Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Síða 27
fimmtudagur 11. desember 2008 27Sviðsljós VÁFUGL Allt sem gerst hefur, getur gerst og allt sem getur gerst, gerist – í tímans eilífu elfu. eftir Hall Hallsson „Váfugl greip mig algerlega … Hallur er þriller-höfundur.“ Bjarni Harðarson, fyrrv. alþingismaður. „Váfugl er sagnfræði – samtímasaga, framtíðarsýn og spennutryllir.“ Jón Kr. Snæhólm, stjórnmála- og sagnfræðingur. „Ótrúlega tímabær umræða um Evrópumál.“ Ingvi Hrafn Jónsson, stjórnmálafræðingur. „Ég skemmti mér konunglega, frábær lesning og einstaklega sniðuglega sett fram.“ Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri. Blogg, umsagnir og fréttir á www.vafugl.is Það hefur verið mikið í um- ræðunni vestanhafs hversu fáar Grammy-tilnefningar nýstirnið Katy Perry fékk. Söngkonan hefur skotist upp á stjörnuhimininn með fyrstu plötu sinni og er lagið hennar I Kiss- ed a Girl eitt það vinsælasta á árinu. Katy fékk aðeins eina tilnefningu og var það fyrir lagið en mörgum þykir skrítið að söngkonan hafi ekki verið tilnefnd sem besti nýliðinn og fyrir bestu plötu. „Þetta er fyrsta árið þar sem ég er tilnefnd og ég er bara fegin að ég fékk allavega eina. Ég meina, kannski hefði ég ekki fengið neina,“ segir söngkonan þakklát. Um helgina barst það í tal hvort söngkonan væri til í samstarf með Britney Spears. „Hún er ekki stelpan sem ég myndi endilega vinna með. Hún er ekki efst á mín- um lista,“ segir Katy en margir tónlist- armenn myndu stökkva á tækifæri til þess að starfa með poppprins- essunni. „Ég starfa bara með fólki sem ég elska. Ég þyrfti því að hitta hana. Ef við smell- um, þá smellum við. Annars ekki.“ Katy Perry fær eina tilnefningu til Grammy-verðlaunanna. Þakklát en ekki fúl Katy Perry er iðulega með frumlega sviðsframkomu. Banani Katy kom á sviðið í stórum banana. Þakklát mörgum þykir söngkonan eiga skilið fleiri tilnefning- ar svo sem nýliði ársins. Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur látið lítið á sér bera eftir að hún eignaðist tvíburana Max og Emme í febrúar á þessu ári. Jennifer, eða J-Lo eins og hún er oft kölluð, segir fæðingu barnanna gjörsam- lega hafa breytt lífi sínu. Hlutirnir sem skiptu hana máli á sínum tíma koma núna í fjórða og fimmta sæti . Í gegnum tíðina hefur Jennifer Lop- ez verið þekkt fyrir það að vera al- gjör díva, en síðustu mánuði virðist hún hafa mildast töluvert. Jennifer mætti á frumsýningu The Curious Case of BenjaminButton á dögun- um og er óhætt að segja að hún hafi sjaldan litið jafn vel út. Hún hefur grennst gríðarlega og er varla hægt að sjá á henni að hún hafi fætt tví- bura fyrr á árinu. Jennifer lét mynda sig í bak og fyrir, enda algjör skutla í þessum hvíta kjól. Jennifer Lopez eignaðist tvíbura í byrjun árs og hefur sjaldan litið jafn vel út. tággrönn og kynÞokkafull Stórglæsileg Jennifer Lopez var þokkafull á frumsýningu á dögunum. Myndasvip- urinn frægi J-Lo er þekkt fyrir þennan svip. Njótum aðventunnar saman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.