Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Qupperneq 3
mánudagur 27. október 2008 3Fréttir Aðstoðarmenn ráðherra boðuðu forsvarsmenn valinna fjöl- miðla á fund í Háskóla Reykjavíkur á dögunum þegar óvissan var algjör í efnahagsmálum þjóðarinnar. Steingrímur Sigur- geirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir að ekki hafi verið um leynifund að ræða. Umræðuefni hans er engu að síðu leyndarmál. Verið að veita okkur upplýsingar um hvað sé í gangi segir ritstjóri Morgunblaðsins. RitstjóRaR á leynifundi DV Fréttir fimmtudagur 3. júlí 2008 7 Fá ekki fé til verksins Foringi Hells Angels Leif sem kom hingað fyrir örfáum árum. Þá var hann ekki stöðvaður þrátt fyrir að lögreglan hafi lagt sig í líma við að snúa meðlimum geng- isins við til síns heima. Hann segir að þvert á móti hafi lögreglan verið mjög vinaleg á meðan hann dvaldi hér á landi. Hann segist hafa not- ið landsins gæða á meðan hann dvaldi hér og hefur ekkert illt um þjóðina að segja. Honum finnst aftur á móti viðbrögð lögreglunnar hafa verið heldur hörð þegar þeir hafa komið í hópum. Eftir að þeim var vísað úr landi í fyrra fóru þeir í mál við ríkið. Fimm sinnum fyrir dóm „Þeir hafa dregið mig fimm sinnum fyrir dóm og alltaf hef ég gengið út sem frjáls maður,“ seg- ir Leif um erfitt líf Vítisengilsins. Ein af alvarlegri ákærunum sem hann fékk var vegna smygls á þrjú hundruð og fimmtíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Þá var efnunum smyglað með húsbíl og eldri hjón óku honum. Landa- mæraverðir náðu efnunum og voru níu einstaklingar ákærðir í kjölfarið. Sjálfur þurfti Leif að dúsa í gæsluvarðhaldi í þrettán mán- uði þar til hann var dæmdur í níu ára fangelsi. Síðan var hann sýknaður af hæsta- rétti Noregs. Hinir átta fengu sam- tals fimmtíu og sjö ára fangelsisdóma vegna glæpsins. Hugsanlega til Íslands „Við erum fjöl- skyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítis- englar hafa fengið dóma,“ segir Leif og talar ítrekað um Vítisenglana sem stórt bræðralag eða fjölskyldu. Hann bendir jafnframt á að Vítisenglar geri menn ekki að glæpa- mönnum. Það sjá mennirnir sjálfir um. Aðspurður hvort von sé á norskum Vít- isenglum til landsins segir hann aldrei að vita – vistin síðast hafi að minnsta kosti verið notaleg. „Við erum fjölskyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítisenglar hafa fengið dóma.“ Leif Ivar Kristiansen Leiðtogi Vítisenglanna leif ivar Kristiansen er leiðtogi norsku Vítisengl- anna og leiðbeinir fáfni eftir grýttum slóðanum til fullgildingar samtakanna. mynd tOm E. ØStHuuS föstudagur 4. júlí 200816 Helgarblað DV Ísland smæsta útibú V Greiningardeild ríkislögreglustjórans óttast þau og nágrannaþjóðir okkar vakta þau eins og haukar; Hells Ang- els eru kölluð alþjóðleg glæpasam- tök á Íslandi. Foringi Vítisenglanna í Noregi, Leif Ivar Kristiansen, neitar þeim ásökunum og segir þá vera fjöl- skyldumenn. Vítisenglarnir skráðu sig heldur betur á spjöld sögunnar á Norðurlöndum í upphafi tíunda áratugarins þegar þeir háðu blóð- ugt gengjastríð við Banditos í Dan- mörku. Stríðið snérist um fíkniefna- markaðinn á Norðurlöndum. Ellefu manns létust í átökunum, þar á með- al foringi Banditos. Núna vilja félagar í Fáfni MC gerast meðlimir. Þeir eru enn „hangarounds“, en komist þeir inn í samtökin verður Ísland minnsti armur Vítisenglanna í veröldinni. Ísrael og Vítisenglar Ársins 1948 verður ekki aðeins minnst fyrir þau merkilegu tíðindi að Ísraelsríki var stofnað, heldur voru hin goðsagnakenndu samtök Vítisenglanna stofnuð sama ár. Það var í Fontana í Kaliforníu sem vél- hjólasamtökin Hells Angels voru stofnuð upphaflega. Samkvæmt vef- síðu samtakanna var það fyrrverandi flugmaður þeirrar sveitar og vinur eins stofnfélaganna sem stakk upp á nafninu. Verulegs misræmis hefur gætt í frásögnum af upphafsárum sam- takanna og að sögn Ralphs Barger, stofnfélaga Oakland-deildarinn- ar, voru einar fyrstu deildir sam- takanna stofnaðar í San Franc- isco, Gardena, Fontana og víðar sem sjálfstæðar deildir og höfðu meðlimir þeirra jafnvel enga vitneskju um að aðrar deildir væru til. Núna eru starfandi fleiri en hundrað deildir Vítisengla, í tuttugu og níu löndum, en árið 1961 var á Nýja-Sjálandi stofnuð opinberlega fyrsta deildin utan Bandaríkjanna. Fyrsta deildin í Evrópu var stofnuð á Englandi árið 1969 í kjölfar þess að Bítlarnir buðu nokkrum meðlima Vítisenglanna í San Francisco til London. Opin öllum nema þeldökk- um Að verða fullgildur meðlimur Vítisenglanna er langt og tíma- frekt ferli, en samtökin eru ekki öll- um opin. Samkvæmt heimildum dómsmálaráðuneytis Banda- ríkjanna þarf sá sem æskir að- ildar að vera hvítur eða af rómönskum eða asískum uppruna, vera tuttugu og eins árs eða eldri og eiga Harley Davidson-mót- orhjól. Blökkumenn eiga ekki möguleika á að verða félag- ar og samkvæmt skjali sem not- að var í dóms- máli í Kanada eru reglur þar að lútandi mjög strang- ar. Í skjalinu kemur fram að Oshawa- deildin hafi leyft blökku- manni að verða stuðn- ingsaðili, en þegar sú vitneskja barst yfirstjórn samtak- anna til eyrna varð að reka hann á brott, því aðild hans braut í bága við alþjóðareglur samtakanna. Fjölskyldusamtökin Vítisenglar Samtökin hafa verið til á Norður- löndum í talsverðan tíma en það var ekki fyrr en 1992 sem þau voru stofn- uð í Noregi. Foringi þeirra þar er Leif Ivar Kristiansen. Hann hefur tekið Fáfnismenn undir sinn verndarvæng og aðstoðar þá við umsóknarferlið til þess að verða hluti af englunum al- ræmdu. Sjálfur sagði Leif í viðtali við DV í gær að stjórnvöld þyrftu ekk- ert að óttast; samtökin gengju út á að keyra á Harley Davidson-hjólinu sínu. „Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að óttast okkur,“ sagði hann. Leif hefur engu að síður verið handtek- inn fimm sinn- um. Eitt skiptið var hann handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald fyrir til- raun til þess að smygla 350 kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Hann var fyrst dæmdur í níu ára fangelsi fyrir glæpinn, síðar var hann sýknað- ur af hæstarétti þar í landi. Blóðugt stríð á Norðurlöndum Vítisenglarnir urðu fyrst al- ræmdir á Norðurlöndum eftir að þeir háðu blóðugt stríð við Banditos en bæði gengin eru skilgreind sem glæpa- samtök. Ástæðan fyrir átökunum var barátta um fíkniefnamarkað- inn í Danmörku. Ellefu manns fórust í stríð- inu en meðal annars áttu þeir í skotbar- dögum á götum úti fyrir utan Kastrup, alþjóðaflugvöll Danmerkur. Stríðið náði hámarki þegar liðs- maður Banditos skaut flugskeyti inn í félagsheim- ili englanna við Nörrebro í Dan- mörku. Mildi var að enginn lést en árásin var tákn um alvarleika stríðs- ins. Gengin voru vel vopnuð og tilbúin að skaða hvert annað með öllum tiltækum ráðum. Að lokum eiga Vítisenglarnir að hafa myrt leiðtoga Banditos og þar með lauk stríðinu. Útlagar undir eftirliti Greiningardeild ríkislög- reglustjórans lítur á tengsl Fáfn- is við Valur grettissON blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Vítisenglarnir urðu fyrst alræmdir á Norð- urlöndum eftir að þeir háðu blóðugt stríð við Banditos en bæði geng- in eru skilgreind sem glæpasamtök.“ Foringinn leif ívar Kristiansen er grjótharður Vítisengill. Hann segir stjórnvöld hér á landi hafa ekkert að óttast. 17DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008 Ítisenglanna samtökin sem alvarlega og raun- verulega ógn við öryggi Íslend- inga. Samtök sem vígbúast eins og þau séu að fara í raunverulegt stríð eru óhugnanleg hætta að hennar mati og þá sérstaklega í ljósi þess að menn innan Fáfnis hafa margítrekað gerst brotleg- ir við lögin og má þar fyrstan nefna Jón Trausta Lúthersson. Það er ekki bara greiningar- deildin sem óttast samtökin því alríkislögregla Bandaríkj- anna hefur öflugt eftirlit með þeim sem og alríkislögreglan í Kanada, Vítisenglarnir eru fjölmennir þar í landi. Banda- ríkjamenn hafa skilgreint Vít- isenglana sem útlaga sem hafa sagt sig úr lögum við sam- félagið. Á heimasíðu Hells Angels má finna lista yfir lönd sem Vítisenglarnir dvelja í. Þá er sérstaklega minnst á í upp- talningu landanna að Ísland hefur sótt um aðild en einnig Pólland. Ísland er langminnsta landið sem tilheyrir Vítisenglunum verði Fáfnismenn teknir inn sem fullgildir meðlimir. Táknmynd bræðralags og tryggðar Vítisenglar eru umdeild sam- tök sveipuð mistri leyndardóms og dulúðar, þökk sé mikilli leynd sem meðlimirnir hafa tileinkað sér, jafn- vel með einmitt þann ásetning í huga. Meðlimir nota ekki fullt nafn í samskiptum sínum við aðra félaga, eingöngu skírnarnafn og jafnvel bara viðurnefni. Saga samtakanna er litrík og í henni er að finna mörg tilfelli þar sem staðfest hafa verið tengsl meðlima þeirra við glæpsam- lega starfsemi. Vítisenglum er öðr- um þræði lýst sem goðsögnum nú- tímans og táknmynd bræðralags og tryggðar liðinna tíma og hins vegar sem ótýndum glæpamönnum og plágu á samfélaginu. Að sama skapi dregur almenningsálitið dám af umfjöllun fjölmiðla og sveiflast frá virðingu og hetjudýrkun til fullkom- innar fyrirlitningar. Vítisenglar félagar í Hells angels í Þýskalandi fylgdust með réttarhöld- um yfir meðlimi Banditos sem var sakaður um að hafa myrt Vítisengil. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Fáfnismaður jón trausti lúthersson er einn af forsprökk- um fáfnis hér á landi og verðandi Vítisengill. Vítisenglum haldið frá afmælisVeislu Foringi Hells Angels hissa á stjórnvöldum: Kurteisir menn Þegar DV ræddi við Leif Ivar Kristiansen, foringja Hell‘s Ang- els í Noregi, eftir að greiningar- deild Ríkislögreglustjóra sagði í skýrslu að samtökin væru al- þjóðleg glæpasamtök sagði hann íslensk stjórnvöld ekki hafa neitt að óttast. „Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að óttast okkur. Ég er mjög hissa á að íslensk stjórnvöld skuli segja þetta,“ sagði Leif og varaði enn fremur stjórnvöld hér á landi við því að hræra upp í ótta almennings gagnvart samtökun- um. Hann sagði það grundvall- arforsendu að sanna glæpi á menn eða samtök áður en farið væri að saka þau um að vera alþjóðleg glæpasamtök. Þá benti Leif á að það væri mis- jafn sauður í mörgu fé, auðvit- að hafi menn innan samtak- anna gerst brotlegir við lög, en það ætti ekki að kasta rýrð á samtökin í heild sinni frekar en menn dæmi heila þjóð vegna verknaða einstakra manna sem tilheyra henni. „Mér þykir reyndar leitt að þeir skuli vera hræddir við okkur, við erum kurt- eisir menn og viljum bara ferðast um á mótorhjólunum okkar,“ sagði Leif en hann er stofnandi Hell‘s Angels í Noregi og for- sprakki samtakanna þar í landi. „Ef þeir vilja stríð getum við mætt þeim af fullri hörku,“ segir Leif um hörku stjórnvalda í garð samtakanna hér á landi en benti jafnframt á að það sé þó ekki vilji norsku Vítisenglanna. Spurður um Fáfnismenn segir hann þá efnilega stráka en þeir séu ekki opinber- lega orðnir Vít- isenglar þótt þeir eigi góða möguleika á því. Leif Ivar Kristiansen Leiðtogi Hell‘s angels í noregi segir Íslendinga ekki hafa neitt að óttast. Mynd: TOM E. ØSTHUUS Skytturnar þrjár Páll magnússon, ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson voru boðaðir af aðstoðarmönnum ráðherra til fundar í Háskóla reykjavíkur á dögunum. Fundarefni er trúnaðarmál að sögn aðstoðarmanns menntamálaráðherra. „Þetta voru bara svona almennar samræður. Maður ræðir þetta við fullt af fólki og það er ekki vaninn að gefa upp hvað fer fram í slík- um samtölum,“ segir Steingrím- ur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, spurður um fund sem hann auk annarra aðstoðarmanna ráðherra boðuðu valda forsvarsmenn fjölmiðla á í Háskóla Reykjavíkur á dögun- um. Aðstoðarmennirnir boð- uðu þá Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins, Ólaf Stephen- sen, ritstjóra Morgunblaðsins, og Pál Magnússon útvarpsstjóra á sinn fund. Steingrímur og Ró- bert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, voru í það minnsta viðstaddir. Báðir eru þeir þaulreyndir fjölmiðlamenn. Fundarefni trúnaðarmál „Það var ekkert sérstakt tilefni eða neitt slíkt, þetta var rabbfund- ur,“ segir Steingrímur aðspurður hvað hafi verið rætt á þessum dul- arfulla fundi. Hann neitar því að þarna hafi átt sér stað leynifundur milli valinna fjölmiðla og aðstand- enda ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður segir hann það vera trúnað- armál hvað rætt hafi verið. „Það er yfirleitt þannig þegar menn ræða saman, en það þýðir ekki að þarna hafi verið um leynifund að ræða,“ bætir Steingrímur við. Fjölmiðlar fengu ekki tilmæli Aðspurður hvort einhverjum tilmælum hafi verið beint til for- svarsmanna fjölmiðlanna segir Steingrímur það síður en svo hafa verið. „Á svona tímum er mikil- vægt að menn ræði saman og að boðskiptaleiðir séu greiðar. Sam- félagið lék á reiðiskjálfi á þessum tímapunkti. Þá er ekki óeðlilegt að menn tali saman og heyri sjón- armið hver annars.“ Skraffundur í HR Páll Magnússon útvarpsstjóri gat litlar upplýsingar gefið um fundarefni samræðnanna. „Eins og ég skildi þetta var þetta skraf- fundur um andrúmið í samfélag- inu. Skraf og ráðagerðir,“ sagði Páll þegar DV hafði samband við hann. Hann sagðist telja að fund- urinn hafi verið liður í að heyra álit manna úr hinum ýmsu geir- um. Hann viðurkenndi þó að til- efni fundarins hafi verið honum hálfpartinn á huldu. Kom ekkert fjölmiðlum við Ólafur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að fund- urinn hafi ekki haft neitt með fjöl- miðlana sem slíka að gera. Það orkar samt sem áður tvímælis í ljósi þess að rit- stjórarnir tveir auk út- varps- stjóra voru boð- að- ir af hin- um reyndu fjölmiðlamönnum, Róberti og Steingrími. „Þetta var í raun ekkert sem viðkom fjöl- miðlum. Bara verið að veita okk- ur upplýsingar um hvað væri búið að vera í gangi í þjóðfélaginu,“ segir Ólafur Stephensen spurð- ur um fundarefnið. Hann seg- ir að engum tilmælum hafi verið beint til fjölmiðlanna né heldur að hann hafi skilið fundinn sem einhvern leynifund. DV náði ekki í Róbert Marshall vegna málsins í von um að gera eina lokatilraun til að fá það á hreint hvert tilefni fundarins var, hvað var rætt efnis- lega á honum og af hverju fulltrú- ar valinna fjölmiðla voru boðað- ir á fundinn sem slík leynd hvílir yfir. Svo mikil í raun, að fæstir við- mælendur DV virtust í raun vissir um hvað hann snerist. mikael@dv.is SIgURðUR MIKaEL jónSSOn blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fundað með völdum fjölmiðlum róbert marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, var meðal viðstaddra á fundinum í Hr auk annarra aðstoðarmanna. Forsvars- menn fengu upplýsingar um stöðu mála í efnahagsóvissunni. Ekkert að segja Hog rider- arnir höfðu takmarkaðan áhuga á myndatöku og vildu ekki ræða við blaðamann dV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.