Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 42
föstudagur 21. nóvember 200842 Matur & vín KöKusKreytingar Í nýjasta tölublaði gest- gjafans má finna viðtal við sonju b. guðfinnsdótt- ur, móður, lyfjafræðing og kökuskreytingarkonu með meiru. sonja hefur stofnað glæsilega vef- síðu þar sem hún sýnir afrakstur sinn og deilir uppskriftum og hugmyndum með lesend- um. Áhugasamir ættu endilega að kíkja á þessa skemmtilegu síðu, cakedecoideas.com. umsjón: kolbrún pÁlÍna helgadóttir, kolbrun@dv.is umsjón: sigríður björk bragadóttir mynd: karl petersson Hver man ekki eftir þessari? aðaltertan í hverju boði og hún var til í mismunandi útgáfum á hverju heimili. amma setti oft berjamauk líka á milli botnanna svo og makkarónukökur, rifið súkkulaði og stundum vanillukrem ef vel lá á henni, það fannst mér ótrúlega gott. síðan var hún listilega skreytt, rjómanum sprautað með rjómasprautu upp með hliðunum, ananassneiðar látnar mynda blómamynstur ofan á og eldrauð kirsuber á völdum stöðum. vá! hvað manni fannst þetta flott. Ásamt þessari dýrindis veislutertu má finna margar gamlar og góðar uppskriftir í bland við nýjar í glæsilegu nýútkomnu kökublaði gestgjafans. uppsKrift fyrir 10 til 12 n 4 egg n 180 g sykur n 70 g kartöflumjöl n 70 g hveiti n 1 tsk. lyftiduft n 1 tsk. vanilludropar n 60 g smjör brætt og kælt hitið ofninn í 200°C. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður ljós og létt. besta útkoman verður ef eggin eru ekki köld og eggjamassinn er þeyttur saman í 5-10 mín. sigtið kartöflumjöl, hveiti og lyftiduft út í og blandið varlega saman við með sleikju. bætið vanilludropum og smjöri saman við. Það er ekki nauðsynlegt að hafa smjör í kökubotnunum en það gefur kökunni aukna mýkt. smyrjið eða setjið bökunarpappír í botninn á 2 smellu- formum, 22-24 cm í þvermál. bakið botnana í 18-20 mín. og kælið. fylling og sKraut: n 1/2-3/4 l rjómi n 1 stór dós kokteilávextir (825 g) eða aðrir ávextir í dós Þeytið rjóma. sigtið safa frá ávöxtum og geymið hann. leggið annan botninn á tertudisk og vætið vel í honum með safanum, það er lykilatriði að væta botnana vel svo kakan verði ekki þurr. smyrjið svolitlu af rjómanum ofan á og dreifið 1/3 af ávöxtunum yfir. leggið hinn kökubotninn ofan á, vætið í honum með ávaxtasafanum og þekið síðan alla kökuna með rjóma, ofan á og með hliðum. skreytið með kokteilávöxt- um eftir smekk. fyrir fólK með fæðuóþol Þeir sem ekki geta notið venjulegra brauð- og kökuuppskrifta vegna óþols eða ofnæmis af einhverju tagi þurfa oftast að leita lengi að nothæf- um uppskriftum. langflestir eru með mjólkur- eða eggjaofnæmi. aðrir eru með hveiti- eða glútein- óþol. dv tíndi saman nokkrar uppskriftir sem ættu að höfða til þeirra sem ekki mega neyta einhvers af ofangreindu. eggjalausar skonsur n 200 g hveiti, spelt eða heilhveiti n 3 tsk. lyftiduft n 1 tsk. púðursykur n ¼ tsk. salt n 50 g mjúkt smjör n 25 g kúrennur n 150 ml mjólk hitið ofninn í 220 gráður. blandið saman hveiti, lyftidufti, sykri og salti. klípið mjúku smjörinu saman við þurrefnin. blandið svo mjólkinni í og mótið úr þessu deigkúlu. leyfið deiginu að bíða í 15 mínútur. rúllið deigið út en hafið það 3 cm þykkt. skerið út skonsur með kaffibolla eða öðru kringlóttu formi. setjið á bökunarplötu og bakið í 10 til 15 mínútur. mjólkurlaust Ciabatta-brauð n 250 g hveiti eða spelt n ½ tsk. salt n 1 tsk. þurrger n 1 tsk. sykur n 150 ml vatn n 4 msk. ólífuolía blandið saman hveiti, salti, þurrgeri og sykri saman í skál. bætið vatninu út í og blandið vel þar til deigið verður mjúkt og meðfærilegt. látið deigið standa hulið á heitum stað í klukkustund svo það lyfti sér. látið deigið aftur í skálina og bætið ólífuolíu út í. hnoðið þar til olían er vel blönduð við deigið. mótið brauðið að vild og látið standa í 30 mínútur. bakið í 25 til 30 mínútur við 200 gráðu hita. glúteinlaust sódabrauð n 500 g glúteinlaust mjöl (fæst í heilsubúðum) n ½ tsk. salt n 2 tsk. cream of tartar (fæst í heilsubúðum) n 1 stk. matarsódi n 450 ml mjólk n 3 msk. múslí hitið ofninn í 220 gráður. blandið saman mjölinu, salti, cream of tartar og matarsóda. bætið mjólk við eða þar til deigið verður mjúkt og örlítið klístrað. mótið deigið í kúlu og veltið henni upp úr múslíinu. Það er líka hægt að láta mjöl utan um brauðið. setjið brauðið á smurða plötu og bakið í ofni í 35 til 40 mínútur. Tagliatelle með heimatilbúnu pestói friðrik ragnarsson „Ég ætla að bjóða upp á uppskrift að tagliatelle með heimatilbúnu pestói og heitri súkkulaðiköku í desert.“ tagliatelle með heima- tilbúnu pestói n 400 g tagliatelle n 100 g svartar ólífur n 100 g sólþurrkaðir tómatar n 100 g marineraðir ætiþistlar n 50 ml ólífuolía n ½ appelsína n klettasalat n ferskur parmesanostur aðferð: maukið saman ólífur, ætiþistla og sólþurrkaða tómata í matvinnsluvél. setjið í skál og bætið ólífuolíu og appelsínuberki saman við. sjóðið 400 g af tagliatelle í vel söltu vatni. setjið eina ausu af pastasoði á heita pönnu. hrærið 4 matskeiðum af pestóinu saman við og bætið soðnu tagliatelle við. gott er að setja klettasalat saman við og rífa ferskan parmesanost yfir. heit súKKulaðiKaKa n 225 g dökkt súkkulaði 70% n 240 g smjör n 8 stk. egg n 300 g sykur n 120 g hveiti n Ís aðferð: bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði. Þeytið eggin og sykurinn saman á meðan súkkulaðið bráðnar. blandið hveitinu út í súkkulaðiblönd- una. að því loknu bæta eggjablönd- unni við með sleif. geymið deigið í ísskáp fyrir bakstur. hellið deiginu í vel smurt form og látið bakast við 200 gráðu hita í nákvæmlega 10 mínútur. hellið úr forminu og dreifið flórsykri yfir. borið fram með ís. Ég ætla að skora á Hermann Hauksson, verslunarstjóra hjá Sævari Karli, sem næsta matgæðing. Matgæðingurinn Veisluterta með sykruðum ávöxtum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.