Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Blaðsíða 22
Svarthöfði hefur ákveðið að koma sér upp sínum eigin jólasveinum. Að vísu er ekki meiningin að ýta neinum til hliðar enda slíkt ekki lenska hér. Jóla- sveinar Svarthöfða eru þeir sem sitja sem fastast í störfum sínum og iðrast einskis. Þeir eru til staðar allt árið. Rústasleikir situr í Seðlabank-anum og leitar uppi verð-mæti í rústunum sem hann sjálfur átti stærstan þátt í að skapa. Rústasleikir er yfirjólaveinn og hann fer gjarnan í viðtöl í jólasveina- miðlunum þar sem hann gefur fólki loðnar vísbendingar um afglöp ann- arra jólasveina. Sjálfur er hann vamm- laus. Bestu viðtölin við hann eru gjarnan í erlendum jólasveinamiðl- um. En döpur tungumálakunnátta bjargar honum gjarnan eftir á þegar allt er komið í bál og brand. Í upphafi aðventu ræddi hann við danskt jóla- sveinablað um að hann ætlaði að fara í kynskiptaaðgerð og verða Grýla. En hann dró það síðan til baka þar sem orðið kynskiptaaðgerð var rangtúlkað. Hann vill samt verða Grýla. Eftirlitsleysir situr í Fjármála-eftirlitinu og gætir þess vandlega að láta ekki eftirlit sliga vinnustað sinn. Í stórri kommóðu geymir hann viðkvæm, flókin mál. Hann hefur í gegnum tíðina farið reglulega til útlanda til að láta varnaðarorð fram hjá sér fara. Því kom bankahrunið honum gríðar- lega á óvart og auðvitað þvær hann hendur sínar af þeim ósköpum. Hann skipar gjarnan gamla jólasveina til starfa í skilanefndunum. Best er að þeir hafi áður verið víttir af Fjármálaeftirlitnu. Brenndur jólasveinn forðast nefnilega eldinn. Stéttastaur situr í Verslunar-mannafélaginu og gætir þess fyrst og fremst að hafa nóg að bíta og brenna. Hann krækir í hluta af launum afgreiðslufólksins og fær inni í sem flestum nefnd- um og ráðum. Hann er jólasveinn hinna vinnandi stétta en við það að Kaupþing fór á hausinn missti hann spón úr aski sínum og er alveg staur. Stéttastaur er eini jólasveinninn sem reglulega býður upp á jólahlaðborð. Gestabókin þar er jafnframt stuðn- ingsyfirlýsing við hann sjálfan. Lánakrækir situr í forsætisráðu-neytinu á milli þess sem hann heldur blaðamannafundi um ekki neitt. Hann er stöðugt skotspónn Rústasleikis sem lúskrar á honum með hrísvendi, bak og fyrir. Hann er fórnarlamb eineltis. Helsta iðja Lánakrækis er að fylla út lánaum- sóknir og telja fólki trú um að botn- inum sé náð. Lánakrækir er með þá áráttu að geta helst ekki sagt satt orð. Dýrahrellir er á stóli fjár-málaráðherra. Hann er jóla-sveinninn sem fer illa með fé, sérstaklega sparifé. Hans helsta áhugamál var til skamms tíma að gera at í útlendingum. Svo er hann fjallkóng- ur þeirra sem smala sparifé saman um víða veröld. þegar af fjalli er komið með safnið neitar hann að draga það í dilka en eignar sér allt féð fyrir hönd allra í Jólasveinalandi. Óþefur situr á bankastjóra-stóli í bankanum Glitni. Nafn sitt hlýtur þessi jóla-sveinn ekki af eiginlegum fnyki, enda viðkomandi hinn mesti snyrtipinni. Þessi eini kvenjólasveinn Íslands, hefur fengist við hlutabréfa- kaup í eigin banka upp á krít en gleymt að borga. Talsverður fnykur er af þessum viðskiptum en Eftirlitsleys- ir hefur þó hvítþvegið systur sína af öllum ásökunum um um misferli. Og Óþefur situr sem fastast og aðstoðar Rústasleiki við að vinna gull í grjót- námu hrunsins. Bankagægir situr á stóli ráðu-neytisstjóra fjármála. Hann er haldinn gægjuþörf af praktískum ástæðum. Um- svifamikil hlutabréfaeign víða í Jóla- sveinalandi kallar á að hann gægist í sem flesta koppa og kirnur. Hann vissi því af hruni jólasveinabankans fyrir- fram og náði að selja bréfin sín áður en þau urðu verðlaus. Hann er líka í náðinni hjá Rústasleiki. Hinir nýju jólasvein-ar skera sig úr í samfélaginu og enginn vill neitt með þá hafa, nema þeir sjálfir. Á meðan gömlu góðu jólasveinarnir setja í skóinn hjá fólki eru þeir í því að stela úr skónum. Og þannig eru jóla- sveinar kreppunnar. Allir eiga þessir jólasveinar kreppunnar það sameig- inlegt að neita að fara þótt jólin verði að baki. Og ef þeir eru spurðir koma þeir af fjöllum. FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 200822 Umræða Nýju jólasveiNarNir svarthöfði spurningin „Nei, nei, ekki um jólin …” segir Haukur Már Helgason, ritstjóri Nei - dagblaðs í ríki sjoppunnar. dagblaðið er nú komið í jólafrí og kemur næst út 7. janúar 2009. eNgiN Nei-kvæðNi um jóliN? sandkorn n Aukinnar óánægju gætir orðið með Silfur Egils, bæði þáttinn á sunnudög- um á RÚV og einnig Eyju-blogg- ið. Þeim fjölgar sem tjá sig um neikvæðni og nöldur í Agli Helga- syni. Hann er sjálfur farinn að láta meira bera á sínum eigin skoðunum en áður. Hann þykir hrapa að einfeldningslegum nið- urstöðum og vera haldinn mikilli refsigleði án þess að athugun eða þekking búi þar að baki. Hvers kyns grillufangarar og nafnlaus- ir rugludallar hengja sig í blogg hans . Þá er augljóst mál að málsmetandi menn eru farnir að forðast að vera meðal kverúlanta í þáttum hans. Manna á meðal er rætt um að fallið hafi á silfur Egils sem árum saman hefur glansað. n Ritstjórar Fréttablaðsins, Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson, eru ofurviðkvæmir fyrir umræðum um meinta þjónkun við aðal- eigandann, Jón Ásgeir Jóhann- esson. Einfarinn Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður talaði um þann forgang sem Jón Ásgeir hefði fengið í eigin blaði með því að fá birta svar- grein í sunnudagsblaði við ásök- unum Agnesar Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins vegna leynifélagsins Stíms. Ritstjórarnir tveir gera vel við Kristin og birta í fyrstu opnu frí- blaðsins einu stærstu athuga- semd allra tíma og sverja þar af sér dekur við eigandann. n Sjálfstæðisflokkurinn er bók- staflega á suðupunkti vegna þrásetu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í embætti. Þingflokkurinn er nánast á einu máli um að Davíð verði að víkja en það er aðeins Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra sem stendur með sínum manni. Davíð er fullkunnugt um þessa afstöðu flokksmanna sinna en þó í afneitun. Mun hann hafa heimtað að sjá lista með nöfnum þeirra þingmanna sem vilja að hann víki. n Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra er hvergi af baki dottinn þótt um 70 prósent kjósenda vilji hann í burtu, samkvæmt könnun Capacent. Nú hefur ráðherrann stúderað hóp mót- mælenda og kemst að þeirri niðurstöðu að vinstri- grænir séu þar gjarn- an að baki. Nefnir hann Drífu Snædal, fram- kvæmdastjóra VG, og Björgu Evu Erlendsdóttur, sem ritstýrir vef- miðlinum smugan.is. Bendir ráð- herrann á að vinstri-grænir séu „kjölfestufjárfestir“ í smugan.is. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á NETINU: dv.IS aðalNúMEr: 512 7000, rITSTjórN: 512 7010, áSkrIFTarSíMI: 512 7080, aUglýSINgar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Sjá aðstoðarþjálfar- ann, það er eins og hann sé að kúka þarna bara. Alveg glórulaus.“ n Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2 Sport, í leik Chelsea og Cluj í Meistaradeild Evrópu. „Þeirra hugmynd væri að ég kæmi vestur og stæði mína plikt.“ n Gunni Þórðar úr Hljómum í ævisögu sinni um þegar hann barnaði stelpu ungur að árum. Foreldrar hennar voru úr Búðardal og höfðu mjög ákveðnar hugmyndir um framhaldið. – DV. „Maður lifir aðeins einu sinni.“ n Aron Pálmi sem hefur skráð þátttöku sína í Idolinu og ætlar alla leið. – DV. „Félagi minn vill gefa rjúpur í staðinn fyrir veiðistyrk.“ n Orðalag veiðimanna sem selja rjúpur en það er ólöglegt. Þær eru seldar dýrum dómi á svörtum markaði. – DV. „Þetta er einhver harðvít- ugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók.“ n Jóhann Páll Valdimarsson um uppboðsslag þýskra útgefanda um bókina Skapari eftir Guðrúnu Evu. – Fréttablaðið. Þegar heimilið hrynur Leiðari Ef ríkisstjórnin var einhvern tímann í björgunarleiðangri er þeim leið-angri nú lokið. Hún kom aftur heim með lík á börunum. Nú er hins veg- ar óumdeilanlega runninn upp tíminn til að leggja grunninn að Nýja-Íslandi. Stóra spurningin sem landsmenn standa frammi fyrir nú er hvort ríkisstjórninni sé treystandi til að reisa nýja Ísland. Ef heimili þitt hrynur yfir þig leitarðu ekki til sama verktakans til að reisa nýja heimilið. En segjum svo að staðan sé þannig, eins og hún er á Íslandi í dag, að þú hafir engan annan valkost. Að þú hafir ekki heimild til að kjósa þér annan verktaka, því sá sem bar ábyrgð á því að húsið þitt hrundi hefur tímabundið al- ræðisvald yfir húsbyggingum. Þegar lagður er grunnur þarf að grafa, en það getur ríkisstjórnin illa gert. Hún hefur of mörg leyndarmál grafin til þess að geta það. Sannleikurinn um aðdraganda hrunsins er nauðsynleg forsenda uppbyggingar á réttum grunni, en sami sannleikur fellir ríkisstjórn- ina. Þjóðin var svikin. Hún treysti yfirvöldum og fjölmiðlum fyrir mikilvægustu hagsmunum sínum. Það traust var misnotað. Valdafólkið vissi í hvað stefndi en faldi það. Aðeins hin- ir útvöldu gátu nýtt sér upplýsingarnar til að flýja og undirbúa yfirtökuna á rústunum. Líklega er þjóðin ófær um að treysta núver- andi ríkisstjórn af því að þjóðin er ekki vit- laus. Tilraunir stjórnarinnar til að viðhalda þeirri blekkingu, með hjálp ákveðinna fjöl- miðla, að hún beri enga ábyrgð eru dæmdar til að mistakast. Lögreglan hefur verið staðin að því að klípa friðsama mótmælendur, kýla í þá og reyna að espa þá upp, að því er virðist. Fjölmiðla- menn hafa fjallað um mótmælin út frá því hve fáir mæti og að mótmælendurnir hafi engar lausnir. En það er ekki mótmælenda að leysa efnahagsvandann, þeir eru ekki í framboði. Morgunblaðið gengur svo langt að kalla mótmælendur „vitleysinga“. Sterk öfl vinna gegn því að Nýja-Ísland verði reist á bjargi en ekki á sandi. Ef heimili þitt hrynur yfir þig og fjölskylduna færðu einhvern allt annan aðila til að end- urreisa það. Þú grandskoðar feril hans, yf- irheyrir hann og krefst þess að fá að fylgjast náið með endurreisninni til að lenda aldrei aftur í því að treysta þeim sem blekkir og set- ur þig í hættu. Því í annað skiptið er það þér að kenna. Það er þess vegna sem mótmæl- endur láta ekki stoppa sig. Þeir bera ábyrgð á kjörnum fulltrúum. Hin leiðin til að upp- fylla skyldur sínar gagnvart sjálfum sér og fjölskyldunni er að gefa eftir móðurlandið og leita sér að traustara landi undir fætur. jóN TrausTi reyNissoN riTsTjóri skrifar. Ef heimili þitt hrynur yfir þig leitarðu ekki til sama verktakans til að reisa nýja heimilið. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.