Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 18
 Fimmtudagur 11. desember 200818 Bækur Nýr höfundur er kominn fram á sjónar- sviðið og leggur til bók í jólabókaflóðið 2008. Það er Eyrún Ýr Tryggvadóttir sem er höfundur spennusögunnar Hvar er systir mín? Bókin fjallar um stúlku sem býr í Kaupmannahöfn og fær neyðarkall að heiman frá systur sinni sem hún hefur ekki heyrt frá í þrjú ár. Við komuna heim bíða hennar skelfilegar fréttir og fyrr en varir flækist hún sjálf í atburðarás sem hún fær ekkert við ráðið og þarf hún að passa upp á sjálfa sig um leið og hún þarf að finna syst- ur sína. Bókin segir frá glæpum, mannvonsku, ást, afbrýðisemi og ljótum fortíðarleynd- armálum. Bókin byrjar vel og kemst les- andinn mjög auðveldlega inn í hana. Besti kosturinn við bókina er að hún er skrifuð á einfaldan máta og er hnitmiðuð. Án allra óþarfa málalenginga og langra lýsinga sem er þægilegt því í svona spennusögu vill maður fá hlutina beint í æð. Strax frá byrjun er maður gripinn inn í atburðarás sem sýnir ótrúlega glæpi, mannvonsku, afbrýðisemi ásamt ást og hugrekki. Þrátt fyrir að vera án aukaskrauts nær lesandinn mjög nánum tengslum við að- alsöguhetjuna, Andreu, því maður fær að skyggnast inn í huga hennar og fylgja henni allt til enda. Þar sem hún fer á milli fólks, staða, uppgötvar atburði sem henni datt aldrei í hug að gætu hafa gerst auk þess sem við sjáum nýjar tilfinningar vakna í brjósti hennar. Veigamikill partur af því að halda manni við efnið. Andrea er vel skapaður karakter, hug- rökk en í senn viðkvæm. Hún þarf að tala sjálfa sig oft til og veigrar sér ekki við að gera það sem þarf að gera til að leysa mál- in svo henni takist að ná markmiði sínu. Að hreinsa sjálfa sig af ásökunum og finna systur sína. Endir sögunnar kemur á óvart og gefur það sögunni dálitla sérstöðu. Manni finnst sökudólgurinn að vísu afar ólíklegur en það breytir ekki gæðunum. Það þurfa ekki allar flækjur að enda eins og líkar undirrit- aðri það vel. Eyrúnu tekst að búa til sögu sem sýnir raunverulegar aðstæður. Þetta er vel gerð sakamálasaga þar sem hugað er að smá- atriðunum. Bókin hentar öllum sem hafa gaman af krimmum og sérstaklega ef mað- ur vill fá smáást með. Frumraun Eyrúnar sem glæpasagnahöfundar er góð og á hún vonandi eftir að láta í sér heyra aftur.  ÁsdísBjörgjóhannesdóttir Góð frumraun Ástarsorgarhlaðinkveðja Ljóðmælandi í öllum ljóðum bókarinnar Ég bið að heilsa þér er í ástarsorg. Mikilli ástar- sorg. Hvort það sama gildi um höfund bók- arinnar, Gísla Þór Ólafsson, er óvíst og skiptir raunar ekki nokkru máli samkvæmt sumum kenningum fræðanna. Textinn ber þó keim þess að hryggbrotinn maður sitji við lykla- borðið og veit það ekki á gott. Í síðasta ljóði bókarinnar segir ljóðmælandi/höfundur að í handriti bókarinnar hafi upphafsstafir stúlk- unnar sem olli sorginni staðið við eitt ljóð- anna. „Reiðin rann svo af mér og ég ákvað að sleppa þessum upphafsstöfum en halda ljóðinu,“ segir svo. Réttast hefði kannski ver- ið að láta reiðina renna betur áður en ráð- ist var í bókaútgáfuna. Ekki svo að skilja að grimmileg reiði nötri á milli línanna. En eitt- hvað eimir af henni í formi biturleika, hefni- girni, sorgar eða hvaða nafni skal kalla af- gangana. Ljóðin eru eðlilega mismunandi að gæð- um; sum lofa góðu en enda snubbótt en þessi með skemmtilega skrítnu neðanmáls- greinunum eru ljóðin sem sitja helst eft- ir. En bókin í heild nær aldrei almennilega að vekja áhuga manns. Titillinn minnir vit- anlega á hina frægu sonnettu Jónasar Hall- grímssonar, Ég bið að heilsa, og eru nokkr- ir þræðir eða línur í bók Gísla sem tengja má við ljóð Jónasar. En það eitt og sér nægir auðvitað ekki til að hjálpa bókinni á flug. Ég átta mig samt ekki alveg á því hvort bókin sé einhvers konar spaug. Gæti verið. Hvað sem því líður hefði þurft að vinna töluvert betur með þetta verk. Gísli virð- ist hafa getuna til að yrkja ljóð svo vel sé en þessi bók verður honum vonandi bara lær- dómur sem hægt er að nýta til betri verka. „Ég veit að þú hefur / hert mig“ segir í loka- ljóðinu. Bókin og viðbrögðin herða líkast til líka höfundinn.  kristjÁnhrafnguðmundsson ÉgBiðaðheilsaþÉr Gísli Þór ÓlafssonHefði þurft að vinna töluvert betur með þessa bók. Útgefandi: Lafleur útgáfan hvarersystirmín? Eyrún Ýr TryggvadóttirHentar öllum sem hafa gam- an af krimm- um. Vel gerð sakamálasaga þar sem hugað er að smáatrið- unum. Útgefandi: Salka Spennusaga Ljóðabók holar@simnet.is STEBBI RUN Eyjamaðurinn Stefán Runólfsson á að baki viðburðaríka ævi og var m.a. annars einn þeirra sem tóku hraustlega til hendinni í Vestmannaeyjagosinu. Hér lýsir hann m.a. baráttunni um framtíð byggðar í Eyjum, aflahrotum á vertíðum, flokkadráttum og vinnudeilum, auk þess sem safaríkar sögur af mönnum og málefnum fljóta hér með. HÓLAR LAURENC E REES AUSCHWITZ – MESTI G LÆPUR SÖ GUNNAR AU SCH W ITZ LA U R EN C E R EES STEBBI RUN ST E B B I R U N Óskar Þór Karlsson Ó skar Þór Karlsson HÓLAR Annasamir dagar og ögurstundirÆviminningar Stefáns Runólfssonar frá Vestmannaeyjum Ég hef nú sjaldan verið algild Rannveig Þórhallsdóttir Ævisaga Önnu á Hesteyri Æ visaga Ö nnu á H esteyri Ég hef nú sjaldan verið algild Rannveig Þórhallsdóttir MESTI GLÆPUR SÖGUNNAR Fá staðarheiti vekja okkur jafnmikinn hrylling og Auschwitz, þar sem 1,1milljón manna voru tekin af lífi á árunum1941-1944. Í þessari hryllingssögu er byggt á viðtölum við fólk sem lifði af vistina í búðunum og illvirkjana sem þar störfuðu. ANNA Á HESTEYRI Til hvaða ráða greip Anna þegar hún fékk heimsókn glæpamanns að næturlagi? Hvað fékk hún Landhelgisgæsluna til að gera? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún í bílprófinu þegar í óefni stefndi. Einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi. EINSTAKT BARÁTTUÞREK Vilhjálmur Þór hefur orðið fyrir fleiri áföllum á lífsleiðinni en almennt gerist, en lætur þó ekki bugast. Hér deilir hann með okkur ævi sinni; sorgum og sigrum og kennir okkur að horfa ávallt fram á veginn. Nokkrar góðar! EyrúnÝrTryggvadóttir Endir bókar Eyrúnar kemur á óvart að sögn gagnrýnanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.