Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 3
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 2008 3Fréttir
„hélt að hann væri
bara á ferðalagi“
Nágrannar mannsins, sem fannst látinn í Gaukshólum 2 í Reykjavík, segja að hann
hafi verið mjög almennilegur í samskiptum en það hafi þó farið lítið fyrir honum. Al-
freð Hilmarsson, nágranni mannsins, segir að mikil ólykt hafi verið á ganginum og
hefði hún komið upp þegar glugginn á ganginum var lokaður.
„Ég hitti hann stundum og við
ræddum oft saman,“ segir ná-
granni mannsins, sem fannst látinn
í Gaukshólum 2 í Reykjavík í síð-
ustu viku. Maðurinn hafði verið lát-
inn í að minnsta kosti mánuð áður
en nágranna hans fór gruna að allt
væri ekki með felldu. Aðkoma lög-
reglu var skelfileg og mikil ólykt var
á stigaganginum svo vikum skipti.
Síðast sást til mannsins í Bónus
í ágúst og segir nágranni mannsins
að lögreglumenn sem fóru fyrst inn
í íbúðina hafi komið náfölir fram,
enda fer tíminn ekki vel með lík-
amsleifar.
Á ferðalagi
„Hann var mjög almennilegur mað-
ur. Ég varð svo sem ekkert mikið var
við hann en hann var ósköp góður
maður,“ segir nágranni mannsins
sem baðst undan því að koma fram
undir nafni. Hann segir að maðurinn
sem lést hafi verið mikill einfari og
hafi ekki oft verið á ferðinni í húsinu.
„Hann var gamall sjóari og starfaði
sem öryggisvörður held ég, annars
hittumst við sjaldan.“ Nágranninn
segir að hann hafi ekkert velt því sér-
staklega fyrir sér hvar maðurinn hafi
verið í allan þennan tíma. „Ég hélt
að hann væri bara á ferðalagi,“ segir
nágranninn sem varð þó ekki var við
ólyktina á ganginum.
Mikil ólykt á ganginum
Alfreð Hilmarsson, annar nágranni
mannsins, segir að honum finn-
ist skrítið að hann hafi aldrei séð
manninn öll þau ár sem hann hef-
ur búið í blokkinni. „Það er sorglegt
hvernig þetta gerist. Ég var búinn að
finna mikla ólykt hérna, þegar það
fer að hvessa þá þarf að loka glugg-
anum hér á ganginum og þá gaus
þessi lykt alltaf upp,“ segir nágrann-
inn sem grunaði þó ekki að látinn
maður væri í næstu íbúð. „Það er
mikið af eldra fólki hérna sem gæti
verið með skítuga sokka eða annað
slíkt, svo maður var ekkert að spá í
það neitt frekar.“
Hann segir að eftir að búið að
var að færa manninn, hafi verið
loftað um stigaganginn og spreyjað
ilmefnum og öðrum efnum, slík var
ólyktin. Maðurinn sem lést var 55
ára gamall og einhleypur.
Eðlilegur dauðdagi
Friðrik Smári Björgvinsson, yf-
irlögregluþjónn á höfuðborgar-
svæðinu, segir að lögreglan þurfi
ekki að rannsaka lát mannsins.
„Það er ekkert saknæmt eða refsi-
vert við þetta og kemur lögregl-
unni ekki við þannig lagað.“ Hann
segir að maðurinn verði krufinn.
„Það er bara hefðbundið þegar
fólk finnst látið og ekki ljóst með
dánarorsök er alltaf krufning,“
segir Friðrik Smári en niðurstöðu
úr krufningu er að vænta á næstu
vikum.
Boði logAson
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
„Það er sorglegt
hvernig þetta gerist,
ég var búinn að finna
mikla ólykt hérna.“
gaukshólar 63 íbúðir eru í blokkinni
og var ljós kveikt í íbúð mannsins
þegar blaðamann bar að garði í gær
Ólykt Mikil ólykt var á stigagangi þar
sem íbúð mannsins var.
Aldrei séð manninn Nágranni segir
að hann hafi aldrei séð manninn eftir
að hafa búið nokkur ár í blokkinni
Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynna í dag nýjar tillögur til fjárlaga næsta árs:
ríkisstjórnin boðar skattahækkun
Samkvæmt endurskoðuðu fjárlaga-
frumvarpi næsta árs er búist við ná-
lægt 160 milljarða króna halla í stað
um 57 milljarða eins og gert var ráð
fyrir í upphaflegri gerð frumvarps-
ins sem fjármálaráðherra kynnti í
byrjun október. Versnandi afkoma
ríkissjóðs er rakin til bankahrunsins
og þungra skuldbindinga ríkissjóðs
vegna þess.
Hallinn stafar meðal annars af
verulegri rýrnun tekna frá því sem
upphaflega var áætlað. Tekjur rík-
issjóðs á næsta ári voru upphaflega
áætlaðar um 450 milljarðar króna en
samkvæmt heimildum DV eru þær
aðeins áætlaðar um 370 milljarð-
ar króna samkvæmt endurskoðuðu
fjárlagafrumvarpi. Tekjutapið nemur
um fimmtungi miðað við upphaflega
áætlun og hafa tekjur ríkissjóðs vart
verið lægri síðan árið 2006 til 2007.
Í ljósi gerbreyttra aðstæðna í kjöl-
far bankahrunsins neyðast stjórnvöld
til þess að grípa til aukinnar tekju-
öflunar en einnig til niðurskurð-
ar frá því sem upphaflega var áætl-
að. Þannig eru heimildir fyrir því að
lagt sé til að tekjuskattur einstaklinga
verði hækkaður um eitt prósentustig.
Þá hafi einnig verið rætt um sérstak-
an hátekjuskatt án þess þó að endan-
lega hafi verið ákveðið að leggja slík-
an skatt á.
Hækkun tekjuskatts um eitt pró-
sentustig jafngildir 10 þúsund krón-
um fyrir hverja eina milljón sem skatt-
greiðandi hefur í árstekjur. Þannig
gæti tekjuskattur hækkað um 40 til 50
þúsund krónur á ári á miðlungslaun.
Þrengingar ríkissjóðs hafa leg-
ið í loftinu eftir bankahrunið og hafa
stjórnvöld sagst vilja verja velferðar-
kerfið í lengstu lög. Heimildir eru fyr-
ir því að niðurskurður á útgjöldum
til heilbrigðis-, mennta- og velferð-
armála, svo sem velferðarmála aldr-
aðra, sé óverulegur frá fyrra frum-
varpi. Aftur á móti er gert ráð fyrir
umtalsverðum niðurskurði fram-
kvæmda á vegum ríkisins. Þetta á
við um fjárveitingar vegna fyrirhug-
aðra framkvæmda við Sundabraut
og ýmsar aðrar vegaframkvæmdir.
Einnig verður hætt við framkvæmdir
við nýtt fangelsi og hátæknisjúkrahús
samkvæmt heimildum DV.
johannh@dv.is
geir H. Haarde og ingibjörg sólrún gísladóttir
ríkisstjórnin boðar skattahækkun og niðurskurð fram-
kvæmda. Oddvitar hennar kynna nýjar tillögur sínar í dag.
það voru ekki allir sem gátu þeg-
ið aðstoð. Sumir eru hjartveikir
og eiga erfitt með gang og fá þá
að koma á bak við hjá okkur, en
það ruglar planinu hjá okkur,“
segir Ásgerður Jóna. Öll vinna
í kringum aðstoðina er unn-
in í sjálfboðarvinnu. „Við hefð-
um ekki komist í gegnum þetta
í dag án öryggisvarðanna sem
hjálpuðu okkur mikið, við leggj-
um mikið upp úr því að fólkið
fái persónulega hjálp,“ segir Ás-
gerður Jóna. Næsta úthlutun er
áformuð á miðvikudaginn eft-
ir viku. Þó eru blikur á lofti því
enn er ekki búið að útvega mat
fyrir næsta miðvikudag. Ásgerð-
ur Jóna segir að það ráðist allt á
næstu dögum.
maturinn dugði
ekki handa öllum
Þung spor Yfir þrjú hundruð
manns leituðu aðstoðar í gær
en færri komust að en vildu.
Myndir sigtryggur Ari
Formaður Fjölskylduhjálpar-
innar Ásgerður Jóna Flosadóttir
safnar styrkjum og mat frá
fyrirtækjum alla daga vikunnar.