Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 2
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 20082 Fréttir „Mér finnst alltaf jafnerfitt að koma hingað og þiggja mat,“ sagði 57 ára kona eftir að hún fékk mat og aðr- ar nauðsynjavörur hjá Fjölskyldu- hjálp Íslands í gær. Hún hefur í þrjú ár þurft að leita sér aðstoðar til að komast af. Yfir þrjú hundrað manns leituðu til Fjölskylduhjálparinnar í gær til að fá mat og aðrar nauðsynjavörur. Það er svipaður fjöldi og aðra mið- vikudaga. Andrúmsloftið var þrung- ið spennu og harmi. Fyrir utan var rigning og kuldi sem hefur vart bætt á bágt sálarlíf margra sem stig- ið höfðu þau erfiðu skref að mæta í hús Fjölskylduhjálpar til að biðja um hjálp. Þrátt fyrir góðan vilja tókst ekki að veita öllum aðstoð sem leit- uðu eftir henni. Sumir þurftu að snúa tómhentir frá. Átök í biðröðinni Vegna þess hversu margir komu og báðu um aðstoð þurftu öryggis- verðir að sjá til þess að fólk træðist ekki undir. Skömmu áður en blaða- mann og ljósmyndara bar að garði þurfti að kalla til lögreglu. Þá hafði ein kona ráðist á aðra á meðan þær biðu í röðinni eftir að fá aðstoð. Þeir starfsmenn Fjölskylduhjálpar sem rætt var við vissu ekki hvers vegna konan hafði gert þetta. Öryggisvörð- um tókst að stía konunum í sund- ur og sú sem réðst á hina var flutt á brott í lögreglubíl. Ekki fengust upp- lýsingar hjá lögreglu um hvernig mál konunnar var leyst eftir að hún hvarf á braut. „Ég á ekkert eftir“ „Ég sé fram á að ég þufi að leita hingað lengi, ég er með 120 þúsund krónur á mánuði í örorkubætur. Ég varð að kaupa mér bíl og lánin hafa hækkað úr fjórtan þúsund í þrjátíu tvö þúsund á stuttum tíma,“ sagði konan sem rætt var við í upphafi fréttarinnar. Þegar hún var búin að borga af húsnæði og bíl sínum, auk annars fastakostnaðar var fé henn- ar á þrotum. „Ég á ekkert eftir, ég gat ekki einu sinni borgað símreikning- inn um síðustu mánaðamót. Ef ég borga alla reikninga og allan kostn- að verð ég að sleppa því að borða.“ Hún segir að það hafi verið afar erf- itt að leita sér aðstoðar með þessum hætti. „Það er mikil niðurlæging að þurfa að koma og fá mat hérna. Ég veit um fólk sem hefur einfaldlega ekki þorað að koma hingað, en núna er ástandið þannig að það verður bara að koma. Það tók mig tvö ár að mana mig upp í að koma hingað.“ Atvinnulaus með veikt barn Tuttugu og fimm ára kona með ung- an langveikan dreng hefur komið í Fjölskylduhjálpina í nokkra mánuði. „Mér var sagt upp nýlega og er ekki með neinar tekjur, ég á ekki einu sinni nóg til að dekka leiguna og er með strákinn minn á leikskóla. Ég á kannski tíu þúsund krónur eftir þeg- ar ég er búin að borga leiguna, ef ég er heppin.“ segir stúlkan sem brotn- aði niður í samtali við blaðamann. „Ég kvíði jólunum svo mikið, ég á ekki peninga til að kaupa jólagjafir. Framtíðin er ekki björt hjá mér, en það er gott að vita að það er einhver sem vill hjálpa mér,“ segir stúlkan að lokum. Þyrfti annars að brjótast inn Ungur maður sem býr í ónýtu húsi við mjög lélegar aðstæður segir að án Fjölskylduhjálparinnar væri útlit- ið svart. „Ef ég gæti ekki komið hing- að og fengið mat þyrfti maður að brjótast inn og ræna mat, og ég hef gert það bara til að bjarga mér. Mér finnst alltaf jafnerfitt að koma hing- að og láta sjá mig í kringum aðra, ég þarf hreinlega að mana mig upp í það,“ segir ungi maðurinn og bendir á að hann eigi ekki annan kost en að leita aðstoðar eftir mat. Hann segist taka eftir því að það séu miklu fleiri sem þiggi hjálp núna en fyrir ári og margir hverjir séu að koma í fyrsta skiptið. Óvissa um næstu úthlutun Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, segir að eft- irspurnin hafi aldrei verið meiri en í gær. „Það komu yfir þrjú hundruð fjölskyldur til okkar í dag (gær) en Boði logAson blaðamaður skrifar bodi@dv.is maturinn dugði ekki handa öllum „Ég kvíði jólunum svo mikið, ég á ekki pen- inga til að kaupa jóla- gjafir.“ Rúmlega þrjú hundruð manns báðu um aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í gær en birgðirnar kláruðust áður en hægt var að hjálpa öllum. Ein kona réðst á aðra þar sem þær biðu í röðinni og þurfti að kalla á lögreglu til að koma henni á brott. Ungur maður sem leitaði sér hjálpar lofaði aðstoðina sem hann fær þarna og segir að ella þyrfti hann hreinlega að stela sér til matar. Margir fá aðstoð Forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar hafa safnað miklu til að styrkja fólk, það dugar þó ekki alltaf til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.