SÉR ÞAÐ.“ „ÞAÐ ER ERFITT AÐ BYRJA Á NÚLLI ÞVÍ MAÐUR ÞARF PLATFORM TIL AÐ BYRJA Á. ÍSLENDINGAR VILJA LÁTA HLUTINA GANGA HRATT FYRIR SIG.“ „EINN PLÚS EINN VERÐI ÞRÍR“ Vottur af víkingablóði Halldór Ásgríms- son vildi ekki útiloka að víkingaandinn væri innrættur í íslenska viðskiptamenn. Íslensk vinnumenning smellpassaði „Okkar tími kom,“ voru lokaorð frægrar glærusýningar Svöfu Grönfeldt um íslensku útrásina. STRÁK- AR Í ÚTRÁS n Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari Ríkisútvarpsins í London, hefur vakið mikla athygli fyrir greinar- góða umfjöllun um viðskiptaum- svif Íslendinga erlendis, fyrir og eftir hrun. Hún vann rannsókn fyrir Útflutningsráð og IMG ráð- gjöf árið 2006 sem bar nafnið Ís- lensk fyrirtæki á Norðurlöndum - Aðferðir og orðspor. Athugað var hvernig íslenskir stjórnendur litu á sjálfa sig og sinn stjórn- unarstíl og jafnframt hvernig erlendir aðilar litu á íslenska stjórnendur. Rannsóknin byggðist að miklu leyti á viðtölum við 26 stjórn- endur og fjölmiðlamenn, bæði Íslendinga og útlendinga, hjá fyr- irtækjum á borð við Kaupþing, Glitni, Magasin du Nord og Mar- el og dagblöðum á borð við hið danska Berlingske Tidende og hið norska Dagens Næringsliv. Niðurstöður rannsóknarinn- ar voru í stuttu máli að ís- lenski stjórnandinn tæki skjótar ákvarðanir og skipulagið væri flatt. Sigrún sagði í umræðum um íslensku útrásina hjá Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands í jan- úar árið 2007 að henni fyndist íslenska útrás- in karladrifin, að yfir- bragðið væri svolítið strákalegt og að heilt á litið væri íslenska útrásin ótrúlega karlkyns. Í niðurstöðum rannsóknar Sigrún- ar voru fjöldamörg nafnlaus ummæli úr viðtölunum lát- in fylgja með. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.